Kaupmáttarrýrnun hjá kennurum 30. október 2004 00:01 Jón Pétur Zimsen, kennari sem á sæti í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir marga kennara lækka í launum ef miðlunartillaga sáttasemjara, sem hljóðar upp á 16,5 prósenta launahækkun, verði samþykkt. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Hann segir kaupmáttaraukningu grunnskólakennara nánast enga á samningstímanum og að kaupmáttarrýrnun verði hjá helmingi grunnskólakennara, ef miðað sé við verðbólguspár. Þá munu laun þeirra kennara sem fá þrjá launaflokka eða meira úr launapotti lækka, þar sem tveir og hálfur launaflokkur verður festur í launatöflu. Þá verða 0,3 launaflokkar eftir í potti, sem skólastjórar hafa til ráðstöfunar. Eingreiðsla til kennara í lok verkfalls á að hækka um 30.000 krónur ef miðað er við tilboð ríkissáttasemjara frá síðustu viku og verður 130.000. Jón segir að breytingar á pottflokkum komi til lækkunar á þeirri upphæð. Við það að flytja launaflokka úr potti í launatöflu munu laun þeirra kennara hækka sem fá nú færri en tvo og hálfan launaflokk úr potti. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir laun ekki lækka við það að hækka, þó ekki sé alltaf hægt að reikna með áhrifum verðbólgu á kaupmátt. Hvað varðar breytingar á launum við það að launaflokkar úr potti séu festir í launatöflu segir hann það hafa verið kröfu grunnskólakennara. "Það var ein af forgangskröfum grunnskólakennara að færa pott inn í grunna. Við vildum koma pottflokkunum öllum inn í grunnlaun og það tekst ekki. Þeir sem eru með fjóra flokka í dag, geta verið með tvo flokka á næsta ári, og því er ekki hægt að svara því hvort laun lækka með þessum breytingum, því launaflokkar úr potti eru ekki fastir. Það er aðalmálið. Það verður til annar pottur, sem er minni, en úr honum fá menn eitthvað. Þessi breyting á pottflokkum mun ekki hafa áhrif á meðaltal heildarlauna yfir stéttina. En það er aldrei hægt að vita hver er að fá hvað á milli ára." Kauphækkun grunnskólakennara, samkvæmt miðlunartillögunni yrði mjög svipuð og hækkun kauptryggingar og annarra launaliða sjómanna sem samið var um í gær. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Jón Pétur Zimsen, kennari sem á sæti í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir marga kennara lækka í launum ef miðlunartillaga sáttasemjara, sem hljóðar upp á 16,5 prósenta launahækkun, verði samþykkt. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Hann segir kaupmáttaraukningu grunnskólakennara nánast enga á samningstímanum og að kaupmáttarrýrnun verði hjá helmingi grunnskólakennara, ef miðað sé við verðbólguspár. Þá munu laun þeirra kennara sem fá þrjá launaflokka eða meira úr launapotti lækka, þar sem tveir og hálfur launaflokkur verður festur í launatöflu. Þá verða 0,3 launaflokkar eftir í potti, sem skólastjórar hafa til ráðstöfunar. Eingreiðsla til kennara í lok verkfalls á að hækka um 30.000 krónur ef miðað er við tilboð ríkissáttasemjara frá síðustu viku og verður 130.000. Jón segir að breytingar á pottflokkum komi til lækkunar á þeirri upphæð. Við það að flytja launaflokka úr potti í launatöflu munu laun þeirra kennara hækka sem fá nú færri en tvo og hálfan launaflokk úr potti. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir laun ekki lækka við það að hækka, þó ekki sé alltaf hægt að reikna með áhrifum verðbólgu á kaupmátt. Hvað varðar breytingar á launum við það að launaflokkar úr potti séu festir í launatöflu segir hann það hafa verið kröfu grunnskólakennara. "Það var ein af forgangskröfum grunnskólakennara að færa pott inn í grunna. Við vildum koma pottflokkunum öllum inn í grunnlaun og það tekst ekki. Þeir sem eru með fjóra flokka í dag, geta verið með tvo flokka á næsta ári, og því er ekki hægt að svara því hvort laun lækka með þessum breytingum, því launaflokkar úr potti eru ekki fastir. Það er aðalmálið. Það verður til annar pottur, sem er minni, en úr honum fá menn eitthvað. Þessi breyting á pottflokkum mun ekki hafa áhrif á meðaltal heildarlauna yfir stéttina. En það er aldrei hægt að vita hver er að fá hvað á milli ára." Kauphækkun grunnskólakennara, samkvæmt miðlunartillögunni yrði mjög svipuð og hækkun kauptryggingar og annarra launaliða sjómanna sem samið var um í gær.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira