Stakk mann með skærum 8. desember 2004 00:01 Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkmasárásir og frelsissviptingu í október í fyrra. Hann sótti annan mann í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði ítrekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í fyrri árásinni réðst maðurinn að manni sem hafði ekið á eftir honum í Þingholtunum í Reykjavík. Hann sparkaði í höfuð mannsins og sló hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut áverka. Seinni árásin var viku síðar en þá fór árásarmaðurinn og sótti 26 ára mann í vinnuna. Hann fékk manninn með sér út á bílaplan og upp í bíl. Þaðan ók hann með manninn í Fossvoginn þar sem vitni sáu hann draga manninn á hárinu út úr bílnum og inn í kjarr. Nokkru síðar sáu vitnin þá koma úr kjarrinu og var sá sem ráðist hafði verið á alblóðugur. Báðir fóru mennirnir aftur inn í bílinn og sótti árásarmaðurinn handklæði í skott bílsins fyrir fórnarlambið. Mennirnir sátu báðir inni í bílnum þegar lögregla koma á vettvang og var árásarmaðurinn handtekinn eftir að lögreglan sá blóðug skæri aftur í bílnum. Sá sem varð fyrir árásinni var logandi hræddur að sögn lögreglu og að eigin sögn. Síðar vildi hann draga kæruna til baka þar sem hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Fyrir dómi var framburður mannanna á annan veg en hjá lögreglu og virtust þeir allt í einu vera sammála um hvað hafði gerst. Þótti dómnum framburður fórnarlambsins ótrúverðugur en í réttarsal sagðist hann meðal annars hafa sjálfur stungið sig á skærunum. Þá sagðist hann hafa farið sjálfviljugur með árásarmanninum og þeir lent í útistöðum vegna kvennamála. Árásarmaðurinn var einnig dæmdur fyrir ítrekaðan ölvunarakstur í tvö skipti. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár og dæmdur til að greiða 260 þúsund krónur í sekt. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkmasárásir og frelsissviptingu í október í fyrra. Hann sótti annan mann í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði ítrekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í fyrri árásinni réðst maðurinn að manni sem hafði ekið á eftir honum í Þingholtunum í Reykjavík. Hann sparkaði í höfuð mannsins og sló hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut áverka. Seinni árásin var viku síðar en þá fór árásarmaðurinn og sótti 26 ára mann í vinnuna. Hann fékk manninn með sér út á bílaplan og upp í bíl. Þaðan ók hann með manninn í Fossvoginn þar sem vitni sáu hann draga manninn á hárinu út úr bílnum og inn í kjarr. Nokkru síðar sáu vitnin þá koma úr kjarrinu og var sá sem ráðist hafði verið á alblóðugur. Báðir fóru mennirnir aftur inn í bílinn og sótti árásarmaðurinn handklæði í skott bílsins fyrir fórnarlambið. Mennirnir sátu báðir inni í bílnum þegar lögregla koma á vettvang og var árásarmaðurinn handtekinn eftir að lögreglan sá blóðug skæri aftur í bílnum. Sá sem varð fyrir árásinni var logandi hræddur að sögn lögreglu og að eigin sögn. Síðar vildi hann draga kæruna til baka þar sem hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Fyrir dómi var framburður mannanna á annan veg en hjá lögreglu og virtust þeir allt í einu vera sammála um hvað hafði gerst. Þótti dómnum framburður fórnarlambsins ótrúverðugur en í réttarsal sagðist hann meðal annars hafa sjálfur stungið sig á skærunum. Þá sagðist hann hafa farið sjálfviljugur með árásarmanninum og þeir lent í útistöðum vegna kvennamála. Árásarmaðurinn var einnig dæmdur fyrir ítrekaðan ölvunarakstur í tvö skipti. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár og dæmdur til að greiða 260 þúsund krónur í sekt.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira