Framtíð Þórólfs ræðst í kvöld 3. nóvember 2004 00:01 Samstarf flokkanna sem standa að R-listanum er í uppnámi eftir að Vinstri - grænir lýstu því yfir að þeir bæru ekki fullt traust til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Búist er við að framtíð Þórólfs í borginni ráðist á fundi borgarfulltrúa R-listans í kvöld. Í gær lýsti Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, yfir eindregnum stuðningi flokksins við borgarstjóra. Að kvöldi þess dags lýstu forystumenn Vinstri grænna í Reykjavík, sem standa ásamt Framsóknarflokki og Samfylkingu að samstarfinu, því yfir að þeir bæru ekki traust til Þórólfs vegna þess sem fram kemur í skýrslu Samkeppnistofnunar um samráð olíufélaganna. Meirihlutinn í borgarstjórn fundaði með borgarstjóra í morgun og biðu fréttamenn sjónvarpsmiðlanna eftir þeim. Þeir vildu hins vegar lítið segja. Það eina sem Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði var: „Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar,“ þegar fréttamenn spurðu um fregnir af fundinum. Björk bætti því svo við, eftir að fjölmiðlamenn höfðu fylgt fast á hæla hennar, að lausn væri ekki að finna í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að ekkert nýtt væri í málinu. Menn eigi eftir að fara betur yfir málið og leggjast yfir skýrslu Samkeppnisstofnunar. Spurður hvort hann væri ekki búinn að lesa hana sagðist hann vera búinn að því að stórum hluta. Hann vildi ekki tjá sig um hvað honum fyndist um þátt borgarstjóra. Nú klukkan sex hófu flokksmenn úr þeim þremur flokkum sem standa að R-listanum fund hver í sínu lagi en klukkan átta hittist meirihlutinn. Talað hefur verið um að á þeim fundi ráðist framhald samstarfsins og staða Þórólfs. Hann segi sjálfur af sér embætti, verði þvingaður til þess eða samstarfið slitni. Vandamálið sé hins vegar að koma sér saman um hver eigi að taka við af honum og það geti reynst erfitt. Þá tala margir úr þessum hópi um að Þórólfur hafi staðið sig vel, aðrir eigi meiri sök í olíuhneykslinu og ekki hægt að láta Sjálfstæðismenn græða á því með klofningi meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Samstarf flokkanna sem standa að R-listanum er í uppnámi eftir að Vinstri - grænir lýstu því yfir að þeir bæru ekki fullt traust til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Búist er við að framtíð Þórólfs í borginni ráðist á fundi borgarfulltrúa R-listans í kvöld. Í gær lýsti Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, yfir eindregnum stuðningi flokksins við borgarstjóra. Að kvöldi þess dags lýstu forystumenn Vinstri grænna í Reykjavík, sem standa ásamt Framsóknarflokki og Samfylkingu að samstarfinu, því yfir að þeir bæru ekki traust til Þórólfs vegna þess sem fram kemur í skýrslu Samkeppnistofnunar um samráð olíufélaganna. Meirihlutinn í borgarstjórn fundaði með borgarstjóra í morgun og biðu fréttamenn sjónvarpsmiðlanna eftir þeim. Þeir vildu hins vegar lítið segja. Það eina sem Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði var: „Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar,“ þegar fréttamenn spurðu um fregnir af fundinum. Björk bætti því svo við, eftir að fjölmiðlamenn höfðu fylgt fast á hæla hennar, að lausn væri ekki að finna í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að ekkert nýtt væri í málinu. Menn eigi eftir að fara betur yfir málið og leggjast yfir skýrslu Samkeppnisstofnunar. Spurður hvort hann væri ekki búinn að lesa hana sagðist hann vera búinn að því að stórum hluta. Hann vildi ekki tjá sig um hvað honum fyndist um þátt borgarstjóra. Nú klukkan sex hófu flokksmenn úr þeim þremur flokkum sem standa að R-listanum fund hver í sínu lagi en klukkan átta hittist meirihlutinn. Talað hefur verið um að á þeim fundi ráðist framhald samstarfsins og staða Þórólfs. Hann segi sjálfur af sér embætti, verði þvingaður til þess eða samstarfið slitni. Vandamálið sé hins vegar að koma sér saman um hver eigi að taka við af honum og það geti reynst erfitt. Þá tala margir úr þessum hópi um að Þórólfur hafi staðið sig vel, aðrir eigi meiri sök í olíuhneykslinu og ekki hægt að láta Sjálfstæðismenn græða á því með klofningi meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira