Dómur hvatning fyrir fórnarlömb 12. nóvember 2004 00:01 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu sem vann einkamál gegn þremur mönnum í kjölfar meintrar hópnauðgunar gæti verið hvatning fyrir fórnarlömb nauðgara til að fara sömu leið í dómskerfinu, að sögn Huldu Rósar Rúriksdóttur, lögmanns konunnar. Er þetta fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp í einkamáli vegna nauðgunar, að sögn Huldu. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að mennirnir, sem voru þrír talsins, skyldu greiða konunni samtals 1,1 milljón króna í miskabætur. Hún hafði kært þá fyrir nauðgun til lögreglunnar í Reykjavík en ríkissaksóknari taldi, að lögreglurannsókn lokinni, ekki til staðar nægileg gögn til að ákæra í málinu. Þá hafnaði dómsmálaráðherra þeim tilmælum lögmanns konunnar að fella ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Konan ákvað í framhaldi af því að höfða einkamál til skaðabóta, þar sem hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi mannanna og þar af leiðandi miska sem þeim bæri að bæta. Í skýrslu sálfræðings, sem mat ástand konunnar eftir atburðinn sagði meðal annars að hún hefði "orðið fyrir miklu andlegu áfalli". "Þessi skjólstæðingur minn hlaut ekki líkamlega áverka en hins vegar mikla andlega áverka," sagði Hulda Rós. "Það má segja, að þar sem að slíkir áverkar lágu fyrir eftir atburðinn þá hefðu þeir ef til vill átt að duga til þess að það yrði ákært. Ég hef ekki svar við því hvort ákæruvaldið hefði tekið öðru vísi á málum ef líkamlegir áverkar hefðu verið til staðar en maður veltir því óneitanlega fyrir sér. Skjólstæðingur minn hélt því alltaf fram að þessi atburður hefði átt sér stað og var staðfastur í lýsingum sínum á því. Mennirnir neituðu við lögreglurannsókn að um nauðgun hefði verið að ræða og ríkissaksóknari mat það svo að ekki væru nægileg gögn til að ákæra í málinu. Spurningin er sú, hvort afstaðan hefði verið önnur hefði konan verið með líkamlega áverka." Hulda Rós sagði að mikið hugrekki þyrfti að hálfu þolanda til að fara svo langt með slíkt mál, eins og gert hefði verið í þessu tilviki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu sem vann einkamál gegn þremur mönnum í kjölfar meintrar hópnauðgunar gæti verið hvatning fyrir fórnarlömb nauðgara til að fara sömu leið í dómskerfinu, að sögn Huldu Rósar Rúriksdóttur, lögmanns konunnar. Er þetta fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp í einkamáli vegna nauðgunar, að sögn Huldu. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að mennirnir, sem voru þrír talsins, skyldu greiða konunni samtals 1,1 milljón króna í miskabætur. Hún hafði kært þá fyrir nauðgun til lögreglunnar í Reykjavík en ríkissaksóknari taldi, að lögreglurannsókn lokinni, ekki til staðar nægileg gögn til að ákæra í málinu. Þá hafnaði dómsmálaráðherra þeim tilmælum lögmanns konunnar að fella ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Konan ákvað í framhaldi af því að höfða einkamál til skaðabóta, þar sem hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi mannanna og þar af leiðandi miska sem þeim bæri að bæta. Í skýrslu sálfræðings, sem mat ástand konunnar eftir atburðinn sagði meðal annars að hún hefði "orðið fyrir miklu andlegu áfalli". "Þessi skjólstæðingur minn hlaut ekki líkamlega áverka en hins vegar mikla andlega áverka," sagði Hulda Rós. "Það má segja, að þar sem að slíkir áverkar lágu fyrir eftir atburðinn þá hefðu þeir ef til vill átt að duga til þess að það yrði ákært. Ég hef ekki svar við því hvort ákæruvaldið hefði tekið öðru vísi á málum ef líkamlegir áverkar hefðu verið til staðar en maður veltir því óneitanlega fyrir sér. Skjólstæðingur minn hélt því alltaf fram að þessi atburður hefði átt sér stað og var staðfastur í lýsingum sínum á því. Mennirnir neituðu við lögreglurannsókn að um nauðgun hefði verið að ræða og ríkissaksóknari mat það svo að ekki væru nægileg gögn til að ákæra í málinu. Spurningin er sú, hvort afstaðan hefði verið önnur hefði konan verið með líkamlega áverka." Hulda Rós sagði að mikið hugrekki þyrfti að hálfu þolanda til að fara svo langt með slíkt mál, eins og gert hefði verið í þessu tilviki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira