Lífið

Hægindastólar eftirsóttir

Hægindastóllinn á heimilinu er gjarnan það húsgagn sem mest er karpað yfir, allir vilja flatmaga í fína stólnum og láta líða úr sér eftir daginn. Margir tala um að verða "háðir hægindastólnum" því oft eru þetta miklir lúxusstólar, hannaðir til að hvíla líkamann, mjúkir og ávalir. Hægindastóll var hér áður fyrr oft kallaður húsbóndastóll enda var þetta frátekið sæti fyrir húsbóndann þegar hann kom þreyttur heim úr vinnu. En tímarnir breytast og mennirnir með og nú er hægindastóllinn vonandi ætlaður öllum fjölskyldumeðlimum, ungum sem öldnum.
Brúnn stóll og skemill 98.800 kr. og 39.800 kr., Heima Ármúla.Mynd/Páll Bergmann
Ljós stóll og skemill, 139.800 kr. saman, Heima Ármúla.Mynd/Páll Bergmann
Svartur mjúkur legubekkur 69.800 kr., Heima Ármúla.Mynd/Páll Bergmann
Rauður hægindastóll, Cassina, 275.000 kr., Mirale Grensásvegi.Mynd/Páll Bergmann
Ljós leðurstóll og skemillMynd/Páll Bergmann
Grár stóll og skemillMynd/Páll Bergmann





Fleiri fréttir

Sjá meira


×