Áfengismeðferðardeild lokað 1. nóvember 2004 00:01 Áfengismeðferðardeild sem Landspítali háskólasjúkrahús hefur rekið við Flókagötu verður lokað. Í stað hennar verður komið fyrir sérstakri deild fyrir áfengissjúka í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut. Hún verður rekin sem göngudeild eins og Flókagötudeildin. Þetta er liður í aðhaldsaðgerðum spítalans vegna fyrirliggjandi sparnaðarkröfu ríkisins, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar starfandi forstjóra LSH, sem sagði að húsnæðið við Flókagötu færi til afnota fyrir félagsmálayfirvöld. Að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra voru komur á göngudeildina á Flókagötu um 3000 fyrstu níu mánuði þessa árs. Hún sagði að afkastageta deildarinnar myndi ekki minnka þótt hún yrði flutt í geðdeildarbygginguna, flutningurinn væri hluti af sameiningu spítalans. Jóhannes sagði að umtalsverðir fjármunir myndu sparast við flutninginn. Þá verður starfsemi Landsspítala háskólasjúkrahúss í Arnarholti hætt um áramót. Með því móti næst 100 milljóna króna sparnaður, að sögn Jóhannesar. Þar dvelja nú 19 einstaklingar. Anna Stefánsdóttir sagði, að búið væri að útvega einhverjum þeirra dvalarstað annars staðar. Sumir fengju pláss á geðsviði spítalans. Aðrir færu á sambýli. Málefni þessara einstaklinga væri samstarfsverkefni spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins.. Jóhannes sagði, að áætlaður kostnað vegna dráttarvaxta af skuldahala sem spítalinn drægi á eftir sér væri um 100 milljónir. Hann kvaðst hafa verið fram á að sá skuldahali yrði klipptur af. "Hluti vanda spítalans er vegna yfirstandandi árs," sagði Jóhannes. "Við þurftum að ná niður kostnaði um 700 - 750 milljónir á þessu ári. Það náðist ekki alveg þannig að þriðjungur stendur enn eftir af því. Það er málefni sem við erum að glíma við áfram og segja má að fylgja þurfi betur eftir ráðstöfunum fyrri árs. Við erum að vinna þessa áætlun áfram og höfum kynnt áfanga í henni fyrir heilbrigðisráðherra. Við erum að verulegu leyti í samvinnu við fagráðuneytið um hvernig hægt sé að bregðast við." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Áfengismeðferðardeild sem Landspítali háskólasjúkrahús hefur rekið við Flókagötu verður lokað. Í stað hennar verður komið fyrir sérstakri deild fyrir áfengissjúka í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut. Hún verður rekin sem göngudeild eins og Flókagötudeildin. Þetta er liður í aðhaldsaðgerðum spítalans vegna fyrirliggjandi sparnaðarkröfu ríkisins, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar starfandi forstjóra LSH, sem sagði að húsnæðið við Flókagötu færi til afnota fyrir félagsmálayfirvöld. Að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra voru komur á göngudeildina á Flókagötu um 3000 fyrstu níu mánuði þessa árs. Hún sagði að afkastageta deildarinnar myndi ekki minnka þótt hún yrði flutt í geðdeildarbygginguna, flutningurinn væri hluti af sameiningu spítalans. Jóhannes sagði að umtalsverðir fjármunir myndu sparast við flutninginn. Þá verður starfsemi Landsspítala háskólasjúkrahúss í Arnarholti hætt um áramót. Með því móti næst 100 milljóna króna sparnaður, að sögn Jóhannesar. Þar dvelja nú 19 einstaklingar. Anna Stefánsdóttir sagði, að búið væri að útvega einhverjum þeirra dvalarstað annars staðar. Sumir fengju pláss á geðsviði spítalans. Aðrir færu á sambýli. Málefni þessara einstaklinga væri samstarfsverkefni spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins.. Jóhannes sagði, að áætlaður kostnað vegna dráttarvaxta af skuldahala sem spítalinn drægi á eftir sér væri um 100 milljónir. Hann kvaðst hafa verið fram á að sá skuldahali yrði klipptur af. "Hluti vanda spítalans er vegna yfirstandandi árs," sagði Jóhannes. "Við þurftum að ná niður kostnaði um 700 - 750 milljónir á þessu ári. Það náðist ekki alveg þannig að þriðjungur stendur enn eftir af því. Það er málefni sem við erum að glíma við áfram og segja má að fylgja þurfi betur eftir ráðstöfunum fyrri árs. Við erum að vinna þessa áætlun áfram og höfum kynnt áfanga í henni fyrir heilbrigðisráðherra. Við erum að verulegu leyti í samvinnu við fagráðuneytið um hvernig hægt sé að bregðast við."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira