Lífsnauðsynlegt að dansa 8. nóvember 2004 00:01 "Dans er stórgóð alhliða þjálfun. Þar er einbeiting, þol, styrkur og liðleiki allt æft á jafnan hátt. Dansinn léttir líka lundina og er rosalega skemmtileg íþrótt," segir Guðrún Inga Torfadóttir, danskennari hjá Dansstúdíói World Class í Laugum í Laugardal. Guðrún er búin að dansa frá því hún var fjögurra ára og getur hreinlega ekki lifað án hreyfingarinnar. "Ég útskrifaðist af nútímadansbraut í Listdansskólanum árið 2002. Eftir það fór ég í starfsnám hjá Íslenska dansflokkinum en kláraði það ekki þar sem ég er líka að læra lögfræði í Háskólanum í Reykjavík, en ég klára BA-gráðu þar næsta vor. Fyrir mér er lífsnauðsynlegt að dansa og ég fæ fráhvarfseinkenni ef ég geri það ekki. Ég mun aldrei hætta að dansa." Dansstúdíóið í Laugum er rekið af dansaranum og danskennaranum Nönnu Ósk Jónsdóttur. Það er rekið sjálfstætt og var opnað um leið og líkamsræktarstöðin. Boðið er upp á margs konar danstíma í stúdíóinu en Guðrún kennir þar freestyle og jazzfunk. Einnig er hægt að sækja tíma í salsa, breakdansi og nútímadansi ef nægileg skráning fæst. Tímunum er skipt eftir aldri og eru þeir jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. "Nær allir vöðvar eru þjálfaðir í dansi. Það er allt unnið út frá miðju því öll orkan er í maga og baki. Dans er líka mikil fótavinna en jafnframt alhliða líkamsþjálfun því maður þarf að nota hendurnar líka," segir Guðrún, sem vill að nemendur geri danssporin að sínum eigin. "Ég vil ekki bara sjá nemendur gera eins og ég. Þegar þeir eru búnir að læra sporin þá vil ég að þeir gefi sitt í það og geri þau að sínum eigin. Þetta er skapandi eins og hver önnur list. Til að dansinn sé skemmtilegur er mikilvægt að láta miklar tilfinningar í hann." Margir velta því fyrir sér hvernig fari saman að vera bæði laganemi og danskennari. "Mér finnst stórkostlegt að kenna með náminu og nauðsynlegt að dansa til að halda mér í bæði góðu líkamlegu og andlegu formi. Vissulega eru þetta andstæður en það hentar mér vel. Lögfræðin er hugarleikfimi og akademísk en dansinn mjög líkamlegur og andlegur. Það eru miklar tilfinningar í dansi og það greinir hann frá öðrum íþróttagreinum." Heilsa Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
"Dans er stórgóð alhliða þjálfun. Þar er einbeiting, þol, styrkur og liðleiki allt æft á jafnan hátt. Dansinn léttir líka lundina og er rosalega skemmtileg íþrótt," segir Guðrún Inga Torfadóttir, danskennari hjá Dansstúdíói World Class í Laugum í Laugardal. Guðrún er búin að dansa frá því hún var fjögurra ára og getur hreinlega ekki lifað án hreyfingarinnar. "Ég útskrifaðist af nútímadansbraut í Listdansskólanum árið 2002. Eftir það fór ég í starfsnám hjá Íslenska dansflokkinum en kláraði það ekki þar sem ég er líka að læra lögfræði í Háskólanum í Reykjavík, en ég klára BA-gráðu þar næsta vor. Fyrir mér er lífsnauðsynlegt að dansa og ég fæ fráhvarfseinkenni ef ég geri það ekki. Ég mun aldrei hætta að dansa." Dansstúdíóið í Laugum er rekið af dansaranum og danskennaranum Nönnu Ósk Jónsdóttur. Það er rekið sjálfstætt og var opnað um leið og líkamsræktarstöðin. Boðið er upp á margs konar danstíma í stúdíóinu en Guðrún kennir þar freestyle og jazzfunk. Einnig er hægt að sækja tíma í salsa, breakdansi og nútímadansi ef nægileg skráning fæst. Tímunum er skipt eftir aldri og eru þeir jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. "Nær allir vöðvar eru þjálfaðir í dansi. Það er allt unnið út frá miðju því öll orkan er í maga og baki. Dans er líka mikil fótavinna en jafnframt alhliða líkamsþjálfun því maður þarf að nota hendurnar líka," segir Guðrún, sem vill að nemendur geri danssporin að sínum eigin. "Ég vil ekki bara sjá nemendur gera eins og ég. Þegar þeir eru búnir að læra sporin þá vil ég að þeir gefi sitt í það og geri þau að sínum eigin. Þetta er skapandi eins og hver önnur list. Til að dansinn sé skemmtilegur er mikilvægt að láta miklar tilfinningar í hann." Margir velta því fyrir sér hvernig fari saman að vera bæði laganemi og danskennari. "Mér finnst stórkostlegt að kenna með náminu og nauðsynlegt að dansa til að halda mér í bæði góðu líkamlegu og andlegu formi. Vissulega eru þetta andstæður en það hentar mér vel. Lögfræðin er hugarleikfimi og akademísk en dansinn mjög líkamlegur og andlegur. Það eru miklar tilfinningar í dansi og það greinir hann frá öðrum íþróttagreinum."
Heilsa Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira