Örorka og atvinnuleysi fylgjast að 3. desember 2004 00:01 Sterk fylgni er hjá báðum kynjum á milli nýgengis örorku og umfangs atvinnuleysis á landinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem tók til áranna 1992-2003. Hlutfallsleg fjölgun öryrkja milli áranna 2002 og 2003 nam 19 prósentum, en 24 prósentum milli 2003 og 2004. Konum fjölgar hlutfallslega meira og þá einkum fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma 2003, um 29 prósent. "Fjölgun öryrkja á Íslandi undanfarið hefur sterk tölfræðileg tengsl við breytingar á vinnumarkaði, einkum aukið atvinnuleysi og aukið álag á vinnustað," segja höfundar rannsóknarinnar, þeir Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir, Sigurjón B. Stefánsson tryggingalæknir og Stefán Ólafsson prófessor. Þeir vísa í könnun Gallups sem gerð var síðla árs 2003. Þar sagði hátt í helmingur vinnandi fólks að álag á vinnustað hefði aukist. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif atvinnuleysis og gildistöku örorkumatsstaðals á fjölda öryrkja á Íslandi með því að skoða breytingar á nýgengi örorku og umfangi atvinnuleysis ár frá ári á tímabilinu frá 1992 til 2003. Notaðar voru upplýsingar um kyn, aldur og örorkustig þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga á Íslandi á umræddu tímabili. Í ljós kom að nýgengi örorku í heild var hjá báðum kynjum tiltölulega hátt á árunum 1992 til 1995, lægra á árunum 1996 til 2002 og hækkaði síðan verulega á árinu 2003. "Á heildina litið eru tvær stórar sveiflur í aukningu nýgengis örorku á tímabilinu og báðar tengjast verulegri aukningu atvinnuleysis," segir í niðurstöðum höfundanna í grein sem birtist í Læknablaðinu. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Höfundar rannsóknarinnar benda á að mikilvægt sé að auka samvinnu vinnumálakerfis og heilbrigðiskerfis þegar atvinnuleysi ber að dyrum, annars vegar til að draga úr heilsubresti af völdum þess og hins vegar að bæta stöðu fólks sem stendur höllum fæti á vinnumarkaði og auka líkur á að það haldi vinnu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Sterk fylgni er hjá báðum kynjum á milli nýgengis örorku og umfangs atvinnuleysis á landinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem tók til áranna 1992-2003. Hlutfallsleg fjölgun öryrkja milli áranna 2002 og 2003 nam 19 prósentum, en 24 prósentum milli 2003 og 2004. Konum fjölgar hlutfallslega meira og þá einkum fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma 2003, um 29 prósent. "Fjölgun öryrkja á Íslandi undanfarið hefur sterk tölfræðileg tengsl við breytingar á vinnumarkaði, einkum aukið atvinnuleysi og aukið álag á vinnustað," segja höfundar rannsóknarinnar, þeir Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir, Sigurjón B. Stefánsson tryggingalæknir og Stefán Ólafsson prófessor. Þeir vísa í könnun Gallups sem gerð var síðla árs 2003. Þar sagði hátt í helmingur vinnandi fólks að álag á vinnustað hefði aukist. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif atvinnuleysis og gildistöku örorkumatsstaðals á fjölda öryrkja á Íslandi með því að skoða breytingar á nýgengi örorku og umfangi atvinnuleysis ár frá ári á tímabilinu frá 1992 til 2003. Notaðar voru upplýsingar um kyn, aldur og örorkustig þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga á Íslandi á umræddu tímabili. Í ljós kom að nýgengi örorku í heild var hjá báðum kynjum tiltölulega hátt á árunum 1992 til 1995, lægra á árunum 1996 til 2002 og hækkaði síðan verulega á árinu 2003. "Á heildina litið eru tvær stórar sveiflur í aukningu nýgengis örorku á tímabilinu og báðar tengjast verulegri aukningu atvinnuleysis," segir í niðurstöðum höfundanna í grein sem birtist í Læknablaðinu. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Höfundar rannsóknarinnar benda á að mikilvægt sé að auka samvinnu vinnumálakerfis og heilbrigðiskerfis þegar atvinnuleysi ber að dyrum, annars vegar til að draga úr heilsubresti af völdum þess og hins vegar að bæta stöðu fólks sem stendur höllum fæti á vinnumarkaði og auka líkur á að það haldi vinnu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira