Enn óvissa um Þórólf 9. nóvember 2004 00:01 Þótt allt útlit sé fyrir að Vinstri - grænir hafi ekki endurheimt traust sitt á Þórólfi Árnasyni er ekki hægt að gefa sér að hann hætti sem borgarstjóri R-listans á næstunni. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að íbúar Reykjavíkur skiptast í tvær fylkingar í afstöðunni til þess hvort Þórólfur eigi að fara eða vera, en samt ber meirihluti borgarbúa enn traust til hans og er ánægður með störf hans. Rúm vika er frá því að síðari hluti olíumálsins hófst þegar Samkeppnisstofnun skilaði endanlegri skýrslu um samráð olíufélaganna. Á þeim tíma sem liðinn er hafa grunnskólabörn í borginni farið aftur í skólann eftir sex vikna verkfall, notið kennslu í sex daga og farið svo aftur heim í verkfallsfrí. Svandís Svavarsdóttir, formaður félags Vinstri - grænna í Reykjavík, telur tímabært að borgarstjórnarflokkur R-listans snúi sér að öðru en að ræða hvort Þórólfur Árnason eigi að vera borgarstjóri eða ekki. Sérstaklega sé brýnt að ræða kennaraverkfallið. Henni finnst mál Þórólfs hafa tekið of langan tíma og nú þurfi vinnufrið til að fara að ræða það sem skipti máli. Svandís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun á því að Þórólfur eigi að víkja á þeim tíma sem honum var gefinn til að skýra sína hlið málsins, störf sín hjá Olíufélaginu Essó og þátttöku í samráðinu. Í kvöld verði félagsfundur hjá Vinstri - grænum og þá verði formleg afstaða flokksins í borginni ákveðin. Hún segir að það fólk sem hún hafi talað við hafi sömu afstöðu og það hafi haft hingað til og á því ekki von á breytingum í afstöðu flokksins. Málin verði þó að sjálfsögðu rædd vel og vandlega á fundinum í kvöld. Gallup kannaði afstöðu Reykvíkinga til borgarstjórans Þórólfs Árnasonar dagana 5.-8. nóvember. Ríflega 670 manns tóku þátt í könnuninni en úrtakið var eitt þúsund Reykvíkingar á aldrinum 18-75 ára, valdir af tilviljun úr þjóðskrá. Spurt var hvort fólk vildi að Þórólfur sæti áfram sem borgarstjóri eða segði af sér. Við því svaraði helmingur svarenda já en helmingur nei. Þá var spurt hvort fólk væri ánægt með störf Þórólfs í borginni. Tæplega 77 prósent sögðu já, tæp 7 prósent sögðu nei og tæplega 16,5 prósent vildu ekki taka afstöðu. Gallup hefur tvisvar áður beðið Reykvíkinga um að svara þessari spurningu; fyrst í september árið 2003 eftir mikla umræðu um frumskýrslu olíufélaganna það sumar. Ánægja borgarbúa með Þórólf hefur vaxið jafnt með hverri könnun. Að lokum var spurt hversu mikið traust fólk bæri til Þórólfs Árnasonar. Rúmlega 56 prósent segjast bera mikið traust til hans eða töluvert fleiri en telja hann eiga að vera áfram í embætti. 23 prósent aðspurðra bera lítið traust til Þórólfs en rúmur fimmtungur ber hvorki lítið né mikið traust til hans. Elsti hópurinn ber áberandi mest traust til Þórólfs. Erfiðlega hefur gengið að ná tali af borgarfulltrúum R-listans í dag, svo sem eins og aðra daga sem mál þetta hefur verið til umræðu. Heimildir fréttastofu herma að framsóknarmenn séu enn reiðubúnir að styðja Þórólf til áframhaldandi setu í stóli borgarstjóra. Samfylkingarmenn séu á báðum áttum en miklu þykir skipta að Ingibjörg Sólrún sé ekki reiðubúin að beita sér gegn honum. Þá hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður borgarstjórnar, sem kemur úr röðum Vinstri - grænna og hefur lýst því yfir að hann beri ekki fullt traust til Þórólfs, nú látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að hann hafi aldrei sagt að Þórólfur ætti að hætta. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Þótt allt útlit sé fyrir að Vinstri - grænir hafi ekki endurheimt traust sitt á Þórólfi Árnasyni er ekki hægt að gefa sér að hann hætti sem borgarstjóri R-listans á næstunni. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að íbúar Reykjavíkur skiptast í tvær fylkingar í afstöðunni til þess hvort Þórólfur eigi að fara eða vera, en samt ber meirihluti borgarbúa enn traust til hans og er ánægður með störf hans. Rúm vika er frá því að síðari hluti olíumálsins hófst þegar Samkeppnisstofnun skilaði endanlegri skýrslu um samráð olíufélaganna. Á þeim tíma sem liðinn er hafa grunnskólabörn í borginni farið aftur í skólann eftir sex vikna verkfall, notið kennslu í sex daga og farið svo aftur heim í verkfallsfrí. Svandís Svavarsdóttir, formaður félags Vinstri - grænna í Reykjavík, telur tímabært að borgarstjórnarflokkur R-listans snúi sér að öðru en að ræða hvort Þórólfur Árnason eigi að vera borgarstjóri eða ekki. Sérstaklega sé brýnt að ræða kennaraverkfallið. Henni finnst mál Þórólfs hafa tekið of langan tíma og nú þurfi vinnufrið til að fara að ræða það sem skipti máli. Svandís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun á því að Þórólfur eigi að víkja á þeim tíma sem honum var gefinn til að skýra sína hlið málsins, störf sín hjá Olíufélaginu Essó og þátttöku í samráðinu. Í kvöld verði félagsfundur hjá Vinstri - grænum og þá verði formleg afstaða flokksins í borginni ákveðin. Hún segir að það fólk sem hún hafi talað við hafi sömu afstöðu og það hafi haft hingað til og á því ekki von á breytingum í afstöðu flokksins. Málin verði þó að sjálfsögðu rædd vel og vandlega á fundinum í kvöld. Gallup kannaði afstöðu Reykvíkinga til borgarstjórans Þórólfs Árnasonar dagana 5.-8. nóvember. Ríflega 670 manns tóku þátt í könnuninni en úrtakið var eitt þúsund Reykvíkingar á aldrinum 18-75 ára, valdir af tilviljun úr þjóðskrá. Spurt var hvort fólk vildi að Þórólfur sæti áfram sem borgarstjóri eða segði af sér. Við því svaraði helmingur svarenda já en helmingur nei. Þá var spurt hvort fólk væri ánægt með störf Þórólfs í borginni. Tæplega 77 prósent sögðu já, tæp 7 prósent sögðu nei og tæplega 16,5 prósent vildu ekki taka afstöðu. Gallup hefur tvisvar áður beðið Reykvíkinga um að svara þessari spurningu; fyrst í september árið 2003 eftir mikla umræðu um frumskýrslu olíufélaganna það sumar. Ánægja borgarbúa með Þórólf hefur vaxið jafnt með hverri könnun. Að lokum var spurt hversu mikið traust fólk bæri til Þórólfs Árnasonar. Rúmlega 56 prósent segjast bera mikið traust til hans eða töluvert fleiri en telja hann eiga að vera áfram í embætti. 23 prósent aðspurðra bera lítið traust til Þórólfs en rúmur fimmtungur ber hvorki lítið né mikið traust til hans. Elsti hópurinn ber áberandi mest traust til Þórólfs. Erfiðlega hefur gengið að ná tali af borgarfulltrúum R-listans í dag, svo sem eins og aðra daga sem mál þetta hefur verið til umræðu. Heimildir fréttastofu herma að framsóknarmenn séu enn reiðubúnir að styðja Þórólf til áframhaldandi setu í stóli borgarstjóra. Samfylkingarmenn séu á báðum áttum en miklu þykir skipta að Ingibjörg Sólrún sé ekki reiðubúin að beita sér gegn honum. Þá hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður borgarstjórnar, sem kemur úr röðum Vinstri - grænna og hefur lýst því yfir að hann beri ekki fullt traust til Þórólfs, nú látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að hann hafi aldrei sagt að Þórólfur ætti að hætta.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira