Ræðum við þá sem setja verðmiðana 2. desember 2004 00:01 Karlar í heilbrigðishópi Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa 29,5 prósentum hærri heildartekjur á mánuði en konur miðað við greiðslur í júní í fyrra. Karlarnir höfðu þá 494.874 krónur á mánuði en konurnar 348.851. Í dagvinnulaun höfðu karlarnir hinsvegar 142.810 meðan konurnar voru með 146.229 krónur. Það er því greinilegt að þarna skiptir yfirvinnan öllu máli. Í skrifstofuhópi er munurinn 19 prósent og í tæknihópi er hann minnstur eða aðeins 9,1 prósent. Ef litið er á alla félaga í Starfsmannafélagi ríkisstofnana þá hafa karlarnir 20 prósentum hærri tekjur en konurnar miðað við sama tíma. Heildartekjur karlanna eru tæpar 244 þúsund krónur meðan konurnar hafa rúmar 195 þúsund. Dagvinnulaunin eru hinsvegar rúmar 165 þúsund hjá körlunum og 153 þúsund hjá konunum. Þetta kemur fram í fréttariti kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna. Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að launamunurinn komi ekki á óvart. Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar hafi komið fram að almennur launamunur sé hjá hinu opinbera upp á 12-15 prósent. "Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra í átta til tíu ár um að þessu þyrfti að útrýma. Nú finnst okkur kominn tími til að ræða þetta á vettvangi þar sem verðmætamat starfsins liggur. Ef þetta er ekki leyfilegt samkvæmt lögum þá er eitthvert viðhorf í gangi í þjóðfélaginu sem ekki hefur tekist að útrýma. Við þurfum að ræða þetta við þá sem setja verðmiða á störfin," segir hann. Um 4.000 eru í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, karlarnir eru um 1.200 talsins og konurnar 2.700. Leiðrétting á launamuni kynjanna er í kröfugerð félagsins. Launamunurinn er einna mestur hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana af þeim sem kjarakönnun KOS nær til en hann er líka yfir 20 prósent hjá BSRB, RÚV, lögreglumönnum, tollvörðum, flugumferðarstjórum og háskólamönnum hjá Reykjavíkurborg. Áður hefur verið greint frá því að launamunur sé um 30 prósent hjá starfsmönnum Stjórnarráðsins. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Karlar í heilbrigðishópi Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa 29,5 prósentum hærri heildartekjur á mánuði en konur miðað við greiðslur í júní í fyrra. Karlarnir höfðu þá 494.874 krónur á mánuði en konurnar 348.851. Í dagvinnulaun höfðu karlarnir hinsvegar 142.810 meðan konurnar voru með 146.229 krónur. Það er því greinilegt að þarna skiptir yfirvinnan öllu máli. Í skrifstofuhópi er munurinn 19 prósent og í tæknihópi er hann minnstur eða aðeins 9,1 prósent. Ef litið er á alla félaga í Starfsmannafélagi ríkisstofnana þá hafa karlarnir 20 prósentum hærri tekjur en konurnar miðað við sama tíma. Heildartekjur karlanna eru tæpar 244 þúsund krónur meðan konurnar hafa rúmar 195 þúsund. Dagvinnulaunin eru hinsvegar rúmar 165 þúsund hjá körlunum og 153 þúsund hjá konunum. Þetta kemur fram í fréttariti kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna. Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að launamunurinn komi ekki á óvart. Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar hafi komið fram að almennur launamunur sé hjá hinu opinbera upp á 12-15 prósent. "Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra í átta til tíu ár um að þessu þyrfti að útrýma. Nú finnst okkur kominn tími til að ræða þetta á vettvangi þar sem verðmætamat starfsins liggur. Ef þetta er ekki leyfilegt samkvæmt lögum þá er eitthvert viðhorf í gangi í þjóðfélaginu sem ekki hefur tekist að útrýma. Við þurfum að ræða þetta við þá sem setja verðmiða á störfin," segir hann. Um 4.000 eru í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, karlarnir eru um 1.200 talsins og konurnar 2.700. Leiðrétting á launamuni kynjanna er í kröfugerð félagsins. Launamunurinn er einna mestur hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana af þeim sem kjarakönnun KOS nær til en hann er líka yfir 20 prósent hjá BSRB, RÚV, lögreglumönnum, tollvörðum, flugumferðarstjórum og háskólamönnum hjá Reykjavíkurborg. Áður hefur verið greint frá því að launamunur sé um 30 prósent hjá starfsmönnum Stjórnarráðsins.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira