Lýsa vanþekkingu eða misskilningi

"Ummæli menntamálaráðherra eru stórundarleg og lýsa annað hvort vanþekkingu ráðherrans eða misskilningi," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra lét á föstudag þau orð falla að skoða mætti að flytja grunnskólana aftur til ríkisins. "Það hefur verið viðtekin skoðun þvert á stjórnkerfi okkar að yfirfærsla grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga á sínum tíma hafi orðið til þess að stórbæta skólann," segir Björgvin. "Það má í raun segja að sveitarfélögin hafi lyft grettistaki í að búa til frábæran grunnskóla." Björgvin telur eðlilegt að ráðherra biðjist annað hvort afsökunar eða dragi ummæli sín til baka. "Ráðherrann virðist ekki tala af mikilli þekkingu á því hversu mikið skólinn hefur batnað."