Kvenfangar verr staddir en karlar 5. janúar 2005 00:01 "Konur í fangelsum á Íslandi eru verr settar en karlfangar," segir Margrétar Sæmundsdóttur deildarsérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Í grein sem hún ritar í Verndarblaðið, sem fjallar um afbrot, fanga og fangelsismál, fjallar Margrét um félagslega stöðu kvenfanga á Íslandi . Á hverju ári sitja um tíu til fimmtán konur í fangelsi á Íslandi, sem er um fimm til sex prósent af heildarfjölda fanga. Flestar sitja þær inni fyrir þjófnað og skjalafals en undanfarin ár hafa fíkniefnabrot færst í aukana. í greininni leggur Margrét út af árskýrslum Fangelsismálastofnunar og segir niðurstöður þeirra benda til að konur í íslenskum fangelsum séu bæði félagslega og heilsufarslega verr staddar en karlfangar. Konur í fangelsum eigi yfirleitt við meiri vímuefnavanda að stríða en karlar og meðferðarsaga þeirra er lengri, margar þjást af andlegum sjúkdómum eða hafa misst forræði yfir börnum sínum, en um 70 prósent kvenfanga eru mæður. Þá helmingi fleiri konur þunglyndar en karlar eða um 50 prósent. Á Íslandi eru fimm afplánunarfangelsi en konur geta aðeins tekið út refsingu í Kópavogsfangelsi. Þar eru minni möguleikar til náms, starfs og tómstundariðkunar en til dæmis á Kvíabryggju og Litla Hrauni sem Margrét segir að sé hreint kynjamisrétti. Hún leggur til að fangelsin verði samnýtt fyrir bæði kynin þannig að deildir verði aðskildar en nám og starf sameiginlegt og segir að reynslan af því að vista bæði kyn á sama stað sé góð. Að sögn Margrétar er erfitt að skýra hvers vegna konur í fangelsum séu mun færri en karlar. "Það eru margar tilgátur uppi og sjálfsagt er orsakasamhengi á milli þeirra. Ein hugmyndin er til dæmis sú að konur séu aldar upp við meiri ábyrgð og brjóti því síður af sér. Samkvæmt annarri kenningu hefur dómsvaldið tilhneigingu til að sjá málin þannig að konur sem fremja afbrot eigi við vandamál að stríða og það beri fyrst og fremst að aðstoða þær, en karlmenn sem fremja afbrot eru til vandræða og þeim þarf að refsa." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
"Konur í fangelsum á Íslandi eru verr settar en karlfangar," segir Margrétar Sæmundsdóttur deildarsérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Í grein sem hún ritar í Verndarblaðið, sem fjallar um afbrot, fanga og fangelsismál, fjallar Margrét um félagslega stöðu kvenfanga á Íslandi . Á hverju ári sitja um tíu til fimmtán konur í fangelsi á Íslandi, sem er um fimm til sex prósent af heildarfjölda fanga. Flestar sitja þær inni fyrir þjófnað og skjalafals en undanfarin ár hafa fíkniefnabrot færst í aukana. í greininni leggur Margrét út af árskýrslum Fangelsismálastofnunar og segir niðurstöður þeirra benda til að konur í íslenskum fangelsum séu bæði félagslega og heilsufarslega verr staddar en karlfangar. Konur í fangelsum eigi yfirleitt við meiri vímuefnavanda að stríða en karlar og meðferðarsaga þeirra er lengri, margar þjást af andlegum sjúkdómum eða hafa misst forræði yfir börnum sínum, en um 70 prósent kvenfanga eru mæður. Þá helmingi fleiri konur þunglyndar en karlar eða um 50 prósent. Á Íslandi eru fimm afplánunarfangelsi en konur geta aðeins tekið út refsingu í Kópavogsfangelsi. Þar eru minni möguleikar til náms, starfs og tómstundariðkunar en til dæmis á Kvíabryggju og Litla Hrauni sem Margrét segir að sé hreint kynjamisrétti. Hún leggur til að fangelsin verði samnýtt fyrir bæði kynin þannig að deildir verði aðskildar en nám og starf sameiginlegt og segir að reynslan af því að vista bæði kyn á sama stað sé góð. Að sögn Margrétar er erfitt að skýra hvers vegna konur í fangelsum séu mun færri en karlar. "Það eru margar tilgátur uppi og sjálfsagt er orsakasamhengi á milli þeirra. Ein hugmyndin er til dæmis sú að konur séu aldar upp við meiri ábyrgð og brjóti því síður af sér. Samkvæmt annarri kenningu hefur dómsvaldið tilhneigingu til að sjá málin þannig að konur sem fremja afbrot eigi við vandamál að stríða og það beri fyrst og fremst að aðstoða þær, en karlmenn sem fremja afbrot eru til vandræða og þeim þarf að refsa."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira