Siðlaus stefna stjórnvalda 22. desember 2004 00:01 Hörð gagnrýni er uppi á nýjar hækkanir Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra, á komugjöldum vegna heimsókna til lækna á heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir. Þær taka gildi um áramót. "Þetta er bein afleiðing á skattastefnu ríkisstjórnarinnar," sagði Ögmundur Jónasson alþingismaður og bætti við að þessar hækkanir væru að eiga sér stað á sama tíma og ríkisstjórnin væri að létta stórlega sköttum af heilbrigði hátekjufólki. "Þetta er siðlaus stefna og kaldar jólakveðjur til fólks sem á við heilsubrest að stríða," sagði Ögmundur. Heilbrigðisráðherra bendir á að um sé að ræða breytingar i samræmi við fjárlög 2005, en samkvæmt þeim sé gert ráð fyrir 46,8 milljóna króna hækkun sértekna hjá heilsugæslustöðvum og heilsugæslusviðum heilbrigðisstofnana. Þá hafi sértekjuáætlun Landspítala háskólasjúkrahúss verið hækkuð í fjárlögum næsta árs í 52,1 milljónir króna og breytist gjaldskrá á sjúkrahúsum í samræmi við þetta. Hann bendir jafnframt á að almennu komugjöldin á heilsugæslustöðvunum verði 1. janúar 2005 þau sömu í krónum og þau voru á árunum 1997 til 2000, en neysluverðvísitalan hefur hækkað um tæplega 34 prósent frá 1997. Hefðu komugjöldin fylgt þróun neysluverðsvísitölu væru þau nú 937 krónur. "Ríkisstjórnin herjar á fólk og heimtar að það borgi fyrir aðhlynningu í velferðarþjónustunni," sagði Ögmundur, sem bætti við að hann teldi slæmt hve langt væri í kosningar. "Ég er sannfærður um að Íslendingar vilja þetta ekki. Þeir vilja ekki forgangsröðun af þessu tagi. Það hafa margar kannanir leitt í ljós." Hann kvaðst óttast að landsmenn ættu eftir að sjá meira af þessu tagi, til að mynda í formi enn meira sveltis gagnvart heilbrigðisstofnunum landsins. Sér sýndist það þegar vera farið að bitna á starfsfólki og þar af leiðandi á þjónustunni. HÆKKANIR Á LÆKNINGAGJÖLDUM Voru Verða Komugjöld á heilsugæslustöðvar 600 700 Öryrkjar/aldraðir /börn 300 350 Komugjöld utan dagvinnutíma 1.500 1.750 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Vitjanir lækna 1.600 1.850 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Krabbameinsleit á heilsugæslu 2.500 2.600 Heimsókn á slysadeild 3.210 3.320 Koma á göngudeild 1.721 1.777 Keiluskurðaðgerð 5.100 5.280 Hjartaþræðing 5.100 5.280 Sjúkraflutningar 3.400 3.500 Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Hörð gagnrýni er uppi á nýjar hækkanir Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra, á komugjöldum vegna heimsókna til lækna á heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir. Þær taka gildi um áramót. "Þetta er bein afleiðing á skattastefnu ríkisstjórnarinnar," sagði Ögmundur Jónasson alþingismaður og bætti við að þessar hækkanir væru að eiga sér stað á sama tíma og ríkisstjórnin væri að létta stórlega sköttum af heilbrigði hátekjufólki. "Þetta er siðlaus stefna og kaldar jólakveðjur til fólks sem á við heilsubrest að stríða," sagði Ögmundur. Heilbrigðisráðherra bendir á að um sé að ræða breytingar i samræmi við fjárlög 2005, en samkvæmt þeim sé gert ráð fyrir 46,8 milljóna króna hækkun sértekna hjá heilsugæslustöðvum og heilsugæslusviðum heilbrigðisstofnana. Þá hafi sértekjuáætlun Landspítala háskólasjúkrahúss verið hækkuð í fjárlögum næsta árs í 52,1 milljónir króna og breytist gjaldskrá á sjúkrahúsum í samræmi við þetta. Hann bendir jafnframt á að almennu komugjöldin á heilsugæslustöðvunum verði 1. janúar 2005 þau sömu í krónum og þau voru á árunum 1997 til 2000, en neysluverðvísitalan hefur hækkað um tæplega 34 prósent frá 1997. Hefðu komugjöldin fylgt þróun neysluverðsvísitölu væru þau nú 937 krónur. "Ríkisstjórnin herjar á fólk og heimtar að það borgi fyrir aðhlynningu í velferðarþjónustunni," sagði Ögmundur, sem bætti við að hann teldi slæmt hve langt væri í kosningar. "Ég er sannfærður um að Íslendingar vilja þetta ekki. Þeir vilja ekki forgangsröðun af þessu tagi. Það hafa margar kannanir leitt í ljós." Hann kvaðst óttast að landsmenn ættu eftir að sjá meira af þessu tagi, til að mynda í formi enn meira sveltis gagnvart heilbrigðisstofnunum landsins. Sér sýndist það þegar vera farið að bitna á starfsfólki og þar af leiðandi á þjónustunni. HÆKKANIR Á LÆKNINGAGJÖLDUM Voru Verða Komugjöld á heilsugæslustöðvar 600 700 Öryrkjar/aldraðir /börn 300 350 Komugjöld utan dagvinnutíma 1.500 1.750 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Vitjanir lækna 1.600 1.850 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Krabbameinsleit á heilsugæslu 2.500 2.600 Heimsókn á slysadeild 3.210 3.320 Koma á göngudeild 1.721 1.777 Keiluskurðaðgerð 5.100 5.280 Hjartaþræðing 5.100 5.280 Sjúkraflutningar 3.400 3.500
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira