Erfitt að hafna fólki í neyð 13. október 2005 15:02 Það verður erfitt að vísa fólki í neyð frá, ef til boðaðs niðurskurðar kemur á Vogi, segja tveir starfsmenn sem starfa í móttöku fyrir áfengissjúka þar. Þeir segjast kvíða því ef skera þarf niður flýti- og bráðainnlagnir, meðhöndlun ópíumfíkla, ráðgjafaþjónustu og fækka innlögnum, eins og boðað hefur verið vegna fjárhagserfiðleika SÁÁ. "Verði sú þjónusta lögð niður sem boðað hefur verið mun það fyrirsjáanlega hafa í för með sér mjög aukið álag á okkur," sagði Arndís Tómasdóttir annar starfsmannanna. "Fólk kemur hingað til að leita sér aðstoðar. Ef við getum ekki vísað því á ráðgjafa hér, þá verðum við að vísa því niður í bæ," sagði Arndís Tómasdóttir. Hún sagði að það mætti ekki gleyma því að fólk sem leitaði á Vog væri veikt og ekki tilbúið til að fara á milli staða til að leita sér hjálpar. "Hér er mikið um bráðatilvik, fólk sem vill tala við ráðgjafa, sem aftur leiðir til bráðainnlagnar. Margir eru í brýnni neyð, en aðrir hafa hugsað sinn gang og eru tilbúnir á því augnabliki að leggjast inn. Enn aðrir vilja fá að vita í hverju meðferðin sé fólgin, hvað hún taki langan tíma og svo framvegis, áður en þeir taka skrefið." Arndís kvaðst kvíða því ef til niðurskurðarins kæmi, því það þýddi aukið álag í símsvörun, en kannski væri lítið hægt að hjálpa fólki umfram það með öðru heldur en biðlistaþjónustu. "Fólki á áreiðanlega eftir að finnast á sér brotið, að hafa alltaf geta leitað hingað en geta það svo skyndilega ekki lengur," sagði Álfheiður Viðarsdóttir, sem einnig starfar við móttöku áfengissjúkra og fíkla á Vogi. "Það sem flokkast undir bráðatilvik er fólk sem á orðið mjög bágt. Sumir eru í þannig ástandi að ekki er hægt annað en að taka þá beint inn. Aðrir fara í lengra ferli. Við erum tengd niður á göngudeild Landspítala, en þar er kannski ekki hægt að bregðast eins fljótt við og hér hvað varðar innlagnir." Álfheiður hefur starfað á Vogi í tvö og hálft ár. Hún sagði mestu álagstímana vera fyrir og eftir jól, í kringum útihátíðir á sumrin og þegar líða færi á sumarfrístímann. "Á þessum álagstímum ber meira á yngra fólki, 16 til 25 ára. Hinir eldri koma meira jafnt og þétt," sagði hún. "Álagið byrjar svona hálfum mánuði fyrir jól og teygir sig fram yfir áramót. Það er mest eftir áramótin." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Það verður erfitt að vísa fólki í neyð frá, ef til boðaðs niðurskurðar kemur á Vogi, segja tveir starfsmenn sem starfa í móttöku fyrir áfengissjúka þar. Þeir segjast kvíða því ef skera þarf niður flýti- og bráðainnlagnir, meðhöndlun ópíumfíkla, ráðgjafaþjónustu og fækka innlögnum, eins og boðað hefur verið vegna fjárhagserfiðleika SÁÁ. "Verði sú þjónusta lögð niður sem boðað hefur verið mun það fyrirsjáanlega hafa í för með sér mjög aukið álag á okkur," sagði Arndís Tómasdóttir annar starfsmannanna. "Fólk kemur hingað til að leita sér aðstoðar. Ef við getum ekki vísað því á ráðgjafa hér, þá verðum við að vísa því niður í bæ," sagði Arndís Tómasdóttir. Hún sagði að það mætti ekki gleyma því að fólk sem leitaði á Vog væri veikt og ekki tilbúið til að fara á milli staða til að leita sér hjálpar. "Hér er mikið um bráðatilvik, fólk sem vill tala við ráðgjafa, sem aftur leiðir til bráðainnlagnar. Margir eru í brýnni neyð, en aðrir hafa hugsað sinn gang og eru tilbúnir á því augnabliki að leggjast inn. Enn aðrir vilja fá að vita í hverju meðferðin sé fólgin, hvað hún taki langan tíma og svo framvegis, áður en þeir taka skrefið." Arndís kvaðst kvíða því ef til niðurskurðarins kæmi, því það þýddi aukið álag í símsvörun, en kannski væri lítið hægt að hjálpa fólki umfram það með öðru heldur en biðlistaþjónustu. "Fólki á áreiðanlega eftir að finnast á sér brotið, að hafa alltaf geta leitað hingað en geta það svo skyndilega ekki lengur," sagði Álfheiður Viðarsdóttir, sem einnig starfar við móttöku áfengissjúkra og fíkla á Vogi. "Það sem flokkast undir bráðatilvik er fólk sem á orðið mjög bágt. Sumir eru í þannig ástandi að ekki er hægt annað en að taka þá beint inn. Aðrir fara í lengra ferli. Við erum tengd niður á göngudeild Landspítala, en þar er kannski ekki hægt að bregðast eins fljótt við og hér hvað varðar innlagnir." Álfheiður hefur starfað á Vogi í tvö og hálft ár. Hún sagði mestu álagstímana vera fyrir og eftir jól, í kringum útihátíðir á sumrin og þegar líða færi á sumarfrístímann. "Á þessum álagstímum ber meira á yngra fólki, 16 til 25 ára. Hinir eldri koma meira jafnt og þétt," sagði hún. "Álagið byrjar svona hálfum mánuði fyrir jól og teygir sig fram yfir áramót. Það er mest eftir áramótin."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira