Hefur séð áverka á líkama og sál 23. október 2004 00:01 Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þó hann hafi ekki séð för eftir bora í hnéskeljum á fólki hafi hann séð áverka á fólki sem kemur úr fíkniefnaheiminum, þar á meðal ör eftir eggvopn og nefbrot eftir barsmíðar. Hann segir ofbeldisverk og hörkuna í þessum heimi hafa aukist með aukinni neyslu örvandi vímuefna. Þórarinn segir vímuefnaneytendur nota efni sem kosti talsvert mikið af peningum og því verði þeir skuldugir. Hann segir bankana nota sínar leiðir til að innheimta skuldir og þar séu oft engin vettlingatök. "Ætli þessi heimur hafi ekki sínar leiðir til að innheimta skuldir en ég veit ekki hvort það er gert á skipulagðan hátt. Hvernig innheimtuaðgerðirnar eru fer eftir því hver heldur á skuldinni og hver reynir að innheimta hana," segir Þórarinn. Hann segir ábyggilegt að hart sé gengið á eftir fólki sem skuldar og hefur hann sjálfur heyrt um að foreldrar og skyldmenni þeirra sem skulda verði fyrir ónæði. Aðspurður um ummæli Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns þess efnis að ógnunum sé sjaldnast fylgt eftir með ofbeldi svarar Þórarinn að það fari eftir því hvernig menn túlki ofbeldi. Fólk sem búið hafi við andlegt ofbeldi viti hversu hryllilegt það getur verið og að búa við stöðugan ótta sé alveg skelfilegt. "Foreldrar og skyldmenni vímuefnaneytenda búa fyrir við þá angist að neytandinn sé í stöðugri lífshættu þó ekki sé verið að bæta við ótta um að einhverjir menn vilji beinlínis meiða hann. Þá hafa þeir sem skulda líka áhyggjur af sínum ættingum vegna skuldbindinga sem þeir hafa ekki staðið við og hafa hlaupið úr meðferð vegna þess," segir Þórarinn. Þórarinn segir ástæðu þess að lítið sé kært ekki alltaf vera hræðslu heldur hafi öllum verið gefið vit og fólk þurfi að vera sannfært um að það borgi sig að kæra. Hvort fólk hreinlega nenni að standa í málaferlum í héraðsdómi og Hæstarétti og fá kannski eitt hundrað þúsund krónur eftir allt saman. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þó hann hafi ekki séð för eftir bora í hnéskeljum á fólki hafi hann séð áverka á fólki sem kemur úr fíkniefnaheiminum, þar á meðal ör eftir eggvopn og nefbrot eftir barsmíðar. Hann segir ofbeldisverk og hörkuna í þessum heimi hafa aukist með aukinni neyslu örvandi vímuefna. Þórarinn segir vímuefnaneytendur nota efni sem kosti talsvert mikið af peningum og því verði þeir skuldugir. Hann segir bankana nota sínar leiðir til að innheimta skuldir og þar séu oft engin vettlingatök. "Ætli þessi heimur hafi ekki sínar leiðir til að innheimta skuldir en ég veit ekki hvort það er gert á skipulagðan hátt. Hvernig innheimtuaðgerðirnar eru fer eftir því hver heldur á skuldinni og hver reynir að innheimta hana," segir Þórarinn. Hann segir ábyggilegt að hart sé gengið á eftir fólki sem skuldar og hefur hann sjálfur heyrt um að foreldrar og skyldmenni þeirra sem skulda verði fyrir ónæði. Aðspurður um ummæli Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns þess efnis að ógnunum sé sjaldnast fylgt eftir með ofbeldi svarar Þórarinn að það fari eftir því hvernig menn túlki ofbeldi. Fólk sem búið hafi við andlegt ofbeldi viti hversu hryllilegt það getur verið og að búa við stöðugan ótta sé alveg skelfilegt. "Foreldrar og skyldmenni vímuefnaneytenda búa fyrir við þá angist að neytandinn sé í stöðugri lífshættu þó ekki sé verið að bæta við ótta um að einhverjir menn vilji beinlínis meiða hann. Þá hafa þeir sem skulda líka áhyggjur af sínum ættingum vegna skuldbindinga sem þeir hafa ekki staðið við og hafa hlaupið úr meðferð vegna þess," segir Þórarinn. Þórarinn segir ástæðu þess að lítið sé kært ekki alltaf vera hræðslu heldur hafi öllum verið gefið vit og fólk þurfi að vera sannfært um að það borgi sig að kæra. Hvort fólk hreinlega nenni að standa í málaferlum í héraðsdómi og Hæstarétti og fá kannski eitt hundrað þúsund krónur eftir allt saman.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira