
Innlent
Óbreytt staða í kennaradeilunni

"Það gerðist ekkert á fundinum. Staðan er ekki önnur en var kvöldinu áður," sagði Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands eftir að fundi þeirra og launanefndar sveitarfélaganna lauk rétt um átta leytið í gærkvöldi. Hvort nú sé tími kominn á miðlunartillögu svaraði Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari að hugsa þurfi málið allt í heild. Hann sé ekki nær svarinu nú en áður. Eiríkur Jónsson segir það í hendi samninganefndarinnar að ákveða hvort verkfalli yrði frestað komi tillaga sáttasemjara fram. Hann geti ekki metið að svo stöddu hvort hún fengist samþykkt. Í óformlegri tillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fyrir deilendur á fimmtudag var gert ráð fyrir um 15 til 20 þúsund lægri mánaðarlaunum en kennara vænta. Eiríkur opnar fyrir þann möguleika að kennarar skoði hugsanlega að lækka launakröfuna komi einhvað í staðinn. Tryggingar um verðlagsþróun á samningstímanum hafi til dæmis ekki verið í samningunum. Ýmis atriði hefðu einnig mátt vera á annan veg en Eiríkur hefur áður sagt að strandað hafi á launaliðnum. Ásmundur hefur boðað tvo frá samninganefndunum á sinn fund á fimmtudag