Byssumaður sagður hættulaus 22. október 2004 00:01 Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. Þrír fangaflutningamenn komu með manninn og tveir lögreglumenn aðstoðuðu við gæslu hans við þingfestingu málanna gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn játar að hluta vopnaða ránið í Hringbrautarapótek í byrjun september síðastliðinn. Hann játar að hafa komið í apótekið með hulið andlit og vopnaður gasskammbyssu. Hann segist þó ekki kannast við að hafa miðað byssunni að starfsstúlku í apótekinu, hótað henni lífláti fengi hann ekki afhent lyfið ritalin. Hann viðurkennir að hafa hótað lyfsalanum lífláti fengi hann ekki lyfið. Átök hófist á milli lyfsalans og piltsins þannig að eitt skot hljóp úr byssunni. Einnig játar pilturinn að hafa neytt lyfsalann, með því að miða á hann byssunni, til að afhenda sér sextán pakkningar af ritalini. Í ákærunni segir að hann hafi haldið byssunni að höfði lyfsalans og hótað honum lífláti. Í annari ákæru er pilturinn sakaður um að hafa lagt haglabyssu að andliti manns og hótað að skjóta hann þegar maðurinn bað um aðstoð lögreglu í síma, í heimahúsi í vesturbænum. Pilturinn kannast við að hafa verið með haglabyssuna en segist ekki hafa beint henni að andliti mannsins. Í sömu ákæru er maðurinn sakaður um að hafa hótað afgreiðslumanni á bensínstöð og otað að honum hnífi. Pilturinn játar að hafa verið með hníf en segist ekki hafa otað honum að neinum, hann hafi bara verið að fikta með hann. Fyrir vopnaburðinn er pilturinn ákærður fyrir vopnalagabrot. Lögreglan í Hafnarfirði handtók piltinn seint á mánudagskvöld eftir að hann réðst á starfsmann veitingastaðar í bænum. Tók hann starfsmanninn meðal annars hálstaki. Pilturinn hafði strokið úr fangelsinu við Skólavörðustíg fyrr um daginn en hann vildi ekki fara á Litla-Hraun þangað sem átti að flytja hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. Þrír fangaflutningamenn komu með manninn og tveir lögreglumenn aðstoðuðu við gæslu hans við þingfestingu málanna gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn játar að hluta vopnaða ránið í Hringbrautarapótek í byrjun september síðastliðinn. Hann játar að hafa komið í apótekið með hulið andlit og vopnaður gasskammbyssu. Hann segist þó ekki kannast við að hafa miðað byssunni að starfsstúlku í apótekinu, hótað henni lífláti fengi hann ekki afhent lyfið ritalin. Hann viðurkennir að hafa hótað lyfsalanum lífláti fengi hann ekki lyfið. Átök hófist á milli lyfsalans og piltsins þannig að eitt skot hljóp úr byssunni. Einnig játar pilturinn að hafa neytt lyfsalann, með því að miða á hann byssunni, til að afhenda sér sextán pakkningar af ritalini. Í ákærunni segir að hann hafi haldið byssunni að höfði lyfsalans og hótað honum lífláti. Í annari ákæru er pilturinn sakaður um að hafa lagt haglabyssu að andliti manns og hótað að skjóta hann þegar maðurinn bað um aðstoð lögreglu í síma, í heimahúsi í vesturbænum. Pilturinn kannast við að hafa verið með haglabyssuna en segist ekki hafa beint henni að andliti mannsins. Í sömu ákæru er maðurinn sakaður um að hafa hótað afgreiðslumanni á bensínstöð og otað að honum hnífi. Pilturinn játar að hafa verið með hníf en segist ekki hafa otað honum að neinum, hann hafi bara verið að fikta með hann. Fyrir vopnaburðinn er pilturinn ákærður fyrir vopnalagabrot. Lögreglan í Hafnarfirði handtók piltinn seint á mánudagskvöld eftir að hann réðst á starfsmann veitingastaðar í bænum. Tók hann starfsmanninn meðal annars hálstaki. Pilturinn hafði strokið úr fangelsinu við Skólavörðustíg fyrr um daginn en hann vildi ekki fara á Litla-Hraun þangað sem átti að flytja hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira