Nauðganir vopn í stríðsátökum 8. desember 2004 00:01 Friðargæsluliðar og starfsmenn hjálparsamtaka sem ráðnir eru til að vernda almenna borgara hafa misnotað stúlkur og konur sem þeir áttu að vernda, segir meðal annars í nýútkominni skýrslu Amnesty International. Samtökin standa nú fyrir herferð til að stöðva ofbeldi gegn konum. Í skýrslunni segir að nauðganir verði áfram notaðar sem vopn í stríðum þar til ríkisstjórnir og samfélög tryggja jafnan rétt kvenna og binda enda á mismunun. Ofbeldi gegn konum eykst mikið á stríðstímum eins og sögur kvenna sem komist hafa af bera merki um. Þær eru hræddar við að segja frá reynslu sinni og leita réttar síns af ótta við útskúfun og hefnd. "Pabbi sagði mér að fela mig. Þegar hermennirnir komu skutu þeir mömmu og pabba beint fyrir framan augun á mér. Ég faldi mig en hermennirnir fundu mig og nauðguðu mér.... þeir voru margir," segir í skýrslu Amnesty International eftir stúlku frá Kongó. Hún var tíu ára þegar ráðist var á hana og fjölskyldu hennar og nú tveimur árum síðar þjáist hún af verkjum og þunglyndi. Þá segir einnig að stúlkuna langi til að fara aftur í skólann en þorir því ekki af ótta við að hinir krakkarnir stríði henni og kalli hana konu óvinanna. Konur sem misst hafa vernd sem karlkyns ættingjar og samfélög þeirra veita eiga mjög á hættu að verða fyrir kynbundnu ofbeldi eins og nauðgunum. Rannsóknir samtakanna hafa leitt í ljós að konur og stúlkur eru neyddar til kynmaka og fá þá í staðinn að fara í gegnum svæði, fá mat, húsaskjól eða skilríki. Í skýrslunni segir frá viðtali við unga flóttakonu í Gíneu sem þarf að selja sig til að geta fætt sig og barnið sitt og segir hún hjálparstarfsmenn borga betur fyrir þjónustuna. "Þeir borga þrjú hundruð fyrir hvert skipti, en ef ég er heppin og næ í hjálparstarfsmann getur hann borgað mér fimmtán hundruð." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Friðargæsluliðar og starfsmenn hjálparsamtaka sem ráðnir eru til að vernda almenna borgara hafa misnotað stúlkur og konur sem þeir áttu að vernda, segir meðal annars í nýútkominni skýrslu Amnesty International. Samtökin standa nú fyrir herferð til að stöðva ofbeldi gegn konum. Í skýrslunni segir að nauðganir verði áfram notaðar sem vopn í stríðum þar til ríkisstjórnir og samfélög tryggja jafnan rétt kvenna og binda enda á mismunun. Ofbeldi gegn konum eykst mikið á stríðstímum eins og sögur kvenna sem komist hafa af bera merki um. Þær eru hræddar við að segja frá reynslu sinni og leita réttar síns af ótta við útskúfun og hefnd. "Pabbi sagði mér að fela mig. Þegar hermennirnir komu skutu þeir mömmu og pabba beint fyrir framan augun á mér. Ég faldi mig en hermennirnir fundu mig og nauðguðu mér.... þeir voru margir," segir í skýrslu Amnesty International eftir stúlku frá Kongó. Hún var tíu ára þegar ráðist var á hana og fjölskyldu hennar og nú tveimur árum síðar þjáist hún af verkjum og þunglyndi. Þá segir einnig að stúlkuna langi til að fara aftur í skólann en þorir því ekki af ótta við að hinir krakkarnir stríði henni og kalli hana konu óvinanna. Konur sem misst hafa vernd sem karlkyns ættingjar og samfélög þeirra veita eiga mjög á hættu að verða fyrir kynbundnu ofbeldi eins og nauðgunum. Rannsóknir samtakanna hafa leitt í ljós að konur og stúlkur eru neyddar til kynmaka og fá þá í staðinn að fara í gegnum svæði, fá mat, húsaskjól eða skilríki. Í skýrslunni segir frá viðtali við unga flóttakonu í Gíneu sem þarf að selja sig til að geta fætt sig og barnið sitt og segir hún hjálparstarfsmenn borga betur fyrir þjónustuna. "Þeir borga þrjú hundruð fyrir hvert skipti, en ef ég er heppin og næ í hjálparstarfsmann getur hann borgað mér fimmtán hundruð."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira