Heltekinn af hamfaraflóðum 3. nóvember 2004 00:01 Áhugi manna á Grímsvatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðingur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfarvegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis. Jöklar eru nánast óþekktir í Bretlandi en Russell segir að í heimalandi sínu, Skotlandi, sé landslag mótað af ísaldarjökli og af því stafi áhuginn. Hann segir að aðstæður séu víða hérlendis eins og í Skotlandi undir lok ísaldar og af þeim sökum er landið sérstaklega áhugavert til skoðunar. Fyrst einbeitti Russell sér að Grænlandi en þegar hann sá Vatnajökul úr lofti á leið sinni þangað varð ekki aftur snúið. Hann kom fyrst hingað sumarið 1996, rétt áður en Gjálpargosið varð. Nokkrum mánuðum síðar var hann aftur mættur á svæðið, að þessu sinni til að skoða árfarvegi eftir að hlaupið mikla var gengið um garð. Síðan þá hefur hann heimsótt okkur í sextán skipti og í hvert skipti hefur landslagið tekið breytingum. Þegar Russell er ekki við rannsóknir þá ferðast hann um öræfi landsins. Til dæmis dvaldi hann hann í tjaldi í Möðrudal á Fjöllum um árið með konu sinni og börnum, og hugaði að Jökulsá á Fjöllum í leiðinni. "Þar er dálítið eyðilegt um að litast," segir hann. Annars finnst Russell mikið til sanda og hrauna koma og þegar hann er í Bretlandi leitar hann gjarnan uppi malarnámur og eyðilega staði þar sem ekki sprettur eitt stingandi strá. Mikill áhugi er meðal erlendra jarðvísindamanna á Íslandi enda segir Russell að landið sé eins og ein stór tilraunastofa. Á síðustu árum hefur hann leiðbeint átta doktorsnemum sem rannsakað hafa íslenska jökla og jökulhlaup. Russell er þessa dagana staddur á ráðstefnu í Boston en reiknar með að koma hingað í næstu viku til að skoða verksummerki á Skeiðarársandi. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Áhugi manna á Grímsvatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðingur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfarvegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis. Jöklar eru nánast óþekktir í Bretlandi en Russell segir að í heimalandi sínu, Skotlandi, sé landslag mótað af ísaldarjökli og af því stafi áhuginn. Hann segir að aðstæður séu víða hérlendis eins og í Skotlandi undir lok ísaldar og af þeim sökum er landið sérstaklega áhugavert til skoðunar. Fyrst einbeitti Russell sér að Grænlandi en þegar hann sá Vatnajökul úr lofti á leið sinni þangað varð ekki aftur snúið. Hann kom fyrst hingað sumarið 1996, rétt áður en Gjálpargosið varð. Nokkrum mánuðum síðar var hann aftur mættur á svæðið, að þessu sinni til að skoða árfarvegi eftir að hlaupið mikla var gengið um garð. Síðan þá hefur hann heimsótt okkur í sextán skipti og í hvert skipti hefur landslagið tekið breytingum. Þegar Russell er ekki við rannsóknir þá ferðast hann um öræfi landsins. Til dæmis dvaldi hann hann í tjaldi í Möðrudal á Fjöllum um árið með konu sinni og börnum, og hugaði að Jökulsá á Fjöllum í leiðinni. "Þar er dálítið eyðilegt um að litast," segir hann. Annars finnst Russell mikið til sanda og hrauna koma og þegar hann er í Bretlandi leitar hann gjarnan uppi malarnámur og eyðilega staði þar sem ekki sprettur eitt stingandi strá. Mikill áhugi er meðal erlendra jarðvísindamanna á Íslandi enda segir Russell að landið sé eins og ein stór tilraunastofa. Á síðustu árum hefur hann leiðbeint átta doktorsnemum sem rannsakað hafa íslenska jökla og jökulhlaup. Russell er þessa dagana staddur á ráðstefnu í Boston en reiknar með að koma hingað í næstu viku til að skoða verksummerki á Skeiðarársandi.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira