
Innlent
Bara bensín
Fólk er hvatt til að kaupa bara bensín af Skeljungi, Olís og Essó í tölvupósti sem nú gengur á milli fólks á netinu. "Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár," segir í tölvupóstinum. "Við getum svarað fyrir okkur. Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá verslum við bara meira á morgun. Við refsum þeim með buddunni og kaupum bara bensín. Ekki sígaréttur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat, hanska, grill né neitt annað. Hjá olíufélögunum kaupum við bara bensín."