Andlegur miski ráði refsingu 3. nóvember 2004 00:01 Gunnleifur Kjartansson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að það þurfi að koma á fót svipaðri aðstöðu fyrir þolendur heimilisofbeldis og Neyðarmóttaka kynferðisbrota sinnir nú. Gunnleifur, sem er lögreglufulltrúi í ofbeldisbrotadeild, er ósammála þeim hugmyndum að gera þurfi breytingar á hegningarlögunum vegna heimilisofbeldis og segir 217. og 218. grein almennra hegningarlaga sem taka til líkamsárása vera fullnægjandi. Hann segir að kona sem kærir líkamsárás sem framin sé innan veggja heimilisins og búið hefur við langvarandi andlegt eða líkamlegt ofbeldi ætti að fá sálfræðimeðferð í framhaldi af kærunni. Þannig gæti sálfræðingurinn skilað fræðilegu mati til lögregluyfirvalda þar sem fram kæmi andlegur miski. Sálfræðimatið yrði síðan haft til viðmiðunar við ákvörðun refsingar hjá dómstólum. Gunnleifur segir heimilisofbeldi vera misjafnlega skráð hjá lögregluembættum og því erfitt að átta sig á umfanginu. Þannig þyrfti að samræma skráningu þessara mála og í framhaldinu gera sér grein fyrir fjölda þeirra. "Mín tilfinning er að umfang þessara brota sé því miður talsvert. Fá brotanna eru kærð þar sem þolendur, langoftast konur, óttast afleiðingar þess að bera fram kæru og eru oftar en ekki með hagsmuni barna í huga, ef sambúð og eða hjónaband leystist upp," segir Gunnleifur. Því segir hann þörf fyrir að setja á fót neyðarmóttöku þar sem konur sem verða fyrir heimilisofbeldi geti leitað aðstoðar, fengið réttargæslumann, áfallahjálp og sálfræðihjálp, jafnvel langtímameðferð. Gunnleifur segir ákvæði í lögum um nálgunarbann ekki virka sem skyldi og því þurfi að gera á því breytingar. Aðspurður hvort hann hafi tjáð skoðanir sínar við ráðherra eða þingmenn segir hann svo ekki vera. En hins vegar hafi þingmenn verið viðstaddir þegar hann hélt tölu um þessi mál á málþingi Íslandsdeildar Amnesty International í október og vonast hann til að eitthvað vitrænt verði gert í þessum málum sem fyrst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Sjá meira
Gunnleifur Kjartansson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að það þurfi að koma á fót svipaðri aðstöðu fyrir þolendur heimilisofbeldis og Neyðarmóttaka kynferðisbrota sinnir nú. Gunnleifur, sem er lögreglufulltrúi í ofbeldisbrotadeild, er ósammála þeim hugmyndum að gera þurfi breytingar á hegningarlögunum vegna heimilisofbeldis og segir 217. og 218. grein almennra hegningarlaga sem taka til líkamsárása vera fullnægjandi. Hann segir að kona sem kærir líkamsárás sem framin sé innan veggja heimilisins og búið hefur við langvarandi andlegt eða líkamlegt ofbeldi ætti að fá sálfræðimeðferð í framhaldi af kærunni. Þannig gæti sálfræðingurinn skilað fræðilegu mati til lögregluyfirvalda þar sem fram kæmi andlegur miski. Sálfræðimatið yrði síðan haft til viðmiðunar við ákvörðun refsingar hjá dómstólum. Gunnleifur segir heimilisofbeldi vera misjafnlega skráð hjá lögregluembættum og því erfitt að átta sig á umfanginu. Þannig þyrfti að samræma skráningu þessara mála og í framhaldinu gera sér grein fyrir fjölda þeirra. "Mín tilfinning er að umfang þessara brota sé því miður talsvert. Fá brotanna eru kærð þar sem þolendur, langoftast konur, óttast afleiðingar þess að bera fram kæru og eru oftar en ekki með hagsmuni barna í huga, ef sambúð og eða hjónaband leystist upp," segir Gunnleifur. Því segir hann þörf fyrir að setja á fót neyðarmóttöku þar sem konur sem verða fyrir heimilisofbeldi geti leitað aðstoðar, fengið réttargæslumann, áfallahjálp og sálfræðihjálp, jafnvel langtímameðferð. Gunnleifur segir ákvæði í lögum um nálgunarbann ekki virka sem skyldi og því þurfi að gera á því breytingar. Aðspurður hvort hann hafi tjáð skoðanir sínar við ráðherra eða þingmenn segir hann svo ekki vera. En hins vegar hafi þingmenn verið viðstaddir þegar hann hélt tölu um þessi mál á málþingi Íslandsdeildar Amnesty International í október og vonast hann til að eitthvað vitrænt verði gert í þessum málum sem fyrst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Sjá meira