Verður ekki hrakinn úr flokknum 6. nóvember 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segist ekki láta hrekja sig úr Framsóknarflokknum. Sjónarmið hans eigi hljómgrunn innan flokksins. Tólf framsóknarfélag í norðvesturkjördæmi af tuttugu og sex hafa harmað í ályktunum þá stöðu sem er uppi innan flokksins eftir að Kristni var vikið úr öllum þingnefndum flokksins. Heitt var í kolunum á kjördæmisþingi í norðvesturkjördæmi í dag. Alls standa tæplega níuhundruð manns að þeim félögum sem hafa ályktað um stöðu Kristins H. Gunnarssonar innan þingflokksins. Tvöþúsund eru félagar í framsóknarfélögum í kjördæminu öllu. Eitthundrað og sjötíu fulltrúar voru á þinginu en sérstakur gestur var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Kristinn H. Gunnarsson gerði nýlega skýrslu um lýðræði og trú manna á stjórnmálamönnum að umtalsefni á þinginu síðdegis. Hann reifaði þar mál sem hann taldi síst líkleg til að auka mönnum traust á stjórnmálamönnum, svo sem fjölmiðlamálið og skipan Hæstaréttardómara, og gerði framgöngu fyrrverandu forsætisráðherra að umtalsefni. Kristinn sagði stjórnmál ekki vera eins og Morfís-mælskukeppni þar sem mönnum væri úthlutaður málstaður. Stjórnmál væru sannfæring, að standa á henni og fara að lýðræðislegum leikreglum. „Og ef við gerum það þá held ég að við uppskerum aukna virðingu samborgara okkar, við sem erum á stjórnmálasviðinu,“ sagði Kristinn. Þingmaðurinn sagðist sáttfús maður og að hann væri tilbúinn að ræða við menn um málefni og sjálfan sig. „En ég verð ekki barinn til bókarinnar, ég verð ekki hrakinn úr flokknum, vegna þess að þau sjónarmið sem ég stend og tala fyrir eiga mikinn hljómgrunn meðal kjósenda flokksins. Þess vegna á ég samleið með flokknum,“ sagði Kristinn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segist ekki láta hrekja sig úr Framsóknarflokknum. Sjónarmið hans eigi hljómgrunn innan flokksins. Tólf framsóknarfélag í norðvesturkjördæmi af tuttugu og sex hafa harmað í ályktunum þá stöðu sem er uppi innan flokksins eftir að Kristni var vikið úr öllum þingnefndum flokksins. Heitt var í kolunum á kjördæmisþingi í norðvesturkjördæmi í dag. Alls standa tæplega níuhundruð manns að þeim félögum sem hafa ályktað um stöðu Kristins H. Gunnarssonar innan þingflokksins. Tvöþúsund eru félagar í framsóknarfélögum í kjördæminu öllu. Eitthundrað og sjötíu fulltrúar voru á þinginu en sérstakur gestur var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Kristinn H. Gunnarsson gerði nýlega skýrslu um lýðræði og trú manna á stjórnmálamönnum að umtalsefni á þinginu síðdegis. Hann reifaði þar mál sem hann taldi síst líkleg til að auka mönnum traust á stjórnmálamönnum, svo sem fjölmiðlamálið og skipan Hæstaréttardómara, og gerði framgöngu fyrrverandu forsætisráðherra að umtalsefni. Kristinn sagði stjórnmál ekki vera eins og Morfís-mælskukeppni þar sem mönnum væri úthlutaður málstaður. Stjórnmál væru sannfæring, að standa á henni og fara að lýðræðislegum leikreglum. „Og ef við gerum það þá held ég að við uppskerum aukna virðingu samborgara okkar, við sem erum á stjórnmálasviðinu,“ sagði Kristinn. Þingmaðurinn sagðist sáttfús maður og að hann væri tilbúinn að ræða við menn um málefni og sjálfan sig. „En ég verð ekki barinn til bókarinnar, ég verð ekki hrakinn úr flokknum, vegna þess að þau sjónarmið sem ég stend og tala fyrir eiga mikinn hljómgrunn meðal kjósenda flokksins. Þess vegna á ég samleið með flokknum,“ sagði Kristinn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira