Endurhæfing í stað örorku 25. nóvember 2004 00:01 Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í ýmsum verkefnum sem lúta að starfsendurhæfingu fólks til að forða því frá örorku. Það hefur sýnt sig að sú vinna skilar árangri, að sögn Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra stofnunarinnar, en þyrfti að vera miklu markvissari og meiri. Fjölgun öryrkja á þessu ári kostar ríflega milljarð. Á fjáraukalögum er gert ráð fyrir svipaðri aukningu á næsta ári. Heildarútgjöld vegna þessarar aukningar nema 2,5 milljörðum króna á þessu tímabili, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. "Þessi endurhæfingarverkefni eru fyrir fólk sem sótt hefur um örorku, en við teljum að hægt sé að koma til betri vegar," sagði Karl Steinar og bætti við að sú forvarnarvinna hefði gefið góða raun. Nú stendur yfir margþætt vinna vegna þeirrar þróunar sem er í fjölgun öryrkja. Hagfræðistofnun vinnur að kortlagningu vandans og greiningu á orsökum hans, samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra. Þá er væntanleg skýrsla frá nefnd Tryggingastofnunar um starfsendurhæfingu og frekari möguleika í henni. Karl Steinar segir að með þeim upplýsingum sem fengjust með þessu starfi yrði hægt að sjá málin í víðara samhengi og bregðast við þróuninni með árangursríkari hætti. Í greinargerð sem Tryggingastofnun hefur sent heilbrigðisráðherra er bent á að hjá samsvarandi stofnunum í Noregi og Svíþjóð hafi allt eftirlit með fagaðilum verið hert verulega, meðal annars með lagasetningu þess efnis. Að hálfu stofnananna hafi verið lögð áhersla á að auka verulega fræðslu til fagstétta um almannatryggingakerfið, stöðu þess og þróun, svo og þær hættur sem séu því fylgjandi að ekki sé gætt fyllstu varfærni í ákvörðun réttar til bóta. Eftir lauslega könnun Tryggingastofnunar hafi komið í ljós að læknar hér á landi þurfi verulega aukna fræðslu um almannatryggingar. Huga þurfi að sérstökum fjárframlögum til stofnunarinnar eigi hún að standa undir slíkri fræðslu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í ýmsum verkefnum sem lúta að starfsendurhæfingu fólks til að forða því frá örorku. Það hefur sýnt sig að sú vinna skilar árangri, að sögn Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra stofnunarinnar, en þyrfti að vera miklu markvissari og meiri. Fjölgun öryrkja á þessu ári kostar ríflega milljarð. Á fjáraukalögum er gert ráð fyrir svipaðri aukningu á næsta ári. Heildarútgjöld vegna þessarar aukningar nema 2,5 milljörðum króna á þessu tímabili, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. "Þessi endurhæfingarverkefni eru fyrir fólk sem sótt hefur um örorku, en við teljum að hægt sé að koma til betri vegar," sagði Karl Steinar og bætti við að sú forvarnarvinna hefði gefið góða raun. Nú stendur yfir margþætt vinna vegna þeirrar þróunar sem er í fjölgun öryrkja. Hagfræðistofnun vinnur að kortlagningu vandans og greiningu á orsökum hans, samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra. Þá er væntanleg skýrsla frá nefnd Tryggingastofnunar um starfsendurhæfingu og frekari möguleika í henni. Karl Steinar segir að með þeim upplýsingum sem fengjust með þessu starfi yrði hægt að sjá málin í víðara samhengi og bregðast við þróuninni með árangursríkari hætti. Í greinargerð sem Tryggingastofnun hefur sent heilbrigðisráðherra er bent á að hjá samsvarandi stofnunum í Noregi og Svíþjóð hafi allt eftirlit með fagaðilum verið hert verulega, meðal annars með lagasetningu þess efnis. Að hálfu stofnananna hafi verið lögð áhersla á að auka verulega fræðslu til fagstétta um almannatryggingakerfið, stöðu þess og þróun, svo og þær hættur sem séu því fylgjandi að ekki sé gætt fyllstu varfærni í ákvörðun réttar til bóta. Eftir lauslega könnun Tryggingastofnunar hafi komið í ljós að læknar hér á landi þurfi verulega aukna fræðslu um almannatryggingar. Huga þurfi að sérstökum fjárframlögum til stofnunarinnar eigi hún að standa undir slíkri fræðslu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira