Tuttugu karlar yfirheyrðir 10. nóvember 2004 00:01 Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík vegna rannsóknar á starfsemi nuddstofu sem auglýsti erótískt nudd. Grunur er um að á nuddstofunni hafi farið fram vændi af einhverju tagi. Mennirnir eru taldir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstofunni. Rannsókn málsins er rétt að ljúka. Rannsóknin hófst í apríl þegar húsleit var gerð á þremur nuddstofum. Ein þerra var rannsökuð frekar. Tvær konur störfuðu á nuddstofunni. Önnur þeirra er talin hafa rekið stofuna og er hún grunuð um brot á almennum hegningarlögum. Ekki er grunur um að viðskiptamenn stofunnar hafi getað keypt eiginlegar samfarir. Þjónustan var seld nokkuð háu verði, samkvæmt heimildum blaðsins. Jafnhliða rannsókn á hugsanlegri vændisstarfsemi beinist rannsóknin að bókhaldsbrotum og skattsvikum. Mál sem þessi eru fátíð í íslensku réttarkerfi. Fyrir um ári síðan var kona í Hafnarfirði dæmd í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vændi. Eiginmaður hennar var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað hana. Þeim var einnig gert að greiða hálfa milljón króna í ríkissjóð. Þjónustuna ráku hjónin frá byrjun júní 2002 til loka febrúar 2003 og er talið að þau hafi hagnast um rúmlega níu milljónir. Konan þjónustaði fjölda karlmanna á heimili sínu, á gistihúsi og í bílskúr. Þjónustuna auglýsti hún á vefsíðu sinni sem erótískt nudd, samfarir og munnmök. Þóttu gögn sem lögð voru fram í málinu benda sterklega til þess að eiginmaður konunnar hafi í öllu falli átt þátt í að konan hóf að stunda vændi og átt þátt í að halda þjónustunni gangandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík vegna rannsóknar á starfsemi nuddstofu sem auglýsti erótískt nudd. Grunur er um að á nuddstofunni hafi farið fram vændi af einhverju tagi. Mennirnir eru taldir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstofunni. Rannsókn málsins er rétt að ljúka. Rannsóknin hófst í apríl þegar húsleit var gerð á þremur nuddstofum. Ein þerra var rannsökuð frekar. Tvær konur störfuðu á nuddstofunni. Önnur þeirra er talin hafa rekið stofuna og er hún grunuð um brot á almennum hegningarlögum. Ekki er grunur um að viðskiptamenn stofunnar hafi getað keypt eiginlegar samfarir. Þjónustan var seld nokkuð háu verði, samkvæmt heimildum blaðsins. Jafnhliða rannsókn á hugsanlegri vændisstarfsemi beinist rannsóknin að bókhaldsbrotum og skattsvikum. Mál sem þessi eru fátíð í íslensku réttarkerfi. Fyrir um ári síðan var kona í Hafnarfirði dæmd í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vændi. Eiginmaður hennar var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað hana. Þeim var einnig gert að greiða hálfa milljón króna í ríkissjóð. Þjónustuna ráku hjónin frá byrjun júní 2002 til loka febrúar 2003 og er talið að þau hafi hagnast um rúmlega níu milljónir. Konan þjónustaði fjölda karlmanna á heimili sínu, á gistihúsi og í bílskúr. Þjónustuna auglýsti hún á vefsíðu sinni sem erótískt nudd, samfarir og munnmök. Þóttu gögn sem lögð voru fram í málinu benda sterklega til þess að eiginmaður konunnar hafi í öllu falli átt þátt í að konan hóf að stunda vændi og átt þátt í að halda þjónustunni gangandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira