Aftaka á Öxinni og jörðinni 28. desember 2004 00:01 Jólaleikrit Þjóðleikhússins fær afar óblíðar viðtökur gagnrýnenda. Þeir segja verkið steindautt, gamaldags og andvana fætt og að það skorti þá stemmningu og spennu sem fyrirmynd leikgerðarinnar hafði. Sýningin sé dapurlegur viðskilnaður núverandi þjóðleikhússtjóra við Þjóðleikhúsið. Gagnrýnandi Ríkisútvarpsins segir sýninguna stórglæsilega en leikstjórnina einhæfa og að sýningin nái ekki stórkostlegri stemmningu og spennu skáldsögunnar. Morgunblaðið segir að leikstjórinn, Hilmar Jónsson, sem einnig gerði leikgerðina, ráði ekki við þetta verk og óskiljanlegt að þjóðleikhússtjóri skuli hafa falið honum þessa vinnu á svo skömmum tíma. Gagnrýnandinn segir það dapurlegan viðskilnað þjóðleikhússtjóra, sem lætur af störfum eftir þrjá daga, að dæma áhorfendur til að sitja undir þessari sótthreinsuðu myndasýningu frá 16. öld í stað þess að ögra þeim til að hugsa. Gagnrýnandi DV segir sýninguna steindauða frá upphafi til enda, gamaldags og þunglamalega. Sýningin sé talandi tákn um hóp listamanna sem sé í vörslu pólitískt skipaðra pótentáta sem hagi seglum eftir vindi til að koma ekki við neinn. Hún sé lýsandi um drepleiðinlega og steindauða leiklist sem skipti engu máli. Hún er kauðsk, snertir áhorfanda ekkert og er hvernig sem á er litið sóun á tíma og tækifærum. Hún er dæmi um ástand sem er óþolandi og verður að breyta. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur finnst verkið ekki nógu vel heppnað. Bæði sé verkið sjálft ekki hentugt til úrvinnslu og leikgerðin ansi flöt En skyldi sýningin vera dauðadæmd með slíka dóma á bakinu? Jóni finnst sýningin andvana fædd en hitt sé annað mál að Jón Arason sé feikilega spennandi og áhugavert yrkisefni þó Ólafur Gunnarsson ráði ekki við hann. „Ég get vel trúað því að fólk eigi eftir að fara að sjá þessa sýningu og ég vil í sjálfu sér alls ekki draga neitt úr því,“ segir Jón Viðar. Fréttastofan náði ekki í Hilmar Jónsson til að spyrja hann út í þessa neikvæðu gagnrýni. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um hana - sagði gagnrýnendur menn sem hefðu fullan rétt á að tjá skoðanir sínar. Hann tók þó fram að sýningin hefði fengið geysigóðar viðtökur á frumsýningarkvöld annan jóladag. Leikhús Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Sjá meira
Jólaleikrit Þjóðleikhússins fær afar óblíðar viðtökur gagnrýnenda. Þeir segja verkið steindautt, gamaldags og andvana fætt og að það skorti þá stemmningu og spennu sem fyrirmynd leikgerðarinnar hafði. Sýningin sé dapurlegur viðskilnaður núverandi þjóðleikhússtjóra við Þjóðleikhúsið. Gagnrýnandi Ríkisútvarpsins segir sýninguna stórglæsilega en leikstjórnina einhæfa og að sýningin nái ekki stórkostlegri stemmningu og spennu skáldsögunnar. Morgunblaðið segir að leikstjórinn, Hilmar Jónsson, sem einnig gerði leikgerðina, ráði ekki við þetta verk og óskiljanlegt að þjóðleikhússtjóri skuli hafa falið honum þessa vinnu á svo skömmum tíma. Gagnrýnandinn segir það dapurlegan viðskilnað þjóðleikhússtjóra, sem lætur af störfum eftir þrjá daga, að dæma áhorfendur til að sitja undir þessari sótthreinsuðu myndasýningu frá 16. öld í stað þess að ögra þeim til að hugsa. Gagnrýnandi DV segir sýninguna steindauða frá upphafi til enda, gamaldags og þunglamalega. Sýningin sé talandi tákn um hóp listamanna sem sé í vörslu pólitískt skipaðra pótentáta sem hagi seglum eftir vindi til að koma ekki við neinn. Hún sé lýsandi um drepleiðinlega og steindauða leiklist sem skipti engu máli. Hún er kauðsk, snertir áhorfanda ekkert og er hvernig sem á er litið sóun á tíma og tækifærum. Hún er dæmi um ástand sem er óþolandi og verður að breyta. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur finnst verkið ekki nógu vel heppnað. Bæði sé verkið sjálft ekki hentugt til úrvinnslu og leikgerðin ansi flöt En skyldi sýningin vera dauðadæmd með slíka dóma á bakinu? Jóni finnst sýningin andvana fædd en hitt sé annað mál að Jón Arason sé feikilega spennandi og áhugavert yrkisefni þó Ólafur Gunnarsson ráði ekki við hann. „Ég get vel trúað því að fólk eigi eftir að fara að sjá þessa sýningu og ég vil í sjálfu sér alls ekki draga neitt úr því,“ segir Jón Viðar. Fréttastofan náði ekki í Hilmar Jónsson til að spyrja hann út í þessa neikvæðu gagnrýni. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um hana - sagði gagnrýnendur menn sem hefðu fullan rétt á að tjá skoðanir sínar. Hann tók þó fram að sýningin hefði fengið geysigóðar viðtökur á frumsýningarkvöld annan jóladag.
Leikhús Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Sjá meira