Friður og ró við arineld 29. nóvember 2004 00:01 Fátt er heimilislegra á síðkvöldum en snarkandi arineldur og á síðari árum hafa arnar og kamínur orðið æ vinsælli hér á landi. Því þótt upphitun húsa sé hér yfirleitt góð þá er það stemningin og slökunin sem fylgir eldinum sem fólk er helst að sækjast eftir. Ekki veitir okkur nú af í öllu stressinu! Ylurinn er svo auðvitað bónus. Að sögn Maríu Guðmundsdóttur hjá Arinbúðinni á Stórhöfða 17 eru rafmagnsarnar að sækja í sig veðrið í vinsældum enda eru ýmsir sem vilja ekki opinn eld og svo taka þessir rafmagnsarnar nánast ekkert pláss. "Ef þú hefur veggpláss og innstungu þá er málið leyst," segir hún og segir rafmagnsarna geta verið einkar eðlilega með reyk og öðrum arineinkennum. Sérstakur takki er fyrir hitann og hægt að stilla hann eftir þörfum. "Þetta eru breskir arnar og Bretar eru auðvitað fyrst og fremst að hugsa um að kynda með þeim," segir hún brosandi. Viðarbrennsluofnarir í Arinbúðinni eru frá Spáni. Þeir eru tilbúnir með öskuskúffu, reykspjaldi og öllum græjum og María segir lítið mál að setja þá upp, svo framarlega sem hægt sé að koma reyknum út. "Það fer svona dagurinn í að tengja hann," segir hún. Verðið á örnunum er frá 150 þúsund upp í 6-700 þúsund. Flestir eru frá 230 þúsund upp í 300. Bjarni Bjarnasonar, rennismiður rekur fyrirtækið Arinvörur á Krókhálsi. Það selur allskonar fylgihluti við arna svo sem neistagrindur, trekkspjaldastillingar og öskuskúffur sem Bjarni smíðar, meðal annars eftir pöntunum. Hann selur líka kamínur, bæði úr potti og stáli og spurður um verðið á þeim svarar hann. "Það er hægt að fá þær í mörgum tegundum og stærðum og verðið hleypur svona frá 70 upp í 180 þúsund. Þær hafa verið afar vinsælar í bústaðina enda sóma þær sér vel þar." Hús og heimili Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Fátt er heimilislegra á síðkvöldum en snarkandi arineldur og á síðari árum hafa arnar og kamínur orðið æ vinsælli hér á landi. Því þótt upphitun húsa sé hér yfirleitt góð þá er það stemningin og slökunin sem fylgir eldinum sem fólk er helst að sækjast eftir. Ekki veitir okkur nú af í öllu stressinu! Ylurinn er svo auðvitað bónus. Að sögn Maríu Guðmundsdóttur hjá Arinbúðinni á Stórhöfða 17 eru rafmagnsarnar að sækja í sig veðrið í vinsældum enda eru ýmsir sem vilja ekki opinn eld og svo taka þessir rafmagnsarnar nánast ekkert pláss. "Ef þú hefur veggpláss og innstungu þá er málið leyst," segir hún og segir rafmagnsarna geta verið einkar eðlilega með reyk og öðrum arineinkennum. Sérstakur takki er fyrir hitann og hægt að stilla hann eftir þörfum. "Þetta eru breskir arnar og Bretar eru auðvitað fyrst og fremst að hugsa um að kynda með þeim," segir hún brosandi. Viðarbrennsluofnarir í Arinbúðinni eru frá Spáni. Þeir eru tilbúnir með öskuskúffu, reykspjaldi og öllum græjum og María segir lítið mál að setja þá upp, svo framarlega sem hægt sé að koma reyknum út. "Það fer svona dagurinn í að tengja hann," segir hún. Verðið á örnunum er frá 150 þúsund upp í 6-700 þúsund. Flestir eru frá 230 þúsund upp í 300. Bjarni Bjarnasonar, rennismiður rekur fyrirtækið Arinvörur á Krókhálsi. Það selur allskonar fylgihluti við arna svo sem neistagrindur, trekkspjaldastillingar og öskuskúffur sem Bjarni smíðar, meðal annars eftir pöntunum. Hann selur líka kamínur, bæði úr potti og stáli og spurður um verðið á þeim svarar hann. "Það er hægt að fá þær í mörgum tegundum og stærðum og verðið hleypur svona frá 70 upp í 180 þúsund. Þær hafa verið afar vinsælar í bústaðina enda sóma þær sér vel þar."
Hús og heimili Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira