Kennarar í verkfalli í námsferð 23. október 2004 00:01 Kennarar Ingunnarskóla leggja næsta föstudag í sex daga námsferð til Bandaríkjanna þrátt fyrir kennaraverkfall. Þeir segjast hafa blessun Kennarasambandsins til fararinnar. Að sögn stjórnenda skólans hefur undurbúningur fararinnar staðið í meira en eitt ár og ekki hægt að hætta við hana. Nokkur kurr er meðal foreldra vegna þessa. Ætlun kennaranna er að kynna sér skólastarf í Minneapolis samkvæmt því er fram kemur á heimasíðu skólans. Alls fara þrjátíu og fimm í ferðina: skólastjórar, kennarar, skólaliðar, stuðningsfulltrúar, umsjónarmaður, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur og sérfræðingur svo. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri gat ekki veitt fréttastofu viðtal í dag vegna anna en hún sagði þetta ekki auðvelda ákvörðun. Hins vegar væri ekki annað hægt en að fara í ferðina, ellegar tapa stórum upphæðum sem lagðar hafa verið í undirbúning og flugfargjöld sem ekki fást endurgreidd. Foreldrar sem fréttastofa hefur rætt við segja þetta skjóta skökku við. Um sé að ræða vinnuferð í miðju verkfalli. Kennarar veiti fáar undanþágur í kennaraverkfalli nema þá þegar þeir sjálfir þurfi að fara til útlanda. Samkvæmt dagskrá Ingunnarskóla verða heimsóttir minnst átta skólar en laugardagurinn næsti og sunnudagurinn eru frjálsir. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Kennarar Ingunnarskóla leggja næsta föstudag í sex daga námsferð til Bandaríkjanna þrátt fyrir kennaraverkfall. Þeir segjast hafa blessun Kennarasambandsins til fararinnar. Að sögn stjórnenda skólans hefur undurbúningur fararinnar staðið í meira en eitt ár og ekki hægt að hætta við hana. Nokkur kurr er meðal foreldra vegna þessa. Ætlun kennaranna er að kynna sér skólastarf í Minneapolis samkvæmt því er fram kemur á heimasíðu skólans. Alls fara þrjátíu og fimm í ferðina: skólastjórar, kennarar, skólaliðar, stuðningsfulltrúar, umsjónarmaður, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur og sérfræðingur svo. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri gat ekki veitt fréttastofu viðtal í dag vegna anna en hún sagði þetta ekki auðvelda ákvörðun. Hins vegar væri ekki annað hægt en að fara í ferðina, ellegar tapa stórum upphæðum sem lagðar hafa verið í undirbúning og flugfargjöld sem ekki fást endurgreidd. Foreldrar sem fréttastofa hefur rætt við segja þetta skjóta skökku við. Um sé að ræða vinnuferð í miðju verkfalli. Kennarar veiti fáar undanþágur í kennaraverkfalli nema þá þegar þeir sjálfir þurfi að fara til útlanda. Samkvæmt dagskrá Ingunnarskóla verða heimsóttir minnst átta skólar en laugardagurinn næsti og sunnudagurinn eru frjálsir.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira