Fuglarnir hennar Kollu 8. nóvember 2004 00:01 Gallerí KSKl við Skólavörðustíginn er fullt af fuglum. Þó ekki lifandi skrækjandi fuglum heldur handunnum nytjafuglum sem eru til mikillar heimilisprýði. Þeir eru ýmist úr leir eða postulíni og fást jafnvel með gyllingum. Kolbrún S. Kjarval leirlistakona hefur búið til svona fugla í lengri tíma. "Þeir komu eiginlega bara af sjálfu sér einn daginn árið 1974 þegar ég var að renna prufur á rennibekknum mínum. Ein þeirra líktist fugli og ég ákvað að prófa mig áfram með hana og sjá hvað gerðist." Þrjátíu árum seinna er hún enn að þróa fuglana sína og fær alltaf nýjar hugmyndir. "Í fyrra þegar rjúpnaveiðibannið stóð yfir fannst mér svo mikil synd að fólk skyldi ekki fá að hafa rjúpu á jólunum að ég bjó til rjúpur til að hafa á jólaborðinu, bæði litlar fyrir tannstöngla og svo fyrir sultu og sósur. Jólarjúpurnar urðu mjög vinsælar og ég ætla að búa þær aftur til í ár." Kolla hefur alltaf haft gaman af fuglum og notar hvert tækifæri til að skoða þá. "Þegar ég fer til útlanda reyni ég alltaf að komast í dýragarð og fer þá beint í fuglahúsið og skoða fuglana þar." Það er mikil alúð og vinna að baki hverjum fugli. "Ég byrja á að renna leirinn og móta þá fuglana um leið. Svo þarf að hreinsa þá og skafa og svo eru þeir bakaðir við 1.000°C . Þegar því er lokið eru þeir glerjaðir, málaðir og skreyttir og svo eru þeir aftur bakaðir við 1.300°C. Ef ég set svo gyllingu þarf að baka í þriðja sinn, reyndar við mun lægri hita." Fuglarnir eru til í öllum stærðum og til flestra nota; sem ílát fyrir tannstöngla og eyrnapinna, sykurkör og rjómakönnur. staup og súputarínur svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru á mismunandi verði, hægt er að fá lítinn tannstönglafugl frá 2.000 krónum og upp úr, allt eftir þörfum og vild hvers og eins. Hægt er að panta þá í þeim litum sem passa best inn á heimilið eða með nöfnum, t.d. handa brúðhjónum. Það eru til fuglar fyrir alla. Hús og heimili Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Gallerí KSKl við Skólavörðustíginn er fullt af fuglum. Þó ekki lifandi skrækjandi fuglum heldur handunnum nytjafuglum sem eru til mikillar heimilisprýði. Þeir eru ýmist úr leir eða postulíni og fást jafnvel með gyllingum. Kolbrún S. Kjarval leirlistakona hefur búið til svona fugla í lengri tíma. "Þeir komu eiginlega bara af sjálfu sér einn daginn árið 1974 þegar ég var að renna prufur á rennibekknum mínum. Ein þeirra líktist fugli og ég ákvað að prófa mig áfram með hana og sjá hvað gerðist." Þrjátíu árum seinna er hún enn að þróa fuglana sína og fær alltaf nýjar hugmyndir. "Í fyrra þegar rjúpnaveiðibannið stóð yfir fannst mér svo mikil synd að fólk skyldi ekki fá að hafa rjúpu á jólunum að ég bjó til rjúpur til að hafa á jólaborðinu, bæði litlar fyrir tannstöngla og svo fyrir sultu og sósur. Jólarjúpurnar urðu mjög vinsælar og ég ætla að búa þær aftur til í ár." Kolla hefur alltaf haft gaman af fuglum og notar hvert tækifæri til að skoða þá. "Þegar ég fer til útlanda reyni ég alltaf að komast í dýragarð og fer þá beint í fuglahúsið og skoða fuglana þar." Það er mikil alúð og vinna að baki hverjum fugli. "Ég byrja á að renna leirinn og móta þá fuglana um leið. Svo þarf að hreinsa þá og skafa og svo eru þeir bakaðir við 1.000°C . Þegar því er lokið eru þeir glerjaðir, málaðir og skreyttir og svo eru þeir aftur bakaðir við 1.300°C. Ef ég set svo gyllingu þarf að baka í þriðja sinn, reyndar við mun lægri hita." Fuglarnir eru til í öllum stærðum og til flestra nota; sem ílát fyrir tannstöngla og eyrnapinna, sykurkör og rjómakönnur. staup og súputarínur svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru á mismunandi verði, hægt er að fá lítinn tannstönglafugl frá 2.000 krónum og upp úr, allt eftir þörfum og vild hvers og eins. Hægt er að panta þá í þeim litum sem passa best inn á heimilið eða með nöfnum, t.d. handa brúðhjónum. Það eru til fuglar fyrir alla.
Hús og heimili Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira