Tekur framhaldsskólann á 2 árum 5. janúar 2005 00:01 "Það er frekar erfitt að vakna snemma svona fyrst eftir jólafríið," segir Þykkvabæingurinn Ragnhildur Sigurbjartsdóttir, sem þó var mætt galvösk í skólann í gærmorgun. Enda dugar ekkert slór þar sem skólinn heitir Hraðbraut og hóf göngu sína í ágúst 2003. Ragnhildur var með frá upphafi og verður því meðal fyrstu stúdentanna sem útskrifast þaðan eftir tveggja ára nám ef allt fer eftir áætlun. Henni finnst þetta ekki mikið mál og kveðst alveg eiga líf fyrir utan skólann. "Maður verður bara að skipuleggja sig vel," segir hún og útskýrir fyrirkomulagið í skólanum. "Hér er sambland af bekkjar- og áfangakerfi og kennt á náttúrufræði- og málabraut. Skóladagurinn er frá 8.30-16.15 alla daga og við eigum ekki að þurfa að læra heima nema við séum með ritgerðir eða önnur stærri verkefni. Kennslan er þrjá daga vikunnar en hina tvo situr fólk yfir okkur þar sem við erum að læra. Við tökum þrjú fög fyrir í einu, lærum þau í fjórar vikur og í fimmtu vikunni eru lokapróf í þeim. Í sjöttu vikunni eru upptökupróf fyrir þá sem falla en hinir eru í fríi." Allt hljómar þetta vel en hvað liggur á og hvað kostar pakkinn? "Þetta eru algengar spurningar," segir Ragnhildur rólega og svarar þeim svo frá sínum bæjardyrum. "Mér finnst bara fínt að klára þetta á tveimur árum fyrst það er hægt. Sumir spyrja hvernig ég tími að missa af tveimur skemmtilegum skólaárum en ég lít ekki svo á að ég sé að missa af neinu og þó svo að 190 þúsund fari í skólagjöld á ári fyrir utan skólabækur þá er það fljótt að vinnast upp ef maður kemst tveimur árum fyrr í háskóla eða út á vinnumarkaðinn. Auk þess kostar alltaf mikið fyrir fólk utan af landi að vera í framhaldsskóla." En hver skyldi svo stefnan vera að stúdentsprófi loknu hjá þessari einörðu skólastúlku? "Ég ætla að fá mér vinnu næsta haust og taka eitthvað pínulítið í háskóla með til þess að kynnast honum," svarar hún og hraðar sér í næstu kennslustund. Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Það er frekar erfitt að vakna snemma svona fyrst eftir jólafríið," segir Þykkvabæingurinn Ragnhildur Sigurbjartsdóttir, sem þó var mætt galvösk í skólann í gærmorgun. Enda dugar ekkert slór þar sem skólinn heitir Hraðbraut og hóf göngu sína í ágúst 2003. Ragnhildur var með frá upphafi og verður því meðal fyrstu stúdentanna sem útskrifast þaðan eftir tveggja ára nám ef allt fer eftir áætlun. Henni finnst þetta ekki mikið mál og kveðst alveg eiga líf fyrir utan skólann. "Maður verður bara að skipuleggja sig vel," segir hún og útskýrir fyrirkomulagið í skólanum. "Hér er sambland af bekkjar- og áfangakerfi og kennt á náttúrufræði- og málabraut. Skóladagurinn er frá 8.30-16.15 alla daga og við eigum ekki að þurfa að læra heima nema við séum með ritgerðir eða önnur stærri verkefni. Kennslan er þrjá daga vikunnar en hina tvo situr fólk yfir okkur þar sem við erum að læra. Við tökum þrjú fög fyrir í einu, lærum þau í fjórar vikur og í fimmtu vikunni eru lokapróf í þeim. Í sjöttu vikunni eru upptökupróf fyrir þá sem falla en hinir eru í fríi." Allt hljómar þetta vel en hvað liggur á og hvað kostar pakkinn? "Þetta eru algengar spurningar," segir Ragnhildur rólega og svarar þeim svo frá sínum bæjardyrum. "Mér finnst bara fínt að klára þetta á tveimur árum fyrst það er hægt. Sumir spyrja hvernig ég tími að missa af tveimur skemmtilegum skólaárum en ég lít ekki svo á að ég sé að missa af neinu og þó svo að 190 þúsund fari í skólagjöld á ári fyrir utan skólabækur þá er það fljótt að vinnast upp ef maður kemst tveimur árum fyrr í háskóla eða út á vinnumarkaðinn. Auk þess kostar alltaf mikið fyrir fólk utan af landi að vera í framhaldsskóla." En hver skyldi svo stefnan vera að stúdentsprófi loknu hjá þessari einörðu skólastúlku? "Ég ætla að fá mér vinnu næsta haust og taka eitthvað pínulítið í háskóla með til þess að kynnast honum," svarar hún og hraðar sér í næstu kennslustund.
Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira