Vitnisburður breyttist fyrir dómi 8. desember 2004 00:01 Aðeins eitt vitni af sjö hélt sig við kröfu um nafnleynd í sakamáli á hendur Berki Birgissyni, en hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði 31. ágúst síðastliðinn. Nafnleyndin hafði áður verið samþykkt fyrir dómnum, en Hæstiréttur hafnaði nýlega kröfu ákæruvaldsins um að Börkur yrði látinn víkja úr dómsal á meðan vitnaleiðslur færu fram. Þótti flestum vitnum því nafnleyndin til lítils, enda kom fram að Börkur þekkir þann sem hélt sig við nafnleyndina bæði með nafni og í sjón. Vitni sögðu mörg hver að lögreglan hefði við skýrslutökur boðið þeim vitnaleynd samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi og því hafi leyndin almennt verið þegin. Rannsóknarlögreglumaðurinn sem rannsókninni stýrði kom fyrir dóminn og bar að nokkur vitni hefðu lýst því yfir að þau óttuðust hefndaraðgerðir frá Berki og því falast eftir vitnavernd. Því hafi verið tekin ákvörðun um að upplýsa öll vitnin um þennan möguleika og greina frá því að einhverjir hefðu valið þennan kost. "Og undir þessum kringumstæðum gefur næstum allt stafrófið vitni," sagði Kristján Stefánsson, verjandi Barkar og taldi rannsókn málsins hafa verið "í skötulíki," vegna þess að ómögulegt hafi verið að spyrja eitt vitni út í þátt annarra vitna, þar sem allir væru auðkenndir með bókstöfum. Gjörbreytti framburðinum Engu að síður var það svo að eitt vitnanna gjörbreytti framburði sínum frá því sem hann bar við skýrslutökur hjá lögreglu. Sá sagðist hafa greint lögreglu frá atburðarás sem hann hafði eftir öðrum, en vildi nú fyrir réttinum segja satt og rétt frá því sem hann hafi sjálfur orðið vitni að. Hann lýsti því hvernig hann hafi verið á tali við kunningja sinn, en þá heyrt bæði læti og öskur. Vitnið sagðist hafa séð þann sem fyrir árásinni varð útataðan í blóði og Börk, sem ákærður er fyrir árásina, skammt frá. Hann sagði það hafa verið fyrir áeggjan föður sína að hann greindi nú ekki frá öðru en því sem hann hefði sjálfur séð. Það var á vitninu að skilja að eftir árásina hefði tekið sig upp nokkur æsingur meðal vina þess sem fyrir árásinni varð og því frekar verið bætt við, en dregið úr, í vitnisburði hjá lögreglu. Himinn og haf ber í milli í frásögn þeirra sem segjast hafa orðið fyrir árás Barkar á A. Hansen og svo aftur frásögn hans sjálfs. Af framburði vitna, auk þeirra tveggja sem bera áverka eftir árásina, má ráða að Börkur hafi komið inn á veitingastaðinn, haldið beina leið upp á efri hæð eftir stutt orðaskipti við ungann mann sem staðfesti að þar væri fórnarlambið að finna. Þegar upp þröngan stigann var komið, mun Börkur hafa komið nánast í flasið á manninum sem ráðist var á þar sem hann sat ásamt félögum sínum gegnt stigaopinu í sófa undir súð á veitingastaðnum. Þá á Börkur að hafa ráðist að honum og slegið ítrekað með öxinni, að minnsta kosti tvö högg í höfuð þannig að brotnaði inn í ennisholu og svo í handarbak og læri. Einnig er öxin sögð hafa slæmst í höfuð félaga mannsins sem reyndi að ganga á milli þannig að hann fékk skurð sem gekk niður í brjósk eyrans. Sagðist hafa varið sig Börkur segir hins vegar svo frá að strax við komuna inn á veitingastaðinn hafi ungi maðurinn sem hann átti orðastað við sagt að Börkur væri dauðans matur því uppi á efri hæðinni væri sá sem Börkur á að hafa ráðist á. Í stað þess að yfirgefa staðinn hélt Börkur upp á efri hæðina og segir að þar hafi meint fórnarlamb ráðist á sig með félögum sínum. Hann hafi náð að snúa út úr hendinni á honum bareflið sem notað til að berja frá sér í blindni. Hann hafi svo fleygt vopninu í andlit forsprakka hinna og lagt á flótta þegar hann hafi gert sér grein fyrir að sá hafi meiðst. Verjandi Barkar segir margt styðja frásögn hans, bæði sé hallinn á súðinni á veitingastaðnum það mikill að hann hefði tæpast getað veitt áverkana nema hinn hefði komið fram á móti honum. Þá hafi ekki verið nein lífsýni að finna á öxinni sem fannst heima hjá Berki og því ekkert sem sannaði að henni hafi verið beitt. Á móti kemur þó að eitt vitni, sem hvorki þekkir til Barkar né mannsins sem ráðist var á, bar að sá sem fyrir árásinni varð hafi setið á meðan átökin fóru fram. Allt gerðist þetta á örskotsstund, en mat vitna var að árásin hafi verið yfirstaðin á 10 til 30 sekúndum. Sigurður Óli Sigurðsson, eigandi A. Hansen, segir veitingastaðinn hafa skaðast af þessu máli öllu og jafnvel dæmi um að fólk hafi afpantað borð vegna þess. "Auðvitað er þetta bara eins og hver önnur óheppni að fá þetta inn á staðinn, en svona mál geta komið upp hvar sem fólk er að skemmta sér," en á staðnum er rekið bæði veitingahús og svo knæpa á kvöldin. Auk ákærunnar fyrir árásina á A. Hansen í ágúst tínir ákæruvaldið til fjölda annarra kæra. Nokkrar líkamsárásir, sú elsta frá því í október í fyrra, umferðarlagabrot og brot á vopnalögum fyrir að hafa í vörslu sinni á heimili sínu byssu án leyfis. Börkur neitar sök í öllum málum nema að hann játar á sig vopnalagabrot fyrir byssueignina. Sigríður Jósepsdóttir, saksóknari í málinu, segir Börk ekki hafa sýnt neina iðrun og með vísan í fordæmi fyrir Hæstarétti fer hún fram á 4 til 6 ára fangelsisdóm yfir Berki fyrir tilraun til manndráps. "Hending ein réði því að ekki fór verr," sagði hún. Börkur er samkvæmt úrskurði í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur, en þó ekki lengur en til 30. desember. Sigurður Óli Sigurðsson, eigandi veitingastaðarins A. Hansen, óttast að staðurinn fái á sig óverðskuldað óorð vegna átaka sem hann segir að hefðu getað átt sér stað hvar sem er.Mynd/Vilhelm Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Aðeins eitt vitni af sjö hélt sig við kröfu um nafnleynd í sakamáli á hendur Berki Birgissyni, en hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði 31. ágúst síðastliðinn. Nafnleyndin hafði áður verið samþykkt fyrir dómnum, en Hæstiréttur hafnaði nýlega kröfu ákæruvaldsins um að Börkur yrði látinn víkja úr dómsal á meðan vitnaleiðslur færu fram. Þótti flestum vitnum því nafnleyndin til lítils, enda kom fram að Börkur þekkir þann sem hélt sig við nafnleyndina bæði með nafni og í sjón. Vitni sögðu mörg hver að lögreglan hefði við skýrslutökur boðið þeim vitnaleynd samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi og því hafi leyndin almennt verið þegin. Rannsóknarlögreglumaðurinn sem rannsókninni stýrði kom fyrir dóminn og bar að nokkur vitni hefðu lýst því yfir að þau óttuðust hefndaraðgerðir frá Berki og því falast eftir vitnavernd. Því hafi verið tekin ákvörðun um að upplýsa öll vitnin um þennan möguleika og greina frá því að einhverjir hefðu valið þennan kost. "Og undir þessum kringumstæðum gefur næstum allt stafrófið vitni," sagði Kristján Stefánsson, verjandi Barkar og taldi rannsókn málsins hafa verið "í skötulíki," vegna þess að ómögulegt hafi verið að spyrja eitt vitni út í þátt annarra vitna, þar sem allir væru auðkenndir með bókstöfum. Gjörbreytti framburðinum Engu að síður var það svo að eitt vitnanna gjörbreytti framburði sínum frá því sem hann bar við skýrslutökur hjá lögreglu. Sá sagðist hafa greint lögreglu frá atburðarás sem hann hafði eftir öðrum, en vildi nú fyrir réttinum segja satt og rétt frá því sem hann hafi sjálfur orðið vitni að. Hann lýsti því hvernig hann hafi verið á tali við kunningja sinn, en þá heyrt bæði læti og öskur. Vitnið sagðist hafa séð þann sem fyrir árásinni varð útataðan í blóði og Börk, sem ákærður er fyrir árásina, skammt frá. Hann sagði það hafa verið fyrir áeggjan föður sína að hann greindi nú ekki frá öðru en því sem hann hefði sjálfur séð. Það var á vitninu að skilja að eftir árásina hefði tekið sig upp nokkur æsingur meðal vina þess sem fyrir árásinni varð og því frekar verið bætt við, en dregið úr, í vitnisburði hjá lögreglu. Himinn og haf ber í milli í frásögn þeirra sem segjast hafa orðið fyrir árás Barkar á A. Hansen og svo aftur frásögn hans sjálfs. Af framburði vitna, auk þeirra tveggja sem bera áverka eftir árásina, má ráða að Börkur hafi komið inn á veitingastaðinn, haldið beina leið upp á efri hæð eftir stutt orðaskipti við ungann mann sem staðfesti að þar væri fórnarlambið að finna. Þegar upp þröngan stigann var komið, mun Börkur hafa komið nánast í flasið á manninum sem ráðist var á þar sem hann sat ásamt félögum sínum gegnt stigaopinu í sófa undir súð á veitingastaðnum. Þá á Börkur að hafa ráðist að honum og slegið ítrekað með öxinni, að minnsta kosti tvö högg í höfuð þannig að brotnaði inn í ennisholu og svo í handarbak og læri. Einnig er öxin sögð hafa slæmst í höfuð félaga mannsins sem reyndi að ganga á milli þannig að hann fékk skurð sem gekk niður í brjósk eyrans. Sagðist hafa varið sig Börkur segir hins vegar svo frá að strax við komuna inn á veitingastaðinn hafi ungi maðurinn sem hann átti orðastað við sagt að Börkur væri dauðans matur því uppi á efri hæðinni væri sá sem Börkur á að hafa ráðist á. Í stað þess að yfirgefa staðinn hélt Börkur upp á efri hæðina og segir að þar hafi meint fórnarlamb ráðist á sig með félögum sínum. Hann hafi náð að snúa út úr hendinni á honum bareflið sem notað til að berja frá sér í blindni. Hann hafi svo fleygt vopninu í andlit forsprakka hinna og lagt á flótta þegar hann hafi gert sér grein fyrir að sá hafi meiðst. Verjandi Barkar segir margt styðja frásögn hans, bæði sé hallinn á súðinni á veitingastaðnum það mikill að hann hefði tæpast getað veitt áverkana nema hinn hefði komið fram á móti honum. Þá hafi ekki verið nein lífsýni að finna á öxinni sem fannst heima hjá Berki og því ekkert sem sannaði að henni hafi verið beitt. Á móti kemur þó að eitt vitni, sem hvorki þekkir til Barkar né mannsins sem ráðist var á, bar að sá sem fyrir árásinni varð hafi setið á meðan átökin fóru fram. Allt gerðist þetta á örskotsstund, en mat vitna var að árásin hafi verið yfirstaðin á 10 til 30 sekúndum. Sigurður Óli Sigurðsson, eigandi A. Hansen, segir veitingastaðinn hafa skaðast af þessu máli öllu og jafnvel dæmi um að fólk hafi afpantað borð vegna þess. "Auðvitað er þetta bara eins og hver önnur óheppni að fá þetta inn á staðinn, en svona mál geta komið upp hvar sem fólk er að skemmta sér," en á staðnum er rekið bæði veitingahús og svo knæpa á kvöldin. Auk ákærunnar fyrir árásina á A. Hansen í ágúst tínir ákæruvaldið til fjölda annarra kæra. Nokkrar líkamsárásir, sú elsta frá því í október í fyrra, umferðarlagabrot og brot á vopnalögum fyrir að hafa í vörslu sinni á heimili sínu byssu án leyfis. Börkur neitar sök í öllum málum nema að hann játar á sig vopnalagabrot fyrir byssueignina. Sigríður Jósepsdóttir, saksóknari í málinu, segir Börk ekki hafa sýnt neina iðrun og með vísan í fordæmi fyrir Hæstarétti fer hún fram á 4 til 6 ára fangelsisdóm yfir Berki fyrir tilraun til manndráps. "Hending ein réði því að ekki fór verr," sagði hún. Börkur er samkvæmt úrskurði í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur, en þó ekki lengur en til 30. desember. Sigurður Óli Sigurðsson, eigandi veitingastaðarins A. Hansen, óttast að staðurinn fái á sig óverðskuldað óorð vegna átaka sem hann segir að hefðu getað átt sér stað hvar sem er.Mynd/Vilhelm
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira