Lögregla leitar enn mannsins 25. nóvember 2004 00:01 Stúlkan var í nágrenni heimilis síns þegar maðurinn kynnti sig fyrir stúlkunni sem lögreglumann og sagði henni að móðir hennar væri hætt komin eftir umferðarslys og hann ætti að aka henni á spítalann. Vísir/Anton Brink Lögreglan í Kópavogi leitar enn manns um tvítugt sem nam níu ára gamalt stúlkubarn á brott í austurbæ Kópavogs síðdegis í gær. Einhverjar vísbendingar hafa þó borist til lögreglu sem verið er að kanna. Stúlkan var í nágrenni heimilis síns þegar maðurinn kynnti sig fyrir stúlkunni sem lögreglumann og sagði henni að móðir hennar væri hætt komin eftir umferðarslys og hann ætti að aka henni á spítalann. Þegar barnið var komið í bílinn ók hann með það sem leið lá upp á Mosfellsheiði. Við afleggjarann að Skálafelli lenti hann í snjókrapi og lét stúlkuna fara út úr bílnum. Þá ók hann á brott og skildi hana eina eftir. Um klukkan hálfsex, eða einni og hálfri klukkustund eftir að maðurinn nam barnið á brott, var lögreglu tilkynnt um að ökumaður jeppabifreiðar hefði ekið fram á stúlkuna á Þingvallavegi, blauta og kalda. Samkvæmt lögreglu er ekki grunur um kynferðislega misnotkun en á móti kemur að ekki er vitað hver tilgangur mannsins var og ástæða er til að beina þeim tilmælum til foreldra að brýna fyrir börnum sínum að hafa varann á. Maðurinn sem nam barnið á brott ók rauðri fólksbifreið. Hann er sköllóttur með svört gleraugu og með skegghýjung. Atburðinn átti sér stað á hringtorginu við Álfhólsveg og Bröttubrekku, laust fyrir klukkan fjögur í gær, og þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Kópavogi í síma 560-3041. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Lögreglan í Kópavogi leitar enn manns um tvítugt sem nam níu ára gamalt stúlkubarn á brott í austurbæ Kópavogs síðdegis í gær. Einhverjar vísbendingar hafa þó borist til lögreglu sem verið er að kanna. Stúlkan var í nágrenni heimilis síns þegar maðurinn kynnti sig fyrir stúlkunni sem lögreglumann og sagði henni að móðir hennar væri hætt komin eftir umferðarslys og hann ætti að aka henni á spítalann. Þegar barnið var komið í bílinn ók hann með það sem leið lá upp á Mosfellsheiði. Við afleggjarann að Skálafelli lenti hann í snjókrapi og lét stúlkuna fara út úr bílnum. Þá ók hann á brott og skildi hana eina eftir. Um klukkan hálfsex, eða einni og hálfri klukkustund eftir að maðurinn nam barnið á brott, var lögreglu tilkynnt um að ökumaður jeppabifreiðar hefði ekið fram á stúlkuna á Þingvallavegi, blauta og kalda. Samkvæmt lögreglu er ekki grunur um kynferðislega misnotkun en á móti kemur að ekki er vitað hver tilgangur mannsins var og ástæða er til að beina þeim tilmælum til foreldra að brýna fyrir börnum sínum að hafa varann á. Maðurinn sem nam barnið á brott ók rauðri fólksbifreið. Hann er sköllóttur með svört gleraugu og með skegghýjung. Atburðinn átti sér stað á hringtorginu við Álfhólsveg og Bröttubrekku, laust fyrir klukkan fjögur í gær, og þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Kópavogi í síma 560-3041.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira