Forstjórarnir njóta enn trausts 5. nóvember 2004 00:01 Forstjórar olíufélaganna virðast enn njóta trausts í viðskiptalífinu, ef miðað er við þau störf sem þeir gegna þar, og gildir áfellisdómur Samkeppnisstofnunar einu. Mikil reiði ríkir í samfélaginu í garð þeirra sem fóru með völdin í olíufélögunum þremur, Olís, Essó og Skeljungi, á þeim tíma sem Samkeppnisstofnun telur víðtækt samráð hafa hamlað eðlilegri samkeppni. Hvar eru þessir herramenn nú? Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sem samkvæmt skýrslunni átti frumkvæði að nánu samráði olíufélaganna, er í dag stjórnarformaður Straums fjárfestingarbanka. Þar á hann sjálfur og fjölskylda hans stóran hlut. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður úr Eyjum, á ellefu prósent í Straumi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann væri mjög sáttur við Kristinn sem væri öflugur og flottur maður. Kristinn var studdur til stjórnarformennsku í bankanum af öðrum hluthöfum, þar á meðal Burðarási sem er að stórum hluta í eigu Landsbankans. Þá erum við komin að öðrum forstjóra, Einari Benediktssyni. Hann er einn helsti eigandi Olís í dag en hann var starfsmaður á tíma samráðs. Hann er sá eini af samráðsforstjórunum sem enn starfar í geiranum. Einar situr í bankaráði Landsbankans. Ekki náðist í formann bankaráðsins í dag. Rétt er að staldra aðeins við hér því þeir Einar og Kristinn sitja báðir í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í lögum um fjármálafyrirtæki segir um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis [. . .] mega ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína eða skaði fyrirtækið.“ Fjármálaeftirlitinu er falið að meta hvort menn uppfylli þessi skilyrði og sinni því hlutverki að eigin frumkvæði. Þá er eftir Geir Magnússon sem var forstjóri Essó þann tíma sem umfjöllun Samkeppnisstofnun nær til. Hann fékk ágætan starfslokasamning og er nú kominn á eftirlaun. Ekkert í samningnum firrir hann hins vegar ábyrgð. Olíufélögin hafa öll skipt um eigendur frá tímum samráðs. Nýir eigendur Skeljungs og Essó segja málið skelfilegt og slæmt að það bitni á þeim. Enn eru þó ýmsir starfsmenn enn hjá félögunum sem nefndir eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þar á meðal er Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, sem var aðstoðarforstjóri. Stjórnarformaður Skeljungs ítrekaði í samtali við fréttastofu að hann bæri traust til Gunnars og sagði slæmt að forstjórarnir þrír, sem margnefndir hafa verið, komi ekki fram og standi fyrir máli sínu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
Forstjórar olíufélaganna virðast enn njóta trausts í viðskiptalífinu, ef miðað er við þau störf sem þeir gegna þar, og gildir áfellisdómur Samkeppnisstofnunar einu. Mikil reiði ríkir í samfélaginu í garð þeirra sem fóru með völdin í olíufélögunum þremur, Olís, Essó og Skeljungi, á þeim tíma sem Samkeppnisstofnun telur víðtækt samráð hafa hamlað eðlilegri samkeppni. Hvar eru þessir herramenn nú? Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sem samkvæmt skýrslunni átti frumkvæði að nánu samráði olíufélaganna, er í dag stjórnarformaður Straums fjárfestingarbanka. Þar á hann sjálfur og fjölskylda hans stóran hlut. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður úr Eyjum, á ellefu prósent í Straumi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann væri mjög sáttur við Kristinn sem væri öflugur og flottur maður. Kristinn var studdur til stjórnarformennsku í bankanum af öðrum hluthöfum, þar á meðal Burðarási sem er að stórum hluta í eigu Landsbankans. Þá erum við komin að öðrum forstjóra, Einari Benediktssyni. Hann er einn helsti eigandi Olís í dag en hann var starfsmaður á tíma samráðs. Hann er sá eini af samráðsforstjórunum sem enn starfar í geiranum. Einar situr í bankaráði Landsbankans. Ekki náðist í formann bankaráðsins í dag. Rétt er að staldra aðeins við hér því þeir Einar og Kristinn sitja báðir í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í lögum um fjármálafyrirtæki segir um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis [. . .] mega ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína eða skaði fyrirtækið.“ Fjármálaeftirlitinu er falið að meta hvort menn uppfylli þessi skilyrði og sinni því hlutverki að eigin frumkvæði. Þá er eftir Geir Magnússon sem var forstjóri Essó þann tíma sem umfjöllun Samkeppnisstofnun nær til. Hann fékk ágætan starfslokasamning og er nú kominn á eftirlaun. Ekkert í samningnum firrir hann hins vegar ábyrgð. Olíufélögin hafa öll skipt um eigendur frá tímum samráðs. Nýir eigendur Skeljungs og Essó segja málið skelfilegt og slæmt að það bitni á þeim. Enn eru þó ýmsir starfsmenn enn hjá félögunum sem nefndir eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þar á meðal er Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, sem var aðstoðarforstjóri. Stjórnarformaður Skeljungs ítrekaði í samtali við fréttastofu að hann bæri traust til Gunnars og sagði slæmt að forstjórarnir þrír, sem margnefndir hafa verið, komi ekki fram og standi fyrir máli sínu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira