Friður og ró við arineld 29. nóvember 2004 00:01 Fátt er heimilislegra á síðkvöldum en snarkandi arineldur og á síðari árum hafa arnar og kamínur orðið æ vinsælli hér á landi. Því þótt upphitun húsa sé hér yfirleitt góð þá er það stemningin og slökunin sem fylgir eldinum sem fólk er helst að sækjast eftir. Ekki veitir okkur nú af í öllu stressinu! Ylurinn er svo auðvitað bónus. Að sögn Maríu Guðmundsdóttur hjá Arinbúðinni á Stórhöfða 17 eru rafmagnsarnar að sækja í sig veðrið í vinsældum enda eru ýmsir sem vilja ekki opinn eld og svo taka þessir rafmagnsarnar nánast ekkert pláss. "Ef þú hefur veggpláss og innstungu þá er málið leyst," segir hún og segir rafmagnsarna geta verið einkar eðlilega með reyk og öðrum arineinkennum. Sérstakur takki er fyrir hitann og hægt að stilla hann eftir þörfum. "Þetta eru breskir arnar og Bretar eru auðvitað fyrst og fremst að hugsa um að kynda með þeim," segir hún brosandi. Viðarbrennsluofnarir í Arinbúðinni eru frá Spáni. Þeir eru tilbúnir með öskuskúffu, reykspjaldi og öllum græjum og María segir lítið mál að setja þá upp, svo framarlega sem hægt sé að koma reyknum út. "Það fer svona dagurinn í að tengja hann," segir hún. Verðið á örnunum er frá 150 þúsund upp í 6-700 þúsund. Flestir eru frá 230 þúsund upp í 300. Bjarni Bjarnasonar, rennismiður rekur fyrirtækið Arinvörur á Krókhálsi. Það selur allskonar fylgihluti við arna svo sem neistagrindur, trekkspjaldastillingar og öskuskúffur sem Bjarni smíðar, meðal annars eftir pöntunum. Hann selur líka kamínur, bæði úr potti og stáli og spurður um verðið á þeim svarar hann. "Það er hægt að fá þær í mörgum tegundum og stærðum og verðið hleypur svona frá 70 upp í 180 þúsund. Þær hafa verið afar vinsælar í bústaðina enda sóma þær sér vel þar." Hús og heimili Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
Fátt er heimilislegra á síðkvöldum en snarkandi arineldur og á síðari árum hafa arnar og kamínur orðið æ vinsælli hér á landi. Því þótt upphitun húsa sé hér yfirleitt góð þá er það stemningin og slökunin sem fylgir eldinum sem fólk er helst að sækjast eftir. Ekki veitir okkur nú af í öllu stressinu! Ylurinn er svo auðvitað bónus. Að sögn Maríu Guðmundsdóttur hjá Arinbúðinni á Stórhöfða 17 eru rafmagnsarnar að sækja í sig veðrið í vinsældum enda eru ýmsir sem vilja ekki opinn eld og svo taka þessir rafmagnsarnar nánast ekkert pláss. "Ef þú hefur veggpláss og innstungu þá er málið leyst," segir hún og segir rafmagnsarna geta verið einkar eðlilega með reyk og öðrum arineinkennum. Sérstakur takki er fyrir hitann og hægt að stilla hann eftir þörfum. "Þetta eru breskir arnar og Bretar eru auðvitað fyrst og fremst að hugsa um að kynda með þeim," segir hún brosandi. Viðarbrennsluofnarir í Arinbúðinni eru frá Spáni. Þeir eru tilbúnir með öskuskúffu, reykspjaldi og öllum græjum og María segir lítið mál að setja þá upp, svo framarlega sem hægt sé að koma reyknum út. "Það fer svona dagurinn í að tengja hann," segir hún. Verðið á örnunum er frá 150 þúsund upp í 6-700 þúsund. Flestir eru frá 230 þúsund upp í 300. Bjarni Bjarnasonar, rennismiður rekur fyrirtækið Arinvörur á Krókhálsi. Það selur allskonar fylgihluti við arna svo sem neistagrindur, trekkspjaldastillingar og öskuskúffur sem Bjarni smíðar, meðal annars eftir pöntunum. Hann selur líka kamínur, bæði úr potti og stáli og spurður um verðið á þeim svarar hann. "Það er hægt að fá þær í mörgum tegundum og stærðum og verðið hleypur svona frá 70 upp í 180 þúsund. Þær hafa verið afar vinsælar í bústaðina enda sóma þær sér vel þar."
Hús og heimili Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira