Essó sker á öll tengsl 8. nóvember 2004 00:01 Stjórn Olíufélagsins Essó hefur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin, hætta strax í dag samstarfi um samreknar bensínstöðvar og starfsmenn félagsins munu í dag segja sig úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja jafnframt. Þetta er samkvæmt nýjum verklagsreglum félagsins sem kynntar voru í morgun og taka þegar gildi. Fulltrúar Essó í stjórn Olíudreifingar, sem er í sameign Essó og Olís, munu segja sig úr stjórn félagsins. Hætt verður samvinnu við önnur olíufélög við innkaup á eldsneyti svo fljótt sem auðið er. Essó ætlar að selja hlut sinn í Gasfélaginu, sem það á með Skeljungi og Olís, og beinir því til annarra hluthafa að það verði selt sem allra fyrst. Þangað til mun fulltrúi Essó í stjórninni segja af sér og utanaðkomandi aðili taka sæti hans. Þá ætlar félagið að sinna í einu og öllu þeirri upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í úrskurði Samkeppnisráðs og undirrita þær yfirlýsingar um upplýsingamiðlun sem um er beðið. Framvegis verður stjórnendum og starfsmönnum Essó óheimilt að eiga samskipti við stjórnendur og starfsmenn annarra olíufélaga nema með formlegum hætti og undirrituðum af forstjóra félagsins. Loks er stefnt að örari verðbreytingum en áður og verða þær að minnsta kosti vikulega. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, sagði í viðtali við fréttastofuna að væntanlega skapaði það betri verðmyndun. Hann sagði að síðastliðin þrjú ári hafi orðið eigendaskipti og starfað hafi verið samkvæmt nýjum leikreglum en þar sem ekki virtist, þrátt fyrir það, ríkja trúnaður á milli almennings og félagsins hafi stjórnendur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin. Sjálfur mun Hjörleifur meðal annars segja sig úr stjórn Olíudreifingar í dag þar sem hann hefur verið stjórnarformaður. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Stjórn Olíufélagsins Essó hefur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin, hætta strax í dag samstarfi um samreknar bensínstöðvar og starfsmenn félagsins munu í dag segja sig úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja jafnframt. Þetta er samkvæmt nýjum verklagsreglum félagsins sem kynntar voru í morgun og taka þegar gildi. Fulltrúar Essó í stjórn Olíudreifingar, sem er í sameign Essó og Olís, munu segja sig úr stjórn félagsins. Hætt verður samvinnu við önnur olíufélög við innkaup á eldsneyti svo fljótt sem auðið er. Essó ætlar að selja hlut sinn í Gasfélaginu, sem það á með Skeljungi og Olís, og beinir því til annarra hluthafa að það verði selt sem allra fyrst. Þangað til mun fulltrúi Essó í stjórninni segja af sér og utanaðkomandi aðili taka sæti hans. Þá ætlar félagið að sinna í einu og öllu þeirri upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í úrskurði Samkeppnisráðs og undirrita þær yfirlýsingar um upplýsingamiðlun sem um er beðið. Framvegis verður stjórnendum og starfsmönnum Essó óheimilt að eiga samskipti við stjórnendur og starfsmenn annarra olíufélaga nema með formlegum hætti og undirrituðum af forstjóra félagsins. Loks er stefnt að örari verðbreytingum en áður og verða þær að minnsta kosti vikulega. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, sagði í viðtali við fréttastofuna að væntanlega skapaði það betri verðmyndun. Hann sagði að síðastliðin þrjú ári hafi orðið eigendaskipti og starfað hafi verið samkvæmt nýjum leikreglum en þar sem ekki virtist, þrátt fyrir það, ríkja trúnaður á milli almennings og félagsins hafi stjórnendur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin. Sjálfur mun Hjörleifur meðal annars segja sig úr stjórn Olíudreifingar í dag þar sem hann hefur verið stjórnarformaður.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira