Miklar sprengingar í gígnum 2. nóvember 2004 00:01 Miklar sprengingar hafa verið í gígnum í Grímsvötnum í dag og stíga háir öskubólstrar upp frá gosstöðvunum. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Þegar fréttastofan flaug yfir svæðið á milli klukkan 13 og 14 í dag var skýjahula yfir jöklinum sem náði upp í um sjö þúsund feta hæð. Gosmökkinn lagði til norðausturs en um þetta leyti var áætlað að mökkurinn næði upp í 29 þúsund feta hæð eða þotuflughæð. Þegar nær var komið opnaðisst skyndilega gat í skýjahuluna og við blasti virkasta eldstöð Íslands í öllum sínum ákafa. Það fór ekki á milli mála. Þarna var í gangi öflugt eldgos. Miklar sprengingar komu úr gígnum með reglulegu millibili og þeyttu öskusúlum mörg hundruð metra upp. Undir bólstrunum mátti sjá öskufallið leggjast yfir jökulinn. Þarna fóru saman ís og eldur; jarðeldurinn er að bræða jökulstálið og úr verða gríðarlegir gufubólstrar, auk þess mikla vatns sem bætist við í Grímsvötnin. Af jarðskjáltamælum álykta menn að sennilega hafi gosið verið hvað öflugast um fjögurleytið í nótt en mikill kraftur hafi þó verið í því í allan dag. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Síðasta gos var fyrir sex árum, árið 1998, og er gosið nú talið álíka mikið og þá. Þetta gos er hins vegar ólíkt hamfaragosinu árið 1996, sem var nokkru norðar, að því leyti að það bræðir tiltölulega lítinn ís, fór aðeins í gegnum 100 til 200 metra þykka íshellu, og skilar því litlu vatni í hlaup niður á Skeiðarársand. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Miklar sprengingar hafa verið í gígnum í Grímsvötnum í dag og stíga háir öskubólstrar upp frá gosstöðvunum. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Þegar fréttastofan flaug yfir svæðið á milli klukkan 13 og 14 í dag var skýjahula yfir jöklinum sem náði upp í um sjö þúsund feta hæð. Gosmökkinn lagði til norðausturs en um þetta leyti var áætlað að mökkurinn næði upp í 29 þúsund feta hæð eða þotuflughæð. Þegar nær var komið opnaðisst skyndilega gat í skýjahuluna og við blasti virkasta eldstöð Íslands í öllum sínum ákafa. Það fór ekki á milli mála. Þarna var í gangi öflugt eldgos. Miklar sprengingar komu úr gígnum með reglulegu millibili og þeyttu öskusúlum mörg hundruð metra upp. Undir bólstrunum mátti sjá öskufallið leggjast yfir jökulinn. Þarna fóru saman ís og eldur; jarðeldurinn er að bræða jökulstálið og úr verða gríðarlegir gufubólstrar, auk þess mikla vatns sem bætist við í Grímsvötnin. Af jarðskjáltamælum álykta menn að sennilega hafi gosið verið hvað öflugast um fjögurleytið í nótt en mikill kraftur hafi þó verið í því í allan dag. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Síðasta gos var fyrir sex árum, árið 1998, og er gosið nú talið álíka mikið og þá. Þetta gos er hins vegar ólíkt hamfaragosinu árið 1996, sem var nokkru norðar, að því leyti að það bræðir tiltölulega lítinn ís, fór aðeins í gegnum 100 til 200 metra þykka íshellu, og skilar því litlu vatni í hlaup niður á Skeiðarársand.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira