Dæmdur í þriggja ára fangelsi 22. október 2004 00:01 Stefán Logi Sívarsson var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi í apríl. Ríkissaksóknari fór fram á að Stefán yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Stefán Logi var nýkominn úr fangelsi og var á reynslulausn þegar hann réðst á sextán ára dreng á heimili sínu. Hann sló drenginn með krepptum hnefa í andlit og maga svo drengurinn féll í gólfið. Síðan sparkaði hann í kvið drengsins þar sem hann lá á gólfinu, með þeim afleiðingum að milta rifnaði. Drengurinn meiddist lífshættuleg innvortis. Stefán Logi var einnig ákræður fyrir að hafa ásamt félaga sínum ráðist á mann í samkvæmi í miðbæ Reykjavíkur en var sýknaður af þeirri líkamsárás. Seinna sama dag slógu þeir og spörkuðu í stúlku sem var með þeim í bíl en Stefán var líka sýknaður af þeirri árás þar sem engir áverkar voru á stúlkunni. Stefán Logi á samfelldan sakaferil frá árinu 1997. Frá árinu 1998 hefur hann hlotið átta refsidóma fyrir þjófnað og umferðarlagabrot, þjófnað, gripdeild, hylmingu og fyrir líkamsárásir. Í fjórum dómanna hefur hann verið dæmdur fyrir líkamsárásir og í sumum tilvikanna fleiri en eina. Sálfræðingur segir Stefán Loga eiga við ýmiss konar félagsleg og persónuleg vandamál að stríða, sem að mestu megi rekja til fíkniefnaneyslu hans frá unga aldri og mjög erfiðra uppeldisskilyrða. Stefán er talinn sakhæfur. Játningar eru metnar til refsilækkunar. Maður sem ákærður var með Stefáni fyrir tvær seinni líkamsárásirnar var dæmdur til að greiða 75 þúsund krónur í sekt. Sá hlaut tveggja og hálfs árs fangelsi árið 1999. í september árið 2000 hlaut hann reynslulausn sem hann stóðst.Hann hefur hefur ekki áður gerst sekur um líkamsárás. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi í apríl. Ríkissaksóknari fór fram á að Stefán yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Stefán Logi var nýkominn úr fangelsi og var á reynslulausn þegar hann réðst á sextán ára dreng á heimili sínu. Hann sló drenginn með krepptum hnefa í andlit og maga svo drengurinn féll í gólfið. Síðan sparkaði hann í kvið drengsins þar sem hann lá á gólfinu, með þeim afleiðingum að milta rifnaði. Drengurinn meiddist lífshættuleg innvortis. Stefán Logi var einnig ákræður fyrir að hafa ásamt félaga sínum ráðist á mann í samkvæmi í miðbæ Reykjavíkur en var sýknaður af þeirri líkamsárás. Seinna sama dag slógu þeir og spörkuðu í stúlku sem var með þeim í bíl en Stefán var líka sýknaður af þeirri árás þar sem engir áverkar voru á stúlkunni. Stefán Logi á samfelldan sakaferil frá árinu 1997. Frá árinu 1998 hefur hann hlotið átta refsidóma fyrir þjófnað og umferðarlagabrot, þjófnað, gripdeild, hylmingu og fyrir líkamsárásir. Í fjórum dómanna hefur hann verið dæmdur fyrir líkamsárásir og í sumum tilvikanna fleiri en eina. Sálfræðingur segir Stefán Loga eiga við ýmiss konar félagsleg og persónuleg vandamál að stríða, sem að mestu megi rekja til fíkniefnaneyslu hans frá unga aldri og mjög erfiðra uppeldisskilyrða. Stefán er talinn sakhæfur. Játningar eru metnar til refsilækkunar. Maður sem ákærður var með Stefáni fyrir tvær seinni líkamsárásirnar var dæmdur til að greiða 75 þúsund krónur í sekt. Sá hlaut tveggja og hálfs árs fangelsi árið 1999. í september árið 2000 hlaut hann reynslulausn sem hann stóðst.Hann hefur hefur ekki áður gerst sekur um líkamsárás.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira