Brot olíufélaganna sögð fyrnd 15. október 2004 00:01 Olíufélögin halda því fram að stærsti hluti meintra brota þeirra á samkeppnislögum sem Samkeppnisstofnun hefur rannsakað síðan 2001 sé fyrndur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin eru sökuð um ólöglegt verðsamráð á tímabilinu 1993-2001. Um er að ræða þann hluta hinna meintu brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000, en þá var hegningarlögum breytt og fyrningartímabil lengt í fimm ár úr tveimur árum. "Fyrningarfrestur samkeppnisbrota sem framin eru fyrir 26. maí 2000 er því tvö ár, en fimm ár eftir það tímabil," segir Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Eitt það helsta sem olíufélögin deila við Samkeppnisstofnun um er hvenær fyrningarfrestur rofnar. Olíufélögin segja að Samkeppnisstofnun haldi því fram að fyrningarfresturinn hafi verið rofinn við húsleit Samkeppnisstofnunar í desember 2001. Olíufélögin halda því hins vegar fram að fyrningarfrestur verði ekki rofinn fyrr en Samkeppnisráð úrskurði í málinu. Er þetta þýðingarmikið atriði því ef dómstólar telja að olíufélögin hafi rétt fyrir sér munu samkeppnisyfirvöld ekki hafa heimild til að sekta olíufélögin vegna meintra brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000. Það eru sjö ár af þeim átta sem Samkeppnisstofnun rannsakar. Olíufélögin telja að einungis verði hægt að beita sektum vegna meintra brota sem framin voru á tímabilinu 27. maí 2000 og þar til húsleit Samkeppnisstofnunar fór fram, í desember 2001, eða í um eitt og hálft ár. Þá halda olíufélögin því fram að á því tímabili hafi ekki verið um neina brotastarfsemi að ræða. Þórunn rak mál Mata í grænmetismálinu svokallaða, þar sem Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hún bendir á að deilt hafi verið um fyrningu málsins en hæstiréttur hafi staðfest að fyrningarfrestur rofni ekki fyrr en samkeppnisráð saki fyrirtæki um brot á samkeppnislögum. Dómur hæstaréttar er í samræmi við það sem olíufélögin halda fram, að stærsti hluti hinna meintu samkeppnisbrota olíufélaganna séu fynd. Talið er að úrskurður Samkeppniráðs muni liggja fyrir eftir um þrjár vikur. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Olíufélögin halda því fram að stærsti hluti meintra brota þeirra á samkeppnislögum sem Samkeppnisstofnun hefur rannsakað síðan 2001 sé fyrndur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin eru sökuð um ólöglegt verðsamráð á tímabilinu 1993-2001. Um er að ræða þann hluta hinna meintu brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000, en þá var hegningarlögum breytt og fyrningartímabil lengt í fimm ár úr tveimur árum. "Fyrningarfrestur samkeppnisbrota sem framin eru fyrir 26. maí 2000 er því tvö ár, en fimm ár eftir það tímabil," segir Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Eitt það helsta sem olíufélögin deila við Samkeppnisstofnun um er hvenær fyrningarfrestur rofnar. Olíufélögin segja að Samkeppnisstofnun haldi því fram að fyrningarfresturinn hafi verið rofinn við húsleit Samkeppnisstofnunar í desember 2001. Olíufélögin halda því hins vegar fram að fyrningarfrestur verði ekki rofinn fyrr en Samkeppnisráð úrskurði í málinu. Er þetta þýðingarmikið atriði því ef dómstólar telja að olíufélögin hafi rétt fyrir sér munu samkeppnisyfirvöld ekki hafa heimild til að sekta olíufélögin vegna meintra brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000. Það eru sjö ár af þeim átta sem Samkeppnisstofnun rannsakar. Olíufélögin telja að einungis verði hægt að beita sektum vegna meintra brota sem framin voru á tímabilinu 27. maí 2000 og þar til húsleit Samkeppnisstofnunar fór fram, í desember 2001, eða í um eitt og hálft ár. Þá halda olíufélögin því fram að á því tímabili hafi ekki verið um neina brotastarfsemi að ræða. Þórunn rak mál Mata í grænmetismálinu svokallaða, þar sem Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hún bendir á að deilt hafi verið um fyrningu málsins en hæstiréttur hafi staðfest að fyrningarfrestur rofni ekki fyrr en samkeppnisráð saki fyrirtæki um brot á samkeppnislögum. Dómur hæstaréttar er í samræmi við það sem olíufélögin halda fram, að stærsti hluti hinna meintu samkeppnisbrota olíufélaganna séu fynd. Talið er að úrskurður Samkeppniráðs muni liggja fyrir eftir um þrjár vikur.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira