Innlent

Ótrúlegri slysaalda í Langadal

Þrír bílar lentu utan vegar og einn árekstur varð í norðanverðum Langadal í gærdag. Enginn slaðasist alvarlega en tveir bílar eru nokkuð skemmdir. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var atburðarrásin mjög óvenjuleg því óhöppin gerðust öll á sama tíma. Aðstæður í Langadal voru slæmar. Þar var mikið rok, éljagangur og snjór og hálkublettir á veginum. Um klukkan hálffjögur ók bíll út af veginum. Lögreglan kom á staðinn en tókst ekki að ná bílnum upp á veginn. Hún fór í burtu í skamma stund og kallaði á björgunarsveit til að reyna að ná bílnum upp. Síðan hélt lögreglan aftur á slysstað til að hjálpa björgunarsveitarmönnum að ná bílnum upp. Þegar hún er að leggja bílnum við vegkantinn kemur annar bíll. Hann fer nákvæmlega sömu leið og sá er lenti utan vegar nema hvað að hann klessir á lögreglubílinn sem kastaðist á bílinn sem var utan vegar. Þegar lögreglan er rétt búin að átta sig á aðstæðum á nýjan leik kemur flutningabíll aðvífandi. Hann stefnir beint á bílinn sem stóð eftir á veginum en til að forða árekstri beygði ökumaðurinn út af. Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×