Lögreglumaður dæmdur í fangelsi 15. nóvember 2004 00:01 Hallur Hilmarsson, fyrrum fíkniefnalögreglumaður, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Hann dró sér 870 þúsund krónur sem lögreglan hafði tekið við rannsókn fíkniefnamáls. Hallur var næstráðandi í fíkniefnadeildinni í Reykjavík þegar hann braut af sér. Sex mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir í tvö ár. Halli var einnig gert að greiða allan sakarkostnað þar á meðal 300 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Halls, segir líklegt að dómnum verði áfrýjað en Hallur hafi tekið sér frest til að ákveða hvort svo verði. Hann hélt fram sakleysi sínu fyrir dómi. Peningana fékk hann í sínar hendur eftir að menn fíkniefnalögreglunnar gerðu húsleit hjá manni sem hafði verið undir eftirliti lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Í fórum mannsins fundust fíkniefni og 870 þúsund krónur sem er ein hæsta upphæð sem lögreglan hefur lagt hald á í fíkniefnamáli. Hluti af peningunum, 85 þúsund krónur, fundust í brjóstvasa á flíspeysu Halls þegar hann var handtekinn. Dómurinn segir niðurstöðu sína vera að Hallur hafi dregið sér fjármunina í heild sinni eins og hann er sakaður um. Við ákvörðun refsingar var horft til þess hversu alvarleg brot hans voru. "Hefur hann verið sakfelldur fyrir að hafa dregið sér fjármuni er honum, í skjóli stöðu sinnar, var trúað fyrir," segir í dómnum. Litið er til þess að Hallur hefur skilað peningunum og að hann starfi ekki lengur sem lögreglumaður eins og hann hefur menntað sig til. Þannig hafi brotin þegar valdið honum talsverðri röskun. Hann hefur áður sætt refsingu svo vitað sé. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Hallur Hilmarsson, fyrrum fíkniefnalögreglumaður, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Hann dró sér 870 þúsund krónur sem lögreglan hafði tekið við rannsókn fíkniefnamáls. Hallur var næstráðandi í fíkniefnadeildinni í Reykjavík þegar hann braut af sér. Sex mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir í tvö ár. Halli var einnig gert að greiða allan sakarkostnað þar á meðal 300 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Halls, segir líklegt að dómnum verði áfrýjað en Hallur hafi tekið sér frest til að ákveða hvort svo verði. Hann hélt fram sakleysi sínu fyrir dómi. Peningana fékk hann í sínar hendur eftir að menn fíkniefnalögreglunnar gerðu húsleit hjá manni sem hafði verið undir eftirliti lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Í fórum mannsins fundust fíkniefni og 870 þúsund krónur sem er ein hæsta upphæð sem lögreglan hefur lagt hald á í fíkniefnamáli. Hluti af peningunum, 85 þúsund krónur, fundust í brjóstvasa á flíspeysu Halls þegar hann var handtekinn. Dómurinn segir niðurstöðu sína vera að Hallur hafi dregið sér fjármunina í heild sinni eins og hann er sakaður um. Við ákvörðun refsingar var horft til þess hversu alvarleg brot hans voru. "Hefur hann verið sakfelldur fyrir að hafa dregið sér fjármuni er honum, í skjóli stöðu sinnar, var trúað fyrir," segir í dómnum. Litið er til þess að Hallur hefur skilað peningunum og að hann starfi ekki lengur sem lögreglumaður eins og hann hefur menntað sig til. Þannig hafi brotin þegar valdið honum talsverðri röskun. Hann hefur áður sætt refsingu svo vitað sé.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira