Þórólfur hættir 30. nóvember 9. nóvember 2004 00:01 Þórólfur Árnason mun hætta sem borgarstjóri 30. nóvember. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á sjöunda tímanum og sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki. Þetta eru vissulega tíðindi þótt ekki sé hægt að tala um að ákvörðun hans komi algerlega á óvart. Það hefur verið fátítt á Íslandi að háttsettir embættismenn segi af sér embætti vegna pólitískra álitamála. Í yfirlýsingu Þórólfs segir orðrétt: Undanfarna daga hef ég ásamt borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans farið yfir stöðu mála. Við tókum sameiginlega ákvörðun, að ég fengi tækifæri til að skýra sjónarmið mín vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Það var mér nauðsynlegt að verja heiður minn og Reykjavíkurlistanum nauðsynlegt að stilla saman strengi sína. Ég hef frá upphafi komið hreint fram varðandi störf mín fyrir Olíufélagið. Ég hef útskýrt minn þátt. Ég hef unnið eftir fremsta megni að upplýsa þessi mál. Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla samkeppnistofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári.Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Það er mér mikils virði að borgarbúar eru ánægðir með störf mín í þágu borgarinnar og ég virðist njóta mikils traust sem borgarstjóri. Það hefur einnig komið fram að ekki ber neinn skugga á samstarf mitt við borgarfulltrúa og borgarstarfsmenn í störfum fyrir Reykjavíkurborg. Skoðanir eru hins vegar skiptar á meðal borgarbúa hvort ég eigi að gegna störfum sem borgarstjóri við núverandi aðstæður. Í því ljósi finnst mér mikilvægt að störf mín í almannaþágu litist ekki af þessum málum. Eða að þau hafi áhrif á framtíð og gengi Reykjavíkurlistans og Reykjavíkurborgar.Á undanförnum dögum hef ég fundið fyrir ótrúlegri hvatningu fjölda fólks. Og ég met mikils þann mikla stuðning sem mér hefur hlotnast. Ég veit að margir munu vera ósáttir við þá ákvörðun sem ég hef tekið. Þá ákvörðun verð ég að taka sjálfur og það er mitt mat að hún er best fyrir Reykjavíkurlistann og mig sjálfan.Ég var beðinn um að taka að mér starf borgarstjóra fyrir tæpum tveimur árum og bar það skjótt að eins og flestir vita. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri sem mér gafst til að gegna störfum í almannaþágu og láta gott að mér leiða. Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú, að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir.Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann. Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um það, að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum. Eftir að hafa lesið yfirlýsinguna gaf Þórólfur færi á nokkrum spurningum. Aðspurður hvort honum finndist ekki að verið væri að bola honum úr starfi sagði Þórólfur að honum finndist að hann væri fyrst og fremst að hugsa um framtíð R-listans og heiður sinn í samhengi. Þórólfur sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki að hann viki úr starfinu. Hann sagði að R-listinn myndi leiða til lykta mjög fljótlega hver tæki við af honum. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Þórólfur Árnason mun hætta sem borgarstjóri 30. nóvember. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á sjöunda tímanum og sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki. Þetta eru vissulega tíðindi þótt ekki sé hægt að tala um að ákvörðun hans komi algerlega á óvart. Það hefur verið fátítt á Íslandi að háttsettir embættismenn segi af sér embætti vegna pólitískra álitamála. Í yfirlýsingu Þórólfs segir orðrétt: Undanfarna daga hef ég ásamt borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans farið yfir stöðu mála. Við tókum sameiginlega ákvörðun, að ég fengi tækifæri til að skýra sjónarmið mín vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Það var mér nauðsynlegt að verja heiður minn og Reykjavíkurlistanum nauðsynlegt að stilla saman strengi sína. Ég hef frá upphafi komið hreint fram varðandi störf mín fyrir Olíufélagið. Ég hef útskýrt minn þátt. Ég hef unnið eftir fremsta megni að upplýsa þessi mál. Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla samkeppnistofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári.Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Það er mér mikils virði að borgarbúar eru ánægðir með störf mín í þágu borgarinnar og ég virðist njóta mikils traust sem borgarstjóri. Það hefur einnig komið fram að ekki ber neinn skugga á samstarf mitt við borgarfulltrúa og borgarstarfsmenn í störfum fyrir Reykjavíkurborg. Skoðanir eru hins vegar skiptar á meðal borgarbúa hvort ég eigi að gegna störfum sem borgarstjóri við núverandi aðstæður. Í því ljósi finnst mér mikilvægt að störf mín í almannaþágu litist ekki af þessum málum. Eða að þau hafi áhrif á framtíð og gengi Reykjavíkurlistans og Reykjavíkurborgar.Á undanförnum dögum hef ég fundið fyrir ótrúlegri hvatningu fjölda fólks. Og ég met mikils þann mikla stuðning sem mér hefur hlotnast. Ég veit að margir munu vera ósáttir við þá ákvörðun sem ég hef tekið. Þá ákvörðun verð ég að taka sjálfur og það er mitt mat að hún er best fyrir Reykjavíkurlistann og mig sjálfan.Ég var beðinn um að taka að mér starf borgarstjóra fyrir tæpum tveimur árum og bar það skjótt að eins og flestir vita. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri sem mér gafst til að gegna störfum í almannaþágu og láta gott að mér leiða. Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú, að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir.Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann. Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um það, að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum. Eftir að hafa lesið yfirlýsinguna gaf Þórólfur færi á nokkrum spurningum. Aðspurður hvort honum finndist ekki að verið væri að bola honum úr starfi sagði Þórólfur að honum finndist að hann væri fyrst og fremst að hugsa um framtíð R-listans og heiður sinn í samhengi. Þórólfur sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki að hann viki úr starfinu. Hann sagði að R-listinn myndi leiða til lykta mjög fljótlega hver tæki við af honum.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira