Eiginkonan reyndi endurlífgun 13. desember 2004 00:01 Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gær vegna mannsins sem lést eftir þungt höfuðhögg á sveitakránni Áslák í Mosfellsbæ um helgina. "Hann var vinur okkar, kær vinur okkar allra í sveitinni," sagði Guðmundur Halldórsson, einn af eigendum staðarins, en starfsmenn fengu áfallahjálp á sveitakránni í gær. Bráðabirgðaniðurstaða úr réttarkrufningu vegna árásarinnar í Mosfellsbænum um helgina liggur fyrir í dag eða á morgun. Hálfþrítugur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag en hann hefur játað að hafa lent í átökum. Ungi maðurinn gaf hinum látna högg á kjálka nærri eyra þegar hann var að bægja frá gestum svo að næðist að sópa upp glerbrot í anddyri. Björn Ingi Ragnarsson var með foreldrum sínum og frænku á sveitakránni umrætt kvöld. Hann sá ekki árásina en segir að glas hafi brotnað og faðir sinn stoppað fólk í dyrunum svo að það gengi ekki í glerbrotunum. "Ég veit ekki hvort pabbi hefur rekist utan í þennan mann en hann fékk kjaftshögg og lá eftir það. Hann vaknaði ekkert aftur. Ég sá þetta ekki en móðir mín er hjúkrunarfræðingur. Hún reyndi að blása lífi í hann og svo tóku við vinir föður míns og starfsmaður Ásláks, kokkurinn á staðnum. Þeir reyndu endurlífganir," sagði hann. Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur á slysadeild, segist ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna atvik en það megi öllum ljóst vera að það sé varúðarvert að fá högg á höfuðið. Höfuðkúpan sé þunn ofan við eyra og geti t.d. brotnað auðveldlega. Þar undir sé stór æð sem skerist mjög auðveldlega. "Þetta getur gerst hratt, blæðingin er það mikil og heilinn hefur ekki pláss inni í höfuðkúpunni. Hann þrýstir mænukylfunni niður gegnum höfuðkúpuopið og viðkomandi deyr. Það er eitt af því sem getur gerst," segir hún. Maðurinn sem lést heitir Ragnar Björnsson. Hann var 55 ára gamall, fæddur 3. janúar 1949, til heimilis að Efri-Reykjum í Mosfellsbæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ástu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og þrjá syni. Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gærkvöld. Mikil samkennd ríkir meðal íbúa Mosfellsbæjar vegna hörmulegs fráfalls Ragnars Björnssonar.MINNINGARSTUND Í LÁGAFELLSKIRKJU. Ættingjar og vinir Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa fengið höfuðhögg á sveitakránni Ásláki aðfaranótt sunnudags, komu saman í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í gærkvöld þar sem fram fór bænastund. Fjölskylda Ragnars heimilaði myndatökur við minningarathöfnina. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gær vegna mannsins sem lést eftir þungt höfuðhögg á sveitakránni Áslák í Mosfellsbæ um helgina. "Hann var vinur okkar, kær vinur okkar allra í sveitinni," sagði Guðmundur Halldórsson, einn af eigendum staðarins, en starfsmenn fengu áfallahjálp á sveitakránni í gær. Bráðabirgðaniðurstaða úr réttarkrufningu vegna árásarinnar í Mosfellsbænum um helgina liggur fyrir í dag eða á morgun. Hálfþrítugur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag en hann hefur játað að hafa lent í átökum. Ungi maðurinn gaf hinum látna högg á kjálka nærri eyra þegar hann var að bægja frá gestum svo að næðist að sópa upp glerbrot í anddyri. Björn Ingi Ragnarsson var með foreldrum sínum og frænku á sveitakránni umrætt kvöld. Hann sá ekki árásina en segir að glas hafi brotnað og faðir sinn stoppað fólk í dyrunum svo að það gengi ekki í glerbrotunum. "Ég veit ekki hvort pabbi hefur rekist utan í þennan mann en hann fékk kjaftshögg og lá eftir það. Hann vaknaði ekkert aftur. Ég sá þetta ekki en móðir mín er hjúkrunarfræðingur. Hún reyndi að blása lífi í hann og svo tóku við vinir föður míns og starfsmaður Ásláks, kokkurinn á staðnum. Þeir reyndu endurlífganir," sagði hann. Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur á slysadeild, segist ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna atvik en það megi öllum ljóst vera að það sé varúðarvert að fá högg á höfuðið. Höfuðkúpan sé þunn ofan við eyra og geti t.d. brotnað auðveldlega. Þar undir sé stór æð sem skerist mjög auðveldlega. "Þetta getur gerst hratt, blæðingin er það mikil og heilinn hefur ekki pláss inni í höfuðkúpunni. Hann þrýstir mænukylfunni niður gegnum höfuðkúpuopið og viðkomandi deyr. Það er eitt af því sem getur gerst," segir hún. Maðurinn sem lést heitir Ragnar Björnsson. Hann var 55 ára gamall, fæddur 3. janúar 1949, til heimilis að Efri-Reykjum í Mosfellsbæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ástu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og þrjá syni. Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gærkvöld. Mikil samkennd ríkir meðal íbúa Mosfellsbæjar vegna hörmulegs fráfalls Ragnars Björnssonar.MINNINGARSTUND Í LÁGAFELLSKIRKJU. Ættingjar og vinir Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa fengið höfuðhögg á sveitakránni Ásláki aðfaranótt sunnudags, komu saman í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í gærkvöld þar sem fram fór bænastund. Fjölskylda Ragnars heimilaði myndatökur við minningarathöfnina. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira