Eggjakaup af konum á gráu svæði 15. desember 2004 00:01 Ekkert í lögum bannar að egg til tæknifrjóvgunar séu keypt af konum, eins og fyrirhugað er að gera hér á landi. Hins vegar segir Sigurður Guðmundsson landlæknir það afar umdeilanlegt. Það er einkarekna tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica sem ákveðið hefur að bjóða konum greiðslu fyrir egg þar sem skortur er á þeim. "Það er ekki bannað í lögum um tæknifrjóvgun að taka gjald fyrir svona nokkuð," sagði landlæknir. "Hins vegar er mjög óvenjulegt að við, í þessu umhverfi sem við hrærumst í á Íslandi, greiðum fyrir gjafir á lífsýnum af þessu tagi. Það er að vísu ekki heldur bannað í lögum um lífsýni, sem taka til lífsýna og lífsýnabanka, að greiða gjafa fyrir sýnið. Hins vegar má bankinn sjálfur einungis rukka gjald til að standa undir kostnaði við öflun og umönnun sýnisins, en ekkert umfram það." Landlæknir benti á að ekki væri greitt fyrir blóðgjafir hér á landi, jafnvel þótt það væri ekki beinlínis bannað með lögum. "Mér finnst persónulega að það sé umhugsunarefni og afar umdeilanlegt mál að kaupa egg í þessu skyni, þar sem við greiðslum ekki fyrir blóðgjafir og munum vonandi aldrei gera." Landlæknir kvaðst telja sjálfsagt að greiða gjöfurum fyrir vinnutap, óþægindi og kostnað sem af því hlytist að gefa egg. En hvað varðaði beinar greiðslur bæri að fara varlega í ljósi þess samfélags sem menn byggju í. Hann benti enn fremur á að heilbrigt fólk tæki þátt í vísindarannsóknum sem sjálfboðaliðar. Í slíkum tilvikum hefðu rannsóknarmenn stundum greitt þátttakendum. Þær greiðslur ættu að koma gegn kostnaði, tíma og fleiru af því tagi. Ef sjúklingar tækju þátt í slíkri rannsókn væri ekki greitt fyrir það. Þetta væri vinnuvenjan hér á landi. "Á sama hátt myndi ég vilja sjá eggjagjöfum fyrir komið. Sé greitt fyrir þær sé það til að koma til móts við kostnað, vinnutap ef eitthvað er, en ekki sem umbun til þess að fjölga eggjagjöfum. Það finnst mér vera á mjög gráu svæði," sagði landlæknir sem kvaðs embættið myndu ræða málið á almennum nótum við fyrirtækið. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Ekkert í lögum bannar að egg til tæknifrjóvgunar séu keypt af konum, eins og fyrirhugað er að gera hér á landi. Hins vegar segir Sigurður Guðmundsson landlæknir það afar umdeilanlegt. Það er einkarekna tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica sem ákveðið hefur að bjóða konum greiðslu fyrir egg þar sem skortur er á þeim. "Það er ekki bannað í lögum um tæknifrjóvgun að taka gjald fyrir svona nokkuð," sagði landlæknir. "Hins vegar er mjög óvenjulegt að við, í þessu umhverfi sem við hrærumst í á Íslandi, greiðum fyrir gjafir á lífsýnum af þessu tagi. Það er að vísu ekki heldur bannað í lögum um lífsýni, sem taka til lífsýna og lífsýnabanka, að greiða gjafa fyrir sýnið. Hins vegar má bankinn sjálfur einungis rukka gjald til að standa undir kostnaði við öflun og umönnun sýnisins, en ekkert umfram það." Landlæknir benti á að ekki væri greitt fyrir blóðgjafir hér á landi, jafnvel þótt það væri ekki beinlínis bannað með lögum. "Mér finnst persónulega að það sé umhugsunarefni og afar umdeilanlegt mál að kaupa egg í þessu skyni, þar sem við greiðslum ekki fyrir blóðgjafir og munum vonandi aldrei gera." Landlæknir kvaðst telja sjálfsagt að greiða gjöfurum fyrir vinnutap, óþægindi og kostnað sem af því hlytist að gefa egg. En hvað varðaði beinar greiðslur bæri að fara varlega í ljósi þess samfélags sem menn byggju í. Hann benti enn fremur á að heilbrigt fólk tæki þátt í vísindarannsóknum sem sjálfboðaliðar. Í slíkum tilvikum hefðu rannsóknarmenn stundum greitt þátttakendum. Þær greiðslur ættu að koma gegn kostnaði, tíma og fleiru af því tagi. Ef sjúklingar tækju þátt í slíkri rannsókn væri ekki greitt fyrir það. Þetta væri vinnuvenjan hér á landi. "Á sama hátt myndi ég vilja sjá eggjagjöfum fyrir komið. Sé greitt fyrir þær sé það til að koma til móts við kostnað, vinnutap ef eitthvað er, en ekki sem umbun til þess að fjölga eggjagjöfum. Það finnst mér vera á mjög gráu svæði," sagði landlæknir sem kvaðs embættið myndu ræða málið á almennum nótum við fyrirtækið.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira