Samkeppnisstofnun gagnrýnd 22. október 2004 00:01 "Aðferðafræði Samkeppnisstofnunar nær á engan hátt að rökstyðja niðurstöðu þeirra á útreikningum á hagnaði olíufélaganna vegna meints samráðs," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar er því haldið fram að olíufélögin Olís, Essó og Skeljungur hafi hagnast um allt að 6,7 milljarða króna vegna samráðs á árunum 1993 til 2001. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar séu órökstuddir og að skýringar á hagnaði olíufélaganna þriggja eigi sér líklega aðrar og eðlilegar skýringar. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar geta haft veigamikla þýðingu við ákvörðun hugsanlegra sekta í málinu. Samkvæmt samkeppnislögum sem giltu á stærstum hluta tímabilsins sem málið tekur til megi reikna út sektir í samræmi við þá upphæð sem hægt sé að sanna að fyrirtækin hafi hagnast um vegna samkeppnislagabrotanna. Tryggvi vann skýrslu ásamt Jóni Þór Sturlusyni, hagfræðingi við Hagfræðistofnun, að beiðni Olíuverslunar Íslands hf. sem Samkeppnisstofnun hefur verið afhent sem hluta af andsvari Olís. Tryggvi segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. "Ekki tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja, eins og heimsmarkaðsverð, gengisþróun, hagsveiflu og fleira, " segir Tryggvi. Í skýrslunni er meðal annars bent á að í flestum nýlegum úrskurðum framkvæmdastofnunar Evrópusambandsins er varða ólöglegt samráð sé mikið gert úr þeirri staðreynd að vegna þess hve margir þættir verki samtímis á verðþróun vöru sé mjög erfitt að draga ályktanir um hagnað af ólöglegu samráði. "ESB hefur kosið að meta ekki það tjón í krónum talið sem samráðið hefur valdið og því eru sektir ekki reiknaðar út frá því. Í stað þess er farið eftir því hvort nægilega rökstuddur grunur sé um að samráð hafi átt sér stað og sektað í samræmi við það," segir Tryggvi. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vill ekki tjá sig um athugasemdir Hagfræðistofnunar. "Þetta gagn hafa olíufélögin lagt fram sem hluta af sínum andmælum í málinu. Því verður svarað á réttum vettvangi, sem er ákvörðun samkeppnisráðs," segir Guðmundur. Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. Ekki sé tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
"Aðferðafræði Samkeppnisstofnunar nær á engan hátt að rökstyðja niðurstöðu þeirra á útreikningum á hagnaði olíufélaganna vegna meints samráðs," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar er því haldið fram að olíufélögin Olís, Essó og Skeljungur hafi hagnast um allt að 6,7 milljarða króna vegna samráðs á árunum 1993 til 2001. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar séu órökstuddir og að skýringar á hagnaði olíufélaganna þriggja eigi sér líklega aðrar og eðlilegar skýringar. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar geta haft veigamikla þýðingu við ákvörðun hugsanlegra sekta í málinu. Samkvæmt samkeppnislögum sem giltu á stærstum hluta tímabilsins sem málið tekur til megi reikna út sektir í samræmi við þá upphæð sem hægt sé að sanna að fyrirtækin hafi hagnast um vegna samkeppnislagabrotanna. Tryggvi vann skýrslu ásamt Jóni Þór Sturlusyni, hagfræðingi við Hagfræðistofnun, að beiðni Olíuverslunar Íslands hf. sem Samkeppnisstofnun hefur verið afhent sem hluta af andsvari Olís. Tryggvi segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. "Ekki tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja, eins og heimsmarkaðsverð, gengisþróun, hagsveiflu og fleira, " segir Tryggvi. Í skýrslunni er meðal annars bent á að í flestum nýlegum úrskurðum framkvæmdastofnunar Evrópusambandsins er varða ólöglegt samráð sé mikið gert úr þeirri staðreynd að vegna þess hve margir þættir verki samtímis á verðþróun vöru sé mjög erfitt að draga ályktanir um hagnað af ólöglegu samráði. "ESB hefur kosið að meta ekki það tjón í krónum talið sem samráðið hefur valdið og því eru sektir ekki reiknaðar út frá því. Í stað þess er farið eftir því hvort nægilega rökstuddur grunur sé um að samráð hafi átt sér stað og sektað í samræmi við það," segir Tryggvi. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vill ekki tjá sig um athugasemdir Hagfræðistofnunar. "Þetta gagn hafa olíufélögin lagt fram sem hluta af sínum andmælum í málinu. Því verður svarað á réttum vettvangi, sem er ákvörðun samkeppnisráðs," segir Guðmundur. Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. Ekki sé tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira