Endurhæfing í stað örorku 25. nóvember 2004 00:01 Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í ýmsum verkefnum sem lúta að starfsendurhæfingu fólks til að forða því frá örorku. Það hefur sýnt sig að sú vinna skilar árangri, að sögn Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra stofnunarinnar, en þyrfti að vera miklu markvissari og meiri. Fjölgun öryrkja á þessu ári kostar ríflega milljarð. Á fjáraukalögum er gert ráð fyrir svipaðri aukningu á næsta ári. Heildarútgjöld vegna þessarar aukningar nema 2,5 milljörðum króna á þessu tímabili, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. "Þessi endurhæfingarverkefni eru fyrir fólk sem sótt hefur um örorku, en við teljum að hægt sé að koma til betri vegar," sagði Karl Steinar og bætti við að sú forvarnarvinna hefði gefið góða raun. Nú stendur yfir margþætt vinna vegna þeirrar þróunar sem er í fjölgun öryrkja. Hagfræðistofnun vinnur að kortlagningu vandans og greiningu á orsökum hans, samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra. Þá er væntanleg skýrsla frá nefnd Tryggingastofnunar um starfsendurhæfingu og frekari möguleika í henni. Karl Steinar segir að með þeim upplýsingum sem fengjust með þessu starfi yrði hægt að sjá málin í víðara samhengi og bregðast við þróuninni með árangursríkari hætti. Í greinargerð sem Tryggingastofnun hefur sent heilbrigðisráðherra er bent á að hjá samsvarandi stofnunum í Noregi og Svíþjóð hafi allt eftirlit með fagaðilum verið hert verulega, meðal annars með lagasetningu þess efnis. Að hálfu stofnananna hafi verið lögð áhersla á að auka verulega fræðslu til fagstétta um almannatryggingakerfið, stöðu þess og þróun, svo og þær hættur sem séu því fylgjandi að ekki sé gætt fyllstu varfærni í ákvörðun réttar til bóta. Eftir lauslega könnun Tryggingastofnunar hafi komið í ljós að læknar hér á landi þurfi verulega aukna fræðslu um almannatryggingar. Huga þurfi að sérstökum fjárframlögum til stofnunarinnar eigi hún að standa undir slíkri fræðslu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í ýmsum verkefnum sem lúta að starfsendurhæfingu fólks til að forða því frá örorku. Það hefur sýnt sig að sú vinna skilar árangri, að sögn Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra stofnunarinnar, en þyrfti að vera miklu markvissari og meiri. Fjölgun öryrkja á þessu ári kostar ríflega milljarð. Á fjáraukalögum er gert ráð fyrir svipaðri aukningu á næsta ári. Heildarútgjöld vegna þessarar aukningar nema 2,5 milljörðum króna á þessu tímabili, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. "Þessi endurhæfingarverkefni eru fyrir fólk sem sótt hefur um örorku, en við teljum að hægt sé að koma til betri vegar," sagði Karl Steinar og bætti við að sú forvarnarvinna hefði gefið góða raun. Nú stendur yfir margþætt vinna vegna þeirrar þróunar sem er í fjölgun öryrkja. Hagfræðistofnun vinnur að kortlagningu vandans og greiningu á orsökum hans, samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra. Þá er væntanleg skýrsla frá nefnd Tryggingastofnunar um starfsendurhæfingu og frekari möguleika í henni. Karl Steinar segir að með þeim upplýsingum sem fengjust með þessu starfi yrði hægt að sjá málin í víðara samhengi og bregðast við þróuninni með árangursríkari hætti. Í greinargerð sem Tryggingastofnun hefur sent heilbrigðisráðherra er bent á að hjá samsvarandi stofnunum í Noregi og Svíþjóð hafi allt eftirlit með fagaðilum verið hert verulega, meðal annars með lagasetningu þess efnis. Að hálfu stofnananna hafi verið lögð áhersla á að auka verulega fræðslu til fagstétta um almannatryggingakerfið, stöðu þess og þróun, svo og þær hættur sem séu því fylgjandi að ekki sé gætt fyllstu varfærni í ákvörðun réttar til bóta. Eftir lauslega könnun Tryggingastofnunar hafi komið í ljós að læknar hér á landi þurfi verulega aukna fræðslu um almannatryggingar. Huga þurfi að sérstökum fjárframlögum til stofnunarinnar eigi hún að standa undir slíkri fræðslu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira