Arftaka Þórólfs leitað 4. nóvember 2004 00:01 Ósennilegt er talið að frammistaða Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins í gærkvöld komi í veg fyrir að hann missi starfið. Á átakafundi borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans og Þórólfs í fyrrakvöld bað Þórólfur um tækifæri til að kynna sjónarmið sín fyrir borgarbúum áður en ákvörðun yrði tekin um framhaldið, en borgarfulltrúarnir höfðu farið fram á að hann hætti störfum. Þeir urðu hins vegar við bón hans. Viðmælendur Fréttablaðsins úr röðum Vinstri grænna segja að ekkert nýtt hafi komið fram í máli Þórólfs sem breyti þeirri skoðun flokksmanna að hann eigi að segja af sér. Hann hafi komið á fund hjá flokknum á þriðjudagskvöld þar sem hann hafi farið með sömu ræðu. Því telja margir að nú sé að skapast ástand sem ekki verði unað við til lengdar. Þrátt fyrir þetta telja flestir viðmælendur blaðsins að samstarfi Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um Reykjavíkurlista sé ekki að ljúka. Hvorki sé trúnaðarbrestur milli þeirra né málefnaágreiningur. Hins vegar sé ljóst að Vinstri grænir sætti sig ekki við að Þórólfur sitji áfram og að borgarfulltrúar hinna flokkanna hafi sæst á þá afstöðu eins og kom fram á fundinum í fyrrakvöld. Borgarfulltrúar Reykavíkurlistans munu hittast um helgina og ræða leiðir til að leysa þann hnút sem orðinn er. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar um hver geti tekið við af Þórólfi. Búið var að gera tillögu um Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa, en þegar Þórólfur neitaði að víkja var ekki hægt að taka afstöðu til hennar. Talið er að Framsóknarmenn og Vinstri grænir geti illa sætt sig við Dag. Hann er af mörgum talinn tengjast Samfylkingunni þrátt fyrir að vera óháður innan listans auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina þar sem hann hefur gagnrýnt ríkisstjórn Framsóknarflokksins. Einn viðmælandi blaðsins sagði að flokkarnir tveir þyrftu allra síst á því að halda að ala upp leiðtoga fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Aðrir töldu Dag of ungan og reynslulítinn til að gegna starfinu en hann er 32 ára. Þess má geta að Davíð Oddsson utanríkisráðherra var 34 ára þegar hann varð borgarstjóri árið 1982. Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar. Sumir vilja kalla Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur aftur til starfa. Hins vegar er talið nánast útilokað að hún samþykki slíkt þar sem hún líti svo á að þeim kafla í pólitískum ferli sínum sé lokið. Þá hafa nöfn Stefáns Jóns Hafstein, Árna Þórs Sigurðssonar og Alfreðs Þorsteinssonar verið nefnd. Þá er ekki útilokað að embættinu verði skipt á milli flokkanna eftir málefnaflokkum þannig að borgarstjórarnir verði þrír. Það á sér fordæmi því Auður Auðuns og Geir Hallgrímsson gegndu embættinu samtímis um nokkurt skeið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Borgarfulltrúarnir hafa hins vegar ekki langan tíma til að komast að niðurstöðu þar sem Vinstri grænir koma saman til félagsfundar á þriðjudag til að ræða samstarfið í Reykavíkurlistanum. Þar þarf að liggja fyrir niðurstaða sem flokksmenn geta sætt sig við, annars má búast við að þolinmæði manna sé á þrotum. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Ósennilegt er talið að frammistaða Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins í gærkvöld komi í veg fyrir að hann missi starfið. Á átakafundi borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans og Þórólfs í fyrrakvöld bað Þórólfur um tækifæri til að kynna sjónarmið sín fyrir borgarbúum áður en ákvörðun yrði tekin um framhaldið, en borgarfulltrúarnir höfðu farið fram á að hann hætti störfum. Þeir urðu hins vegar við bón hans. Viðmælendur Fréttablaðsins úr röðum Vinstri grænna segja að ekkert nýtt hafi komið fram í máli Þórólfs sem breyti þeirri skoðun flokksmanna að hann eigi að segja af sér. Hann hafi komið á fund hjá flokknum á þriðjudagskvöld þar sem hann hafi farið með sömu ræðu. Því telja margir að nú sé að skapast ástand sem ekki verði unað við til lengdar. Þrátt fyrir þetta telja flestir viðmælendur blaðsins að samstarfi Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um Reykjavíkurlista sé ekki að ljúka. Hvorki sé trúnaðarbrestur milli þeirra né málefnaágreiningur. Hins vegar sé ljóst að Vinstri grænir sætti sig ekki við að Þórólfur sitji áfram og að borgarfulltrúar hinna flokkanna hafi sæst á þá afstöðu eins og kom fram á fundinum í fyrrakvöld. Borgarfulltrúar Reykavíkurlistans munu hittast um helgina og ræða leiðir til að leysa þann hnút sem orðinn er. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar um hver geti tekið við af Þórólfi. Búið var að gera tillögu um Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa, en þegar Þórólfur neitaði að víkja var ekki hægt að taka afstöðu til hennar. Talið er að Framsóknarmenn og Vinstri grænir geti illa sætt sig við Dag. Hann er af mörgum talinn tengjast Samfylkingunni þrátt fyrir að vera óháður innan listans auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina þar sem hann hefur gagnrýnt ríkisstjórn Framsóknarflokksins. Einn viðmælandi blaðsins sagði að flokkarnir tveir þyrftu allra síst á því að halda að ala upp leiðtoga fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Aðrir töldu Dag of ungan og reynslulítinn til að gegna starfinu en hann er 32 ára. Þess má geta að Davíð Oddsson utanríkisráðherra var 34 ára þegar hann varð borgarstjóri árið 1982. Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar. Sumir vilja kalla Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur aftur til starfa. Hins vegar er talið nánast útilokað að hún samþykki slíkt þar sem hún líti svo á að þeim kafla í pólitískum ferli sínum sé lokið. Þá hafa nöfn Stefáns Jóns Hafstein, Árna Þórs Sigurðssonar og Alfreðs Þorsteinssonar verið nefnd. Þá er ekki útilokað að embættinu verði skipt á milli flokkanna eftir málefnaflokkum þannig að borgarstjórarnir verði þrír. Það á sér fordæmi því Auður Auðuns og Geir Hallgrímsson gegndu embættinu samtímis um nokkurt skeið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Borgarfulltrúarnir hafa hins vegar ekki langan tíma til að komast að niðurstöðu þar sem Vinstri grænir koma saman til félagsfundar á þriðjudag til að ræða samstarfið í Reykavíkurlistanum. Þar þarf að liggja fyrir niðurstaða sem flokksmenn geta sætt sig við, annars má búast við að þolinmæði manna sé á þrotum.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira