Staðir fylgja fólki og fólk stöðum 8. nóvember 2004 00:01 "Það má segja að í húsinu við Mímisveg 2a höfum ég og frú mín hafið búskap í byrjun árs 1979," segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. "Við höfðum reyndar verið saman í einhvern tíma áður, kynntumst erlendis og flökkuðum saman þar. Í þrjá mánuði eftir það vorum við svo mest í foreldrahúsum þangað til þetta hús kom til sögunnar. Ég man að á þessum tíma var gríðarleg eftirspurn hjá ungu fólki eftir húsnæði. Það voru stofnaðar leigumiðlanir sem reyndust svo vera svikamyllur og fólk var að borga stórfé fyrir að fá forgang að því að leigja íbúðir sem síðan voru ekki til og allt eftir þessu. Okkur var til að mynda boðinn bílskúr við Leifsgötuna á fáránlega háu verði. Fallega og reisulega húsið við Mímisveg 2a var hins vegar miðpunkturinn í erfðadeilum og afar löngum og flóknum málaferlum. Á meðan var umsjón hússins í höndum lögfræðiskrifstofu sem leigði íbúðirnar út samkvæmt einhverri vísitölu og svo fór að við fengum þessa fínu íbúð gegn leigu sem var tæplega helmingur af því sem bílskúrinn átti að kosta. Svo við vorum mjög heppin." Og ekki bara með verðið. "Þarna var mjög gott að búa, staðsetningin alveg einstök fyrir fólk á okkar aldri og stutt í allar áttir. Íbúðin var ekki stór en alveg nógu stór fyrir okkur. Það voru margar íbúðir í húsinu og mannlífsflóran fjölbreytt á köflum." Íbúðin varð Einari að sjálfsögðu að yrkisefni. "Einn daginn þegar ég sat heima og var að skrifa BA-ritgerðina mína um T.S. Eliot fylltist húsið skyndilega af fasteignasölum sem komu til að verðmeta húsið. Ég notaði þetta atvik í stórt og mikið ljóð í bókinni Sendisveinninn er einmana sem heitir Fasteignasalarnir. Svo notaði ég erfðamálið líka mjög frjálslega í bókinni Rauðir dagar." Svo fór að erfðadeilan leystist á meðan þau hjónin bjuggu í húsinu og Einari stóð til boða að eignast íbúðina. "Og þá gerði ég vitleysu. Íbúðin var verðlögð á 10 milljónir á þágildandi verðlagi sem var bara svona meðalverð. Ég var hins vegar búinn að ákveða að ég ætlaði að freista gæfunnar á ritvellinum og treysti mér ekki til að festa mig í steinsteypu. Svo einhver annar keypti íbúðina og seldi hana síðan ári seinna á 24 milljónir. Svo má segja að ég hafi tapað á fasteignaviðskiptum." En hvað finnst honum um húsið í dag? "Við hjónin minnumst þessa húss með mikilli hlýju og heilsum því alltaf þegar við keyrum framhjá. Þetta voru skemmtilegir tímar í lífi okkar og mikið að gerast og sköpun í loftinu." En skyldi Einar telja að fyrsta heimilið móti fólk að einhverju leyti? "Já, auðvitað. Staðir sitja í manni og um leið og maður fer að hugsa um þá þá man maður hitt og annað. Ég held að staðir fylgi fólki alltaf og fólk stöðum þó stundum eigi fólk og staðir misjafnlega saman." Hús og heimili Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
"Það má segja að í húsinu við Mímisveg 2a höfum ég og frú mín hafið búskap í byrjun árs 1979," segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. "Við höfðum reyndar verið saman í einhvern tíma áður, kynntumst erlendis og flökkuðum saman þar. Í þrjá mánuði eftir það vorum við svo mest í foreldrahúsum þangað til þetta hús kom til sögunnar. Ég man að á þessum tíma var gríðarleg eftirspurn hjá ungu fólki eftir húsnæði. Það voru stofnaðar leigumiðlanir sem reyndust svo vera svikamyllur og fólk var að borga stórfé fyrir að fá forgang að því að leigja íbúðir sem síðan voru ekki til og allt eftir þessu. Okkur var til að mynda boðinn bílskúr við Leifsgötuna á fáránlega háu verði. Fallega og reisulega húsið við Mímisveg 2a var hins vegar miðpunkturinn í erfðadeilum og afar löngum og flóknum málaferlum. Á meðan var umsjón hússins í höndum lögfræðiskrifstofu sem leigði íbúðirnar út samkvæmt einhverri vísitölu og svo fór að við fengum þessa fínu íbúð gegn leigu sem var tæplega helmingur af því sem bílskúrinn átti að kosta. Svo við vorum mjög heppin." Og ekki bara með verðið. "Þarna var mjög gott að búa, staðsetningin alveg einstök fyrir fólk á okkar aldri og stutt í allar áttir. Íbúðin var ekki stór en alveg nógu stór fyrir okkur. Það voru margar íbúðir í húsinu og mannlífsflóran fjölbreytt á köflum." Íbúðin varð Einari að sjálfsögðu að yrkisefni. "Einn daginn þegar ég sat heima og var að skrifa BA-ritgerðina mína um T.S. Eliot fylltist húsið skyndilega af fasteignasölum sem komu til að verðmeta húsið. Ég notaði þetta atvik í stórt og mikið ljóð í bókinni Sendisveinninn er einmana sem heitir Fasteignasalarnir. Svo notaði ég erfðamálið líka mjög frjálslega í bókinni Rauðir dagar." Svo fór að erfðadeilan leystist á meðan þau hjónin bjuggu í húsinu og Einari stóð til boða að eignast íbúðina. "Og þá gerði ég vitleysu. Íbúðin var verðlögð á 10 milljónir á þágildandi verðlagi sem var bara svona meðalverð. Ég var hins vegar búinn að ákveða að ég ætlaði að freista gæfunnar á ritvellinum og treysti mér ekki til að festa mig í steinsteypu. Svo einhver annar keypti íbúðina og seldi hana síðan ári seinna á 24 milljónir. Svo má segja að ég hafi tapað á fasteignaviðskiptum." En hvað finnst honum um húsið í dag? "Við hjónin minnumst þessa húss með mikilli hlýju og heilsum því alltaf þegar við keyrum framhjá. Þetta voru skemmtilegir tímar í lífi okkar og mikið að gerast og sköpun í loftinu." En skyldi Einar telja að fyrsta heimilið móti fólk að einhverju leyti? "Já, auðvitað. Staðir sitja í manni og um leið og maður fer að hugsa um þá þá man maður hitt og annað. Ég held að staðir fylgi fólki alltaf og fólk stöðum þó stundum eigi fólk og staðir misjafnlega saman."
Hús og heimili Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning