Fór ekki niður af svölum hússins 9. desember 2004 00:01 Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, hefur staðfest þetta en segir það að mestu vera formsatriði sem gefi manninum kost á lögmanni og að þannig geti lögreglan hagað yfirheyrslum öðruvísi. Björn segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir. Ekkert við rannsókn málsins bendir til að maðurinn hafi farið út um svalir á annarri hæð hússins eins og talið var í fyrstu. Í ljós hefur komið að hann var síðastur út úr stofunni þar sem eldurinn er talinn hafa kviknað. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hann komst út úr húsinu en nokkuð víst þykir að það hafi verið út um aðaldyr hússins eða bakdyr þess. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn stóð maðurinn sótugur fyrir utan húsið. Hann segist ekkert muna eftir atburðum morgunsins. Stúlka sem stökk út um glugga á brennandi húsinu í fang nágranna hafði farið að sofa um klukkan tíu um morguninn. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði hún tekið til í stofu hússins áður en hún fór að sofa. Hún tók bjórdósir og öskubakka og færði fram í eldhús en þá voru hinn látni og maðurinn sofandi í stofunni. Þetta fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Eldurinn er talinn hafa komið upp á hálftíma til fjörtíu og fimm mínútum því enginn eldur var í stofunni klukkan tíu. Reyndur rannsóknarlögreglumaður sem blaðið ræddi við segir það of skamman tíma til að svo mikill eldur geti myndast af sígarettuglóð. Nokkur munur er á því að gefa skýrslu hjá lögreglu sem vitni eða með réttarstöðu grunaðs manns. Refsivert er fyrir vitni að segja ósatt frá í skýrslutöku en ekki fyrir þann sem hefur réttarstöðu grunaðs manns. Sá hefur líka þann kost að svara ekki spurningum sem lagðar eru fyrir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, hefur staðfest þetta en segir það að mestu vera formsatriði sem gefi manninum kost á lögmanni og að þannig geti lögreglan hagað yfirheyrslum öðruvísi. Björn segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir. Ekkert við rannsókn málsins bendir til að maðurinn hafi farið út um svalir á annarri hæð hússins eins og talið var í fyrstu. Í ljós hefur komið að hann var síðastur út úr stofunni þar sem eldurinn er talinn hafa kviknað. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hann komst út úr húsinu en nokkuð víst þykir að það hafi verið út um aðaldyr hússins eða bakdyr þess. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn stóð maðurinn sótugur fyrir utan húsið. Hann segist ekkert muna eftir atburðum morgunsins. Stúlka sem stökk út um glugga á brennandi húsinu í fang nágranna hafði farið að sofa um klukkan tíu um morguninn. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði hún tekið til í stofu hússins áður en hún fór að sofa. Hún tók bjórdósir og öskubakka og færði fram í eldhús en þá voru hinn látni og maðurinn sofandi í stofunni. Þetta fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Eldurinn er talinn hafa komið upp á hálftíma til fjörtíu og fimm mínútum því enginn eldur var í stofunni klukkan tíu. Reyndur rannsóknarlögreglumaður sem blaðið ræddi við segir það of skamman tíma til að svo mikill eldur geti myndast af sígarettuglóð. Nokkur munur er á því að gefa skýrslu hjá lögreglu sem vitni eða með réttarstöðu grunaðs manns. Refsivert er fyrir vitni að segja ósatt frá í skýrslutöku en ekki fyrir þann sem hefur réttarstöðu grunaðs manns. Sá hefur líka þann kost að svara ekki spurningum sem lagðar eru fyrir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira