Ofbeldi handrukkara orðum aukið 22. október 2004 00:01 "Það heyrir til undantekninga að hótunum og ógnunum sé fylgt eftir með ofbeldi," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. "Lögreglan heyrir alltaf af og til sögur og sagnir um ógnir og hótanir handrukkara. Sögur og sagnir okkar Íslendinga hafa þjónað ákveðnum tilgangi í gegnum aldirnar og gera það enn þann dag í dag. Ætlunin með þeim er að hræða. Hins vegar hættir fólk að taka mark á sögunum ef þeim er aldrei fylgt eftir," segir Ómar Smári. Hann segir að slík tilvik séu sem betur fer fá. Brynjólfur Mogesen, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, tekur undir orð Ómars. Hann segist ekki telja að aukning hafi verið á ofbeldisverknuðum sem tengja mætti við handrukkara. "Starfsfólk hér á Bráðamóttökunni er mjög næmt fyrir öllum breytingum. Ég hef ekkert heyrt talað um það að einhver bylgja ofbeldis sem tengst gæti handrukkurum sé í gangi," segir Brynjólfur. Íslendingar kveða sterkt að orði Ómar Smári segir að ofbeldið sé alls ekki á þeim nótunum sem umræðan í þjóðfélaginu hefur gefið til kynna. "Íslendingar eru vanir að kveða sterkt að orði svo heyrist í gegnum eldgosadrunurnar og jarðskjálftagnýinn eins og Jón Hreggviðssson sagði. Menn vilja kannski gera viðkomandi skýrlega grein fyrir því, með því að mála sterkum orðum, að honum beri að greiða skuld sína," segir Ómar Smári. Brynjólfur segir að sögusagnir um ofbeldi handrukkara séu sterkar og lifi lengi. "Ef handrukkari brýtur hnéskel á manni verður það að sögu sem lifað getur ef til vill í fimm ár. Sagan kemst á kreik og henni er viðhaldið. Ég hef enga trú á því að hnéskeljar séu brotnar annan hvorn dag. Ég er alls ekki að halda því fram að það komi ekki fyrir, en það er alls ekki algengt," segir Brynjólfur. Flestar kærur vegna hótana ðeins eru kærð til lögreglunnar nokkur tilvik á ári sem tengjast handrukkurum. "Kærurnar eru í langflestum tilfellum vegna hótana um ofbeldi. Fólki er ógnað með hótunum um ofbeldi sem það verði fyrir standi það ekki í skilum. Það er engin spurning í okkar huga að slíkt á að kæra til lögreglu. Það skiptir miklu máli að lögreglan hafi vitneskju um þá sem beita hótunum eða ofbeldi svo hægt sé að grípa til aðgerða gegn þeim, " segir Ómar Smári. Aðspurður segir Ómar Smári að innheimta vegna skulda sem ekki eru greiddar fari oftast þannig fram að handrukkarar sæki verðmæti í hendurnar á fólki. Flestar skuldir vegna fíkniefna Í langflestum tilfellum eru skuldir sem handrukkarar eru fengnir til að innheimta tilkomnar vegna fíkniefna. Fólk hefur keypt fíkniefni umfram getu. Fíkniefnin hafa verið lánuð gegn loforði um greiðslu síðar en ekki hefur verið hægt að standa í skilum þegar á hólminn er komið," segir Ómar Smári. "Ein ástæðan fyrir því að fólk veigrar sér við því að leita aðstoðar lögreglu er sú að skuldin er tilkomin vegna einhvers ólöglegs athæfis, sem sagt kaupa á fíkniefnum. Til að komast hjá því að lenda í slíkri stöðu er besta ráðið að neyta ekki fíkniefna," segir hann. Tölulegar upplýsingar liggja ekki fyrir Aðspurður segir Brynjólfur að ekki sé hægt að taka saman tölulegar upplýsingar um þau tilvik sem fólk hafi leitað á bráðavaktina vegna ofbeldis af höndum handrukkara. "Skráningarkerfið tekur ekki sértaklega á ofbeldi vegna handrukkara þó svo að sérstakt skráningarkerfi sé vegna ofbeldisverknaða. Til þess að taka saman tölur um ofbeldi vegna handrukkara þyrfti því að fara í gegnum allar sjúkraskrár," segir Brynjólfur. "Auk þess þarf hinn slasaði að tilkynna að hann hafi verið meiddur af handrukkara. Þetta er hins vegar líkt og með heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum, að fólk segir ekki frá. Ef við fáum ekki réttar upplýsingar frá hinum meidda er erfitt fyrir okkur að fylgjast með þessu," segir Brynjólfur. Innheimta í takt við tímann "Þetta er bara í raun og veru einn máti innheimtu," segir Ómar Smári. Til eru aðrar aðferðir, svo sem að senda innheimtubréf, hringja í fólk, koma í heimsóknir þar sem fólk er hvatt til að greiða skuldir sínar. Þetta hefur viðhafst síðan Skálholt fór að innheimta skuldir af bændum fyrr á öldum. Þetta hefur síðan þróast í takt við breytta tíma," segir hann. Ómar Smári segir að flestar kærur vegna ofbeldis handrukkara sem koma upp á borð lögreglu varði frelsissviptingu. "Það eru fyrst og fremst tilfelli þar sem einstaklingar eru sviptir frelsi sínu í smá tíma. Farið er með þá á afvikinn stað þar sem þeim er hótað og síðan sleppt án þess að hljóta skaða af. Sem betur fer fylgja menn ekki eftir þessum hótunum sínum í þeim mæli sem fólk virðist hafa á tilfinningunni," segir hann. "Íslendingar horfa mikið á kvikmyndir og mega ekki heimfæra veruleikann sem þar fer fram á íslenskan veruleika," segir Ómar Smári. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
"Það heyrir til undantekninga að hótunum og ógnunum sé fylgt eftir með ofbeldi," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. "Lögreglan heyrir alltaf af og til sögur og sagnir um ógnir og hótanir handrukkara. Sögur og sagnir okkar Íslendinga hafa þjónað ákveðnum tilgangi í gegnum aldirnar og gera það enn þann dag í dag. Ætlunin með þeim er að hræða. Hins vegar hættir fólk að taka mark á sögunum ef þeim er aldrei fylgt eftir," segir Ómar Smári. Hann segir að slík tilvik séu sem betur fer fá. Brynjólfur Mogesen, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, tekur undir orð Ómars. Hann segist ekki telja að aukning hafi verið á ofbeldisverknuðum sem tengja mætti við handrukkara. "Starfsfólk hér á Bráðamóttökunni er mjög næmt fyrir öllum breytingum. Ég hef ekkert heyrt talað um það að einhver bylgja ofbeldis sem tengst gæti handrukkurum sé í gangi," segir Brynjólfur. Íslendingar kveða sterkt að orði Ómar Smári segir að ofbeldið sé alls ekki á þeim nótunum sem umræðan í þjóðfélaginu hefur gefið til kynna. "Íslendingar eru vanir að kveða sterkt að orði svo heyrist í gegnum eldgosadrunurnar og jarðskjálftagnýinn eins og Jón Hreggviðssson sagði. Menn vilja kannski gera viðkomandi skýrlega grein fyrir því, með því að mála sterkum orðum, að honum beri að greiða skuld sína," segir Ómar Smári. Brynjólfur segir að sögusagnir um ofbeldi handrukkara séu sterkar og lifi lengi. "Ef handrukkari brýtur hnéskel á manni verður það að sögu sem lifað getur ef til vill í fimm ár. Sagan kemst á kreik og henni er viðhaldið. Ég hef enga trú á því að hnéskeljar séu brotnar annan hvorn dag. Ég er alls ekki að halda því fram að það komi ekki fyrir, en það er alls ekki algengt," segir Brynjólfur. Flestar kærur vegna hótana ðeins eru kærð til lögreglunnar nokkur tilvik á ári sem tengjast handrukkurum. "Kærurnar eru í langflestum tilfellum vegna hótana um ofbeldi. Fólki er ógnað með hótunum um ofbeldi sem það verði fyrir standi það ekki í skilum. Það er engin spurning í okkar huga að slíkt á að kæra til lögreglu. Það skiptir miklu máli að lögreglan hafi vitneskju um þá sem beita hótunum eða ofbeldi svo hægt sé að grípa til aðgerða gegn þeim, " segir Ómar Smári. Aðspurður segir Ómar Smári að innheimta vegna skulda sem ekki eru greiddar fari oftast þannig fram að handrukkarar sæki verðmæti í hendurnar á fólki. Flestar skuldir vegna fíkniefna Í langflestum tilfellum eru skuldir sem handrukkarar eru fengnir til að innheimta tilkomnar vegna fíkniefna. Fólk hefur keypt fíkniefni umfram getu. Fíkniefnin hafa verið lánuð gegn loforði um greiðslu síðar en ekki hefur verið hægt að standa í skilum þegar á hólminn er komið," segir Ómar Smári. "Ein ástæðan fyrir því að fólk veigrar sér við því að leita aðstoðar lögreglu er sú að skuldin er tilkomin vegna einhvers ólöglegs athæfis, sem sagt kaupa á fíkniefnum. Til að komast hjá því að lenda í slíkri stöðu er besta ráðið að neyta ekki fíkniefna," segir hann. Tölulegar upplýsingar liggja ekki fyrir Aðspurður segir Brynjólfur að ekki sé hægt að taka saman tölulegar upplýsingar um þau tilvik sem fólk hafi leitað á bráðavaktina vegna ofbeldis af höndum handrukkara. "Skráningarkerfið tekur ekki sértaklega á ofbeldi vegna handrukkara þó svo að sérstakt skráningarkerfi sé vegna ofbeldisverknaða. Til þess að taka saman tölur um ofbeldi vegna handrukkara þyrfti því að fara í gegnum allar sjúkraskrár," segir Brynjólfur. "Auk þess þarf hinn slasaði að tilkynna að hann hafi verið meiddur af handrukkara. Þetta er hins vegar líkt og með heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum, að fólk segir ekki frá. Ef við fáum ekki réttar upplýsingar frá hinum meidda er erfitt fyrir okkur að fylgjast með þessu," segir Brynjólfur. Innheimta í takt við tímann "Þetta er bara í raun og veru einn máti innheimtu," segir Ómar Smári. Til eru aðrar aðferðir, svo sem að senda innheimtubréf, hringja í fólk, koma í heimsóknir þar sem fólk er hvatt til að greiða skuldir sínar. Þetta hefur viðhafst síðan Skálholt fór að innheimta skuldir af bændum fyrr á öldum. Þetta hefur síðan þróast í takt við breytta tíma," segir hann. Ómar Smári segir að flestar kærur vegna ofbeldis handrukkara sem koma upp á borð lögreglu varði frelsissviptingu. "Það eru fyrst og fremst tilfelli þar sem einstaklingar eru sviptir frelsi sínu í smá tíma. Farið er með þá á afvikinn stað þar sem þeim er hótað og síðan sleppt án þess að hljóta skaða af. Sem betur fer fylgja menn ekki eftir þessum hótunum sínum í þeim mæli sem fólk virðist hafa á tilfinningunni," segir hann. "Íslendingar horfa mikið á kvikmyndir og mega ekki heimfæra veruleikann sem þar fer fram á íslenskan veruleika," segir Ómar Smári.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira