Logandi kindur í veðurofsa 19. október 2004 00:01 Óhemjuerfiðar aðstæður í ofsaroki mættu slökkviliði á bænum Knerri í Breiðuvík á Snæfellsnesi um klukkan átta á mánudagskvöldið, en þar brunnu um kvöldið og nóttina fjárhús, hlaða og tækjageymsla. Talið er að yfir 600 sláturlömb hafi brunnið inni í eldsvoðanum og einhverjar kindur drápust líka. Í tækjageymslunni brunnu svo, að sögn Jóns Þórs Lúðvíkssonar, slökkviliðsstjóra í Ólafsvík, töluverð verðmæti. "Fjárflutningabíll, gröfur, traktorar, heyhleðsluvagn og allt mögulegt." Íbúðarhús bæjarins sem stendur um 50 metrum frá útihúsunum slapp. Talið er að vindhraði hafi farið hátt í 60 metra á sekúndu í hviðum. Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri, varð var við eldinn skömmu eftir að kvöldfréttir Sjónvarpsins hófust, en hann sá þá úti bjarmann frá hlöðunni sem stóð í björtu báli, en eldurinn er talinn hafa kviknað af hitnun í heyinu, sem vindurinn náði svo að magna upp. Friðgeir og bændur sem dreif að frá nærliggjandi bæjum, reyndu eftir megni að bjarga kindum út úr brennandi fjárhúsinu, en tókst ekki að bjarga nema á þriðja tug kinda. "Þeir lögðu sig í stórhættu og mildi að þeir sluppu sjálfir úr reykjarkófinu," sagði Jón Þór og bætti við að aðkoman hafi verið skelfileg. "Allt var alelda og við reyndum bara að verja það sem við gátum. Svo skipti áttum alveg sitt á hvað, yfir okkur fuku járnplötur og við þurftum að hörfa og sækja á víxl," sagði hann og taldi að slökkviliðsmennirnir hafi verið í stórhættu í veðurofsanum. "Rokið var slíkt að við vorum tveir sem misstum hjálmana þegar þeir rifnuðu af okkur í veðurofsanum. Svo hlupu kindur út logandi, sumar brunnar í framan, blindar." Jón Þór lýsti því hvernig slökkviliðsmenn hafi hörfað inn í tankbíl fullan af vatni þegar veðurofsinn var hvað mestur og óttast mest að veðrið velti honum, því hann hafi skekist til "eins og hundur að hrista sig." Þá var vatnsskortur á bænum og þurfti því að sækja vatn á næstu bæi. "Maður veit bara ekki enn þá hvað tekur við," sagði Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri. Auk þess að missa sláturlömbin auk einhverra sauða og veturgamals fjár sem hann ætlaði að láta slátra brann allt heyið í hlöðunni og á hann því hvorki eftir húsaskjól né fæði handa á áttunda hundrað fjár sem ekki voru í húsi. Friðgeir taldi að um helmingurinn af því sem varð eldi að bráð hafi verið tryggt. "Svona helmingurinn af kofunum og skepnurnar held ég," sagði hann. Þegar leið að miðjum degi í gær var tekið að lægja við bæinn, en þá logaði enn í hlöðunni og reykur lá yfir öllu. Greina mátti hræ inni í fjárhúsi og dauðar kindur lágu við útihúsin. Þá mátti heyra glamur í bárujárnsplötum sem rifnað höfðu frá klæðningu útihúsanna þegar þær komu veltandi niður fjallshlíðina fyrir ofan bæinn, undnar og sviðnar eftir átök næturinnar. Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Snæfellsbæjar, stjórnaði aðgerðum á vettvangi, en einnig barst liðsauki frá Slökkviliði Grundarfjarðar.Mynd/PjeturReykur lá yfir öllu um miðjan dag í gær og smáeldar loguðu enn í hlöðunni eftir hádegi í gær. Lögreglan í Ólafsvík var á staðnum og vaktaði rústirnar.Mynd/Pjetur Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Óhemjuerfiðar aðstæður í ofsaroki mættu slökkviliði á bænum Knerri í Breiðuvík á Snæfellsnesi um klukkan átta á mánudagskvöldið, en þar brunnu um kvöldið og nóttina fjárhús, hlaða og tækjageymsla. Talið er að yfir 600 sláturlömb hafi brunnið inni í eldsvoðanum og einhverjar kindur drápust líka. Í tækjageymslunni brunnu svo, að sögn Jóns Þórs Lúðvíkssonar, slökkviliðsstjóra í Ólafsvík, töluverð verðmæti. "Fjárflutningabíll, gröfur, traktorar, heyhleðsluvagn og allt mögulegt." Íbúðarhús bæjarins sem stendur um 50 metrum frá útihúsunum slapp. Talið er að vindhraði hafi farið hátt í 60 metra á sekúndu í hviðum. Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri, varð var við eldinn skömmu eftir að kvöldfréttir Sjónvarpsins hófust, en hann sá þá úti bjarmann frá hlöðunni sem stóð í björtu báli, en eldurinn er talinn hafa kviknað af hitnun í heyinu, sem vindurinn náði svo að magna upp. Friðgeir og bændur sem dreif að frá nærliggjandi bæjum, reyndu eftir megni að bjarga kindum út úr brennandi fjárhúsinu, en tókst ekki að bjarga nema á þriðja tug kinda. "Þeir lögðu sig í stórhættu og mildi að þeir sluppu sjálfir úr reykjarkófinu," sagði Jón Þór og bætti við að aðkoman hafi verið skelfileg. "Allt var alelda og við reyndum bara að verja það sem við gátum. Svo skipti áttum alveg sitt á hvað, yfir okkur fuku járnplötur og við þurftum að hörfa og sækja á víxl," sagði hann og taldi að slökkviliðsmennirnir hafi verið í stórhættu í veðurofsanum. "Rokið var slíkt að við vorum tveir sem misstum hjálmana þegar þeir rifnuðu af okkur í veðurofsanum. Svo hlupu kindur út logandi, sumar brunnar í framan, blindar." Jón Þór lýsti því hvernig slökkviliðsmenn hafi hörfað inn í tankbíl fullan af vatni þegar veðurofsinn var hvað mestur og óttast mest að veðrið velti honum, því hann hafi skekist til "eins og hundur að hrista sig." Þá var vatnsskortur á bænum og þurfti því að sækja vatn á næstu bæi. "Maður veit bara ekki enn þá hvað tekur við," sagði Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri. Auk þess að missa sláturlömbin auk einhverra sauða og veturgamals fjár sem hann ætlaði að láta slátra brann allt heyið í hlöðunni og á hann því hvorki eftir húsaskjól né fæði handa á áttunda hundrað fjár sem ekki voru í húsi. Friðgeir taldi að um helmingurinn af því sem varð eldi að bráð hafi verið tryggt. "Svona helmingurinn af kofunum og skepnurnar held ég," sagði hann. Þegar leið að miðjum degi í gær var tekið að lægja við bæinn, en þá logaði enn í hlöðunni og reykur lá yfir öllu. Greina mátti hræ inni í fjárhúsi og dauðar kindur lágu við útihúsin. Þá mátti heyra glamur í bárujárnsplötum sem rifnað höfðu frá klæðningu útihúsanna þegar þær komu veltandi niður fjallshlíðina fyrir ofan bæinn, undnar og sviðnar eftir átök næturinnar. Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Snæfellsbæjar, stjórnaði aðgerðum á vettvangi, en einnig barst liðsauki frá Slökkviliði Grundarfjarðar.Mynd/PjeturReykur lá yfir öllu um miðjan dag í gær og smáeldar loguðu enn í hlöðunni eftir hádegi í gær. Lögreglan í Ólafsvík var á staðnum og vaktaði rústirnar.Mynd/Pjetur
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent