Allt í einu skíðlogaði allt! 13. desember 2004 00:01 Hlynur Hreiðarsson vélvirki var að slípa og sjóða saman rör fyrir Hitaveitu Suðurnesja ásamt öðrum vélvirkja þegar neisti fór úr slípirokk í nálæga tunnu fulla af olíu við útvegg vélsmiðjunnar. Eldurinn blossaði upp. Nálægt olíutunnunni voru málningarafgangar og þar héngu líka vinnugallar. Vélsmiðirnir gripu nálæg slökkvitæki og tæmdu þau en allt kom fyrir ekki. Húsið varð alelda á örskammri stundu. "Allt í einu skíðlogaði allt. Það var eldhaf. Við reyndum að beita slökkvitækjum en hringdum svo í slökkviliðið," sagði Hlynur eftir hádegi í gær þegar hann var mættur aftur í vinnu eftir að hafa farið heim um morguninn og lagt sig. "Þetta var skelfilegt. Þetta gerðist ansi hratt. Maður er í sjokki. Ég skil ekki hvernig þetta hefur gerst. Eldurinn hlýtur að hafa náð í eitthvað sem vanalega næst ekki í," sagði hann. "Það var pollur á gólfinu og allt í einu skíðlogaði allt." Eldurinn kom upp um fimmleytið í fyrrinótt þegar vélvirkjarnir voru að klára verkið. Hlynur segir að á nokkrum sekúndum hafi þeir séð að ekki yrði neitt við eldinn ráðið og flýttu þeir sér þá út úr húsinu. Slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar. Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar, segir að að mestu leyti hafi verið búið að slökkva eldinn þegar hann hafi komið á staðinn í gærmorgun. Hann telur að tjónið hlaupi að minnsta kosti á tugum milljóna króna. Húsinu verði lokað, bráðabirgðarafmagn tengt í það og hita komið á svo að hægt verði að hefja störf. Grindin sé að mestu heil en það taki nokkra mánuði að taka alla klæðningu utan af húsinu og klæða það upp á nýtt auk þess sem það þurfi að hreinsa húsið og endurnýja að innan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Hlynur Hreiðarsson vélvirki var að slípa og sjóða saman rör fyrir Hitaveitu Suðurnesja ásamt öðrum vélvirkja þegar neisti fór úr slípirokk í nálæga tunnu fulla af olíu við útvegg vélsmiðjunnar. Eldurinn blossaði upp. Nálægt olíutunnunni voru málningarafgangar og þar héngu líka vinnugallar. Vélsmiðirnir gripu nálæg slökkvitæki og tæmdu þau en allt kom fyrir ekki. Húsið varð alelda á örskammri stundu. "Allt í einu skíðlogaði allt. Það var eldhaf. Við reyndum að beita slökkvitækjum en hringdum svo í slökkviliðið," sagði Hlynur eftir hádegi í gær þegar hann var mættur aftur í vinnu eftir að hafa farið heim um morguninn og lagt sig. "Þetta var skelfilegt. Þetta gerðist ansi hratt. Maður er í sjokki. Ég skil ekki hvernig þetta hefur gerst. Eldurinn hlýtur að hafa náð í eitthvað sem vanalega næst ekki í," sagði hann. "Það var pollur á gólfinu og allt í einu skíðlogaði allt." Eldurinn kom upp um fimmleytið í fyrrinótt þegar vélvirkjarnir voru að klára verkið. Hlynur segir að á nokkrum sekúndum hafi þeir séð að ekki yrði neitt við eldinn ráðið og flýttu þeir sér þá út úr húsinu. Slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar. Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar, segir að að mestu leyti hafi verið búið að slökkva eldinn þegar hann hafi komið á staðinn í gærmorgun. Hann telur að tjónið hlaupi að minnsta kosti á tugum milljóna króna. Húsinu verði lokað, bráðabirgðarafmagn tengt í það og hita komið á svo að hægt verði að hefja störf. Grindin sé að mestu heil en það taki nokkra mánuði að taka alla klæðningu utan af húsinu og klæða það upp á nýtt auk þess sem það þurfi að hreinsa húsið og endurnýja að innan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira