Lög ekki til umræðu 18. október 2004 00:01 Lög á kennaraverkfall eru ekki á borðum ríkisstjórnarinnar sem stendur, segir menntamálaráðherra, og telur sveitarfélögin hafa töluvert svigrúm til að leysa deiluna. Deilendur eru sammála um að lagasetning leysi ekki vandann. Þeir sátu árangurslausan sáttafund í dag en til nýs fundar hefur verið boðað á morgun. „Við gefumst ekki upp!“ hrópuðu kennarar að samningamönnum grunnskólakennara áður en þeir gengu til sáttafundar í dag, þess fyrsta sem ríkissáttasemjari boðar til í meira en viku, nú þegar fimmta vika verkfalls er hafin. Sveitarfélögin láta heldur engan bilbug á sér finna. Þannig hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sent sinni samninganefnd sérstaka traustyfirlýsingu. Áróðursstríðið er í algleymingi. Hugsanleg lagasetning til að höggva á hnútinn er kominn inn í umræðuna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir aðeins fresta vandanum, ekki leysa hann. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segist líta svo á að lausnin sé aðeins hjá samningsaðilum. Það er ekki óþekkt að Alþingi stöðvi verkfall með lögum. Þannig hafa sjómannaverkföll undantekningalaust verið stöðvuð með lagasetningu undanfarinn áratug. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að eins og staðan sé í dag muni ekki verða sett lög á kennaraverkfallið. „Við gerum þá kröfu, ekki aðeins sem stjórnvöld heldur líka fyrir almenning í landinu - fyrir börnin í landinu, fyrir fjölskyldurnar í landinu - að kennarar og sveitarfélögin fari að ná endum saman,“ segir ráðherra. Kennarar þrýsta enn á ríkisvaldið að koma að deilunni og kröfuspjöldum er beint gegn menntamálaráðherra. Hún segir að báðir aðilar verði að slá af kröfum sínum. Samningamenn kennara og sveitarfélaga voru í húsakynnum ríkissáttasemjara í þrjár klukkustundir í dag og hafa verið boðaðir til nýs sáttafundar á morgun. Það er þó ekki vísbending um að hreyfing hafi komist á mál því að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar var ekki farið í nein efnisatriði á fundinum í dag. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Lög á kennaraverkfall eru ekki á borðum ríkisstjórnarinnar sem stendur, segir menntamálaráðherra, og telur sveitarfélögin hafa töluvert svigrúm til að leysa deiluna. Deilendur eru sammála um að lagasetning leysi ekki vandann. Þeir sátu árangurslausan sáttafund í dag en til nýs fundar hefur verið boðað á morgun. „Við gefumst ekki upp!“ hrópuðu kennarar að samningamönnum grunnskólakennara áður en þeir gengu til sáttafundar í dag, þess fyrsta sem ríkissáttasemjari boðar til í meira en viku, nú þegar fimmta vika verkfalls er hafin. Sveitarfélögin láta heldur engan bilbug á sér finna. Þannig hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sent sinni samninganefnd sérstaka traustyfirlýsingu. Áróðursstríðið er í algleymingi. Hugsanleg lagasetning til að höggva á hnútinn er kominn inn í umræðuna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir aðeins fresta vandanum, ekki leysa hann. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segist líta svo á að lausnin sé aðeins hjá samningsaðilum. Það er ekki óþekkt að Alþingi stöðvi verkfall með lögum. Þannig hafa sjómannaverkföll undantekningalaust verið stöðvuð með lagasetningu undanfarinn áratug. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að eins og staðan sé í dag muni ekki verða sett lög á kennaraverkfallið. „Við gerum þá kröfu, ekki aðeins sem stjórnvöld heldur líka fyrir almenning í landinu - fyrir börnin í landinu, fyrir fjölskyldurnar í landinu - að kennarar og sveitarfélögin fari að ná endum saman,“ segir ráðherra. Kennarar þrýsta enn á ríkisvaldið að koma að deilunni og kröfuspjöldum er beint gegn menntamálaráðherra. Hún segir að báðir aðilar verði að slá af kröfum sínum. Samningamenn kennara og sveitarfélaga voru í húsakynnum ríkissáttasemjara í þrjár klukkustundir í dag og hafa verið boðaðir til nýs sáttafundar á morgun. Það er þó ekki vísbending um að hreyfing hafi komist á mál því að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar var ekki farið í nein efnisatriði á fundinum í dag.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira