Innlent

Ánægð með kjarasamningi leikskóla

Enn vantar upp á að jafna laun leikskólakennara að kjörum grunnskólakennara, segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara. Á það verði stefnt með næstu samningum árið 2006. "Við fundum greinilega fyrir ákveðnum skilningi hinum megin við borðið. Í þessum samningi er skrefið stigið í rétta átt en það verður að hafa í huga að samningurinn sem grunnskólinn gerði er til ársins 2008. Þannig að við væntum þess að samningurinn sem við gerum næst skili okkur því markmiði sem við settum okkur upphaflega." Helstu breytingar í samningnum segir Björg vera, fyrir utan beinar launahækkanir, fastlaunasamningur fyrir leikskólastjóra sem hafi verið á stefnuskrá félagsins í mörg ár. Mótframlag í séreignarsparnað, aukið framlag í vísindasjóð, áhersla orlofsdaga fyrr en áður og margt smátt sem skipti máli. "Ég er ánægð með samninginn miðað við lengd hans. Gott skref hefur verið tekið," segir Björg: "En auðvitað er það alltaf þannig að maður hefði viljað sjá meira.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×